Ballarin greiddi 50 milljónir fyrir WOW eignirnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2019 16:31 Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Þetta hefur Vísir fengið staðfest. Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra WOW air, vildi ekki tjá sig um upphæðina þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann staðfesti þó að Ballarin væri búin að standa við sinn hluta kaupsamningsins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. Ballarin greindi sjálf frá því á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins að búið væri að tryggja 85 milljónir bandaríkjadala, um 10 milljarða króna, til rekstursins.Alls bárust 5964 kröfur í þrotabú WOW air fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Kröfurnar námu alls rúmlega 138 milljörðum króna. Ekki var tekið tillit til almennra krafna vegna þess hversu háar forgangskröfurnar voru, eins og launakröfur frá starfsmönnum flugfélagsins.Vefsíðan fljótlega í loftið Unnið er að því að standsetja vefsíðu hins nýja WOW air þannig að hægt verði að bóka flug með hinu endurreista flugfélagi, sem stefnir enn á jómfrúarflug í næsta mánuði. Ballarin segir sjálf í samtali við Washington Post að prófanir á vefsíðunni hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Því sé ekki loku fyrir það skotið að vefsíðan verði komin í gagnið í lok vikunnar. Nýja WOW air hefur ekki enn orðið sér úti um flugrekstrarleyfi en Ballarin segir að fyrst verði sótt um leyfi í Bandaríkjum en síðan á Íslandi þegar fram líða stundir. Flugfélagið verði staðsett á Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington með aðstöðu á flugvellinum í Keflavík og skrifstofu í Reykjavík. Talsmenn Isavia og Dulles-flugvallar segja WOW air þó ekki hafa orðið sér úti um lendingartíma fyrir jómfrúarflugið, sem tilkynnt hefur verið að verði milli Keflavíkur og Washington. Af þeim sökum, auk annarra, vilja greinendur sem Washington Post ræðir við stíga varlega til jarðar þegar endurreista flugfélagið er annars vegar. Flugmálasérfræðingurinn Robert Mann, aðspurður um hvort neytendur geti treyst nýja WOW air, segir óþarft að ana að neinu. „Bíðið eftir að það hefur verið endurreist og ákveðið ykkur svo. Það liggur ekkert á.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Þetta hefur Vísir fengið staðfest. Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra WOW air, vildi ekki tjá sig um upphæðina þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann staðfesti þó að Ballarin væri búin að standa við sinn hluta kaupsamningsins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. Ballarin greindi sjálf frá því á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins að búið væri að tryggja 85 milljónir bandaríkjadala, um 10 milljarða króna, til rekstursins.Alls bárust 5964 kröfur í þrotabú WOW air fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Kröfurnar námu alls rúmlega 138 milljörðum króna. Ekki var tekið tillit til almennra krafna vegna þess hversu háar forgangskröfurnar voru, eins og launakröfur frá starfsmönnum flugfélagsins.Vefsíðan fljótlega í loftið Unnið er að því að standsetja vefsíðu hins nýja WOW air þannig að hægt verði að bóka flug með hinu endurreista flugfélagi, sem stefnir enn á jómfrúarflug í næsta mánuði. Ballarin segir sjálf í samtali við Washington Post að prófanir á vefsíðunni hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Því sé ekki loku fyrir það skotið að vefsíðan verði komin í gagnið í lok vikunnar. Nýja WOW air hefur ekki enn orðið sér úti um flugrekstrarleyfi en Ballarin segir að fyrst verði sótt um leyfi í Bandaríkjum en síðan á Íslandi þegar fram líða stundir. Flugfélagið verði staðsett á Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington með aðstöðu á flugvellinum í Keflavík og skrifstofu í Reykjavík. Talsmenn Isavia og Dulles-flugvallar segja WOW air þó ekki hafa orðið sér úti um lendingartíma fyrir jómfrúarflugið, sem tilkynnt hefur verið að verði milli Keflavíkur og Washington. Af þeim sökum, auk annarra, vilja greinendur sem Washington Post ræðir við stíga varlega til jarðar þegar endurreista flugfélagið er annars vegar. Flugmálasérfræðingurinn Robert Mann, aðspurður um hvort neytendur geti treyst nýja WOW air, segir óþarft að ana að neinu. „Bíðið eftir að það hefur verið endurreist og ákveðið ykkur svo. Það liggur ekkert á.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49
Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00
Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12