Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. september 2019 12:00 Þrjár Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair á athafnasvæði Boeing í Seattle þar sem þær bíða þess að kyrrsetningu vélanna verði aflétt. GETTY/ DAVID RYDER Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. Seðlabankastjóri sagði að samdráttur í hagkerfinu yrði vægari er gert hafi verið ráð fyrir. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með Ásgeir Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gylfa Zoëga, nefndarmanni í peningastefnunefnd, var farið yfir stöðuna í hagkerfinu og þeirra spurningu varpað fram hvað orsakaði samdrátt í ferðaþjónustu. Á fundinum sagði seðlabankastjóri að íslenska hagkerfið væri á leið í niðursveiflu eftir átta ára samfelldan vöxt. Hann sagði að samdrátturinn yrði vægur, 0,2% á þessu ári en að hagkerfið myndi taka aftur við sér á næsta ári. „Seðlabankinn býr þar að auki yfir öflugum gjaldeyrisforða til þess að geta tryggt stöðugleika ef til þess kemur og þegar til lengri tíma er litið hefur vaxtastig verið að hliðrast niður og við erum þá að færast nær öðrum löndum hvað það varðar. Hins vegar, meðal vestrænna ríkja þykir það forréttindi að geta lækkað vexti, það sem aðrar þjóðir í kringum okkur geta ekki gert,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri á fundinum. „Þegar litið er fram á veginn gæti núverandi vaxtalækkunarferli haldið áfram líkt og gefið var til kynna í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar. það er að segja að lækki verðbólguvæntingar áfram og áfram hægir á verðbólgu, þá eða hagvaxtarhorfur versni frá því sem nýjasta spá bankans gerir ráð fyrir. Nokkur óvissa er til staðar um það hvernig ferðaþjónustan geti staðið af sér bæði kostnaðarhækkanir og áföll í utanlands flugi sem hún hefur orðið fyrir.“ Erfið staða ferðaþjónustunnar var sérstaklega rædd. Gylfi Zoëga sagði launakostnaðinn innan greinarinnar of háan og að hlutfall launa í heildartekjum ferðaþjónustufyrirtækja of hátt. Þar til tók hann sérstaklega íslensku flugfélöginen tvö þeirra, Primera Air og WOW air, fóru á hausinn. Gylfi bað þingmenn á fundinum að fylgjast með stöðu Icelandair og velti því upp hvenær eigið fé flugfélagsins yrði komið á hættustig. „Hætturnar sem steðja að núna eru þessar efnahagsreikningahremmingar ferðaþjónustunnar. Mig langar sérstaklega að beina athygli ykkar að þessu stóra flugfélagi sem að við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef þið reikning fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig. Það má ekki veðja þjóðarbúinu á það að þeir fái bætur frá Boeing. Við vitum ekki hvenær þær koma, hvað þær verða miklar og það er eitthvað sem þið verðið að huga að,“ sagði Gylfi Zoëga, nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Alþingi Boeing Efnahagsmál Icelandair Tengdar fréttir Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45 Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Mest lesið Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Sjá meira
Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. Seðlabankastjóri sagði að samdráttur í hagkerfinu yrði vægari er gert hafi verið ráð fyrir. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með Ásgeir Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gylfa Zoëga, nefndarmanni í peningastefnunefnd, var farið yfir stöðuna í hagkerfinu og þeirra spurningu varpað fram hvað orsakaði samdrátt í ferðaþjónustu. Á fundinum sagði seðlabankastjóri að íslenska hagkerfið væri á leið í niðursveiflu eftir átta ára samfelldan vöxt. Hann sagði að samdrátturinn yrði vægur, 0,2% á þessu ári en að hagkerfið myndi taka aftur við sér á næsta ári. „Seðlabankinn býr þar að auki yfir öflugum gjaldeyrisforða til þess að geta tryggt stöðugleika ef til þess kemur og þegar til lengri tíma er litið hefur vaxtastig verið að hliðrast niður og við erum þá að færast nær öðrum löndum hvað það varðar. Hins vegar, meðal vestrænna ríkja þykir það forréttindi að geta lækkað vexti, það sem aðrar þjóðir í kringum okkur geta ekki gert,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri á fundinum. „Þegar litið er fram á veginn gæti núverandi vaxtalækkunarferli haldið áfram líkt og gefið var til kynna í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar. það er að segja að lækki verðbólguvæntingar áfram og áfram hægir á verðbólgu, þá eða hagvaxtarhorfur versni frá því sem nýjasta spá bankans gerir ráð fyrir. Nokkur óvissa er til staðar um það hvernig ferðaþjónustan geti staðið af sér bæði kostnaðarhækkanir og áföll í utanlands flugi sem hún hefur orðið fyrir.“ Erfið staða ferðaþjónustunnar var sérstaklega rædd. Gylfi Zoëga sagði launakostnaðinn innan greinarinnar of háan og að hlutfall launa í heildartekjum ferðaþjónustufyrirtækja of hátt. Þar til tók hann sérstaklega íslensku flugfélöginen tvö þeirra, Primera Air og WOW air, fóru á hausinn. Gylfi bað þingmenn á fundinum að fylgjast með stöðu Icelandair og velti því upp hvenær eigið fé flugfélagsins yrði komið á hættustig. „Hætturnar sem steðja að núna eru þessar efnahagsreikningahremmingar ferðaþjónustunnar. Mig langar sérstaklega að beina athygli ykkar að þessu stóra flugfélagi sem að við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef þið reikning fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig. Það má ekki veðja þjóðarbúinu á það að þeir fái bætur frá Boeing. Við vitum ekki hvenær þær koma, hvað þær verða miklar og það er eitthvað sem þið verðið að huga að,“ sagði Gylfi Zoëga, nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Alþingi Boeing Efnahagsmál Icelandair Tengdar fréttir Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45 Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Mest lesið Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Sjá meira
Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45
Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52
„Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21