Viðskipti innlent

Samtök iðnaðarins segja innistæðu fyrir vaxtalækkun

Á stuttum tíma hefur slaki tekið við af spennu í efnahagslífinu, sem lýsir sér meðal annars í því að atvinnuleysi mældist í apríl 3,7 prósent borið saman við 2,3 prósent á sama tíma fyrir ári, og sterk rök eru þess vegna fyrir því að stýrivextir verði lækkaðir þegar vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður kynnt miðvikudaginn 22. maí næstkomandi.

Viðskipti innlent

Seldi í Arion banka fyrir tvo milljarða

Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital seldi fyrr í mánuðinum tæplega eins og hálfs prósents hlut í Arion banka að virði ríflega tveggja milljarða króna. Eftir söluna fer sjóðurinn með um 5,6 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hans.

Viðskipti innlent

Gefur út bók um gjaldþrot WOW air  

Um næstkomandi mánaðamót kemur út bók um gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Höfundur bókarinnar er Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, en í henni er farið yfir aðdragandann að stofnun flugfélagsins, uppgang þess og fall.

Viðskipti innlent

Þyngri róður í aprílmánuði

Samdráttar gætti í ýmsum kimum ferðaþjónustunnar í apríl. Fall WOW air hafði veruleg áhrif á rútufyrirtækin að sögn framkvæmdastjóra Kynnisferða en tekjur þess drógust saman um 34 prósent.

Viðskipti innlent