Viðskipti innlent

Icelandair tapaði 30,9 milljörðum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kostnaður Icelandair vegna kórónuveirunnar er talinn nema 23,3 milljörðum
Kostnaður Icelandair vegna kórónuveirunnar er talinn nema 23,3 milljörðum VÍSIR/VILHELM

Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins.

Helstu tölur uppgjörsins eru í samræmi við bráðabirgðauppgjör vegna fyrsta ársfjórðungs sem gefið var út fyrir helgi. Tap félagsins nam 26,7 milljörðum króna á ársfjórðungnum sé ekki tekið tillit til vaxta og skatta. Alls var tapið 30,9 milljarðar króna.

Þá segir í tilkynningu vegna uppgjörsins að kórónuveirufaraldurinn skyggi á rekstrarbata fyrirtækisins fyrstu tvo mánuði ársins, sem numið hafi 2,8 milljörðum króna. Faraldurinn hafi haft veruleg áhrif á tekjur og afkomu í mars. Þannig sé einskiptiskostnaður vegna áhrifa kórónuveirunnar 23,3 milljarðar.

Eigið fé nam 27,2 milljörðum króna í lok fjórðungsins en eiginfjárhlutfall var 18 prósent, að Icelandair Hotels undanskildu.


Tengdar fréttir

Stærsti hluti rekstrartaps vegna rýrnunar á viðskiptavild

Rekstrartap Icelandair á fyrsta ársfjórðungi nemur ríflega þrjátíu milljörðum króna. Stærsti hluti tapisins er niðurfærsla viðskiptavildar. Gert er ráð fyrir að lausafjárstaða fari undir lágmark á næstu vikum. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri félagsins fyrir 1. ársfjórðung sem birtist í gær






Fleiri fréttir

Sjá meira


×