Viðskipti innlent

Sam­komu­lag í höfn um skil­­mála yfir­­töku­til­­boðs JBT í allt hluta­­fé í Marel

Marel hefur undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok.

Viðskipti innlent

Hækka láns­hæfis­mat bankanna

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hækkaði í dag lánshæfismat Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka úr BBB í BBB+. Efnahagslegt ójafnvægi er sagt hafa dvínað og eru horfur stöðugar.

Viðskipti innlent

Lækkar óverðtryggða en hækkar verðtryggða

Arion banki hefur breytt inn- og útlánavöxtum bankans frá og með deginum í dag. Óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 8,95 prósent og verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,25 prósentustig og verða 4,04 prósent.

Viðskipti innlent

Vildi aftur einn lækka vexti

Svo virðist sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sé á öndverðum meiði við aðra meðlimi peningastefnunefndar. Annan fund nefndarinnar í röð var hann sá eini sem greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum.

Viðskipti innlent

Hættir eftir sau­tján ára starf

Kristinn Albertsson fjármálastjóri Samskipa samstæðunnar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júlí næstkomandi. Hann hefur starfað hjá Samskipum í rúm sautján ár og á þeim tíma að mestu verið staðsettur í Rotterdam.

Viðskipti innlent

Auka sæta­fram­boð til Ís­lands með breið­þotum

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hyggst auka sætaframboð í flugferðum sínum frá New York til Íslands og notar nú Boeing 767 breiðþotu á leiðinni í stað Boeing 757. Fyrsta þota flugfélagsins þetta árið kom til Keflavíkur frá New York í morgun. Þetta er þrettánda árið sem Delta flýgur milli Íslands og Bandaríkjanna.

Viðskipti innlent

Lok, lok og læs hjá Gló

Veitingastaðnum Gló verður lokað í dag og lýkur þar með sautján ára rekstrarstögu hans. Gló hefur verið rekið í Austurstræti og Fákafeni undanfarin ár. Vinsælar vörur Gló verða áfram í boði á matseðli Saffran sem tekur við rekstri veitingastaðanna.

Viðskipti innlent

Hefð fyrir sumar­gjöf í Ís­lands­banka

Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf.

Viðskipti innlent

Hundrað þúsund kall á haus

Íslandsbanki kemur til með að gefa öllum starfsmönnum sínum 100 þúsund króna sumargjöf. Um 700 manns starfa hjá bankanum, og því er um 70 milljóna króna útgjöld fyrir bankann að ræða.

Viðskipti innlent

Fundar með Bankasýslunni í dag

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra segir næsta skref hjá sér, vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum, vera að funda með Bankasýslu ríkisins. Boðað hefur verið til fundar um málið í dag. 

Viðskipti innlent

Bankasýslan þögul sem gröfin

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. 

Viðskipti innlent