Viðskipti innlent Stjórnarformaðurinn getur ekki tjáð sig Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marels, segist ekki geta tjáð sig um samþykkt á yfirtökutilboði JBT í Marel. Viðskipti innlent 5.4.2024 12:21 Stýrir nýju sölusviði eftir uppsagnir hjá Nóa Síríus Hinrik Hinriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýs sölusviðs hjá Nóa Siríus hf. Fjórum var sagt upp í tengslum við endurskipulagningu á skipuriti fyrirtækisins. Viðskipti innlent 5.4.2024 08:54 Samkomulag í höfn um skilmála yfirtökutilboðs JBT í allt hlutafé í Marel Marel hefur undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok. Viðskipti innlent 5.4.2024 07:06 Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Ársfundur Seðlabankans fer fram í Hörpu í dag og hefst hann klukkan 16. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 4.4.2024 15:21 Rögnvaldur nýr yfirlögfræðingur hjá Landspítala Rögnvaldur Gunnar Gunnarsson hefur verið ráðinn sem yfirlögfræðingur Landspítala. Hann hóf störf í síðasta mánuði. Viðskipti innlent 4.4.2024 14:24 Síðasta vígi norrænna seðla fallið Landsbanki Íslands hefur hætt kaupum og sölu á norskum krónum og mun frá og með 3. maí 2024 hætta að kaupa og selja sænskar eða danskar krónur. Viðskipti innlent 4.4.2024 13:54 Hækka lánshæfismat bankanna Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hækkaði í dag lánshæfismat Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka úr BBB í BBB+. Efnahagslegt ójafnvægi er sagt hafa dvínað og eru horfur stöðugar. Viðskipti innlent 4.4.2024 12:52 Mun leiða arkitektastofuna Arkitema á Íslandi Hallgrímur Þór Sigurðsson, arkitekt og fyrrverandi framkvæmdastjóri Nordic Office of Architecture, hefur verið ráðinn til að stýra útibúi dönsku arkitektastofunnar Arkitema á Íslandi. Viðskipti innlent 4.4.2024 10:29 Lækkar óverðtryggða en hækkar verðtryggða Arion banki hefur breytt inn- og útlánavöxtum bankans frá og með deginum í dag. Óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 8,95 prósent og verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,25 prósentustig og verða 4,04 prósent. Viðskipti innlent 4.4.2024 10:07 Hækkuðu bindiskyldu lánastofnana á aukafundi Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka fasta bindiskyldu lánastofnana úr tveimur prósentum í þrjú prósent af bindigrunni. Breytingin tekur gildi við byrjun næsta bindiskyldutímabils, 21. apríl næstkomandi. Viðskipti innlent 4.4.2024 08:50 Hagnaðardrifin leigufélög umsvifamest í nágrenni höfuðborgarsvæðis Hlutfall leiguíbúða sem reknar eru af hagnaðardrifnum leigufélögum er hærra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en í öðrum landshlutum samkvæmt upplýsingum úr leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Viðskipti innlent 3.4.2024 19:17 Vildi aftur einn lækka vexti Svo virðist sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sé á öndverðum meiði við aðra meðlimi peningastefnunefndar. Annan fund nefndarinnar í röð var hann sá eini sem greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum. Viðskipti innlent 3.4.2024 16:27 Bein útsending: „Að vaxa með þjóðinni – fjármálaþjónusta á Íslandi í 150 ár“ „Að vaxa með þjóðinni – fjármálaþjónusta á Íslandi í 150 ár“ er yfirskrift SFF-dagsins sem haldinn er af Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu og fram fer milli klukkan 15 og 17 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 3.4.2024 14:31 Hættir eftir sautján ára starf Kristinn Albertsson fjármálastjóri Samskipa samstæðunnar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júlí næstkomandi. Hann hefur starfað hjá Samskipum í rúm sautján ár og á þeim tíma að mestu verið staðsettur í Rotterdam. Viðskipti innlent 3.4.2024 14:22 Síleskt félag Björgólfs í greiðslustöðvun og hann hrynur niður listann Síleskt fjarskiptafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur sótt um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Á nýútgefnum lista Forbes yfir milljarðamæringa í dollurum talið hrynur Björgólfur um ríflega þrjú hundruð sæti. Hann er eftir sem áður eini Íslendingurinn á listanum. Viðskipti innlent 3.4.2024 13:46 Lára ráðin til stýra almannatengsladeild Pipar/TBWA Pipar\TBWA auglýsingastofa hefur ráðið Láru Zulima Ómarsdóttur í starf leiðtoga almannatengsla (Head of Communication & Public Relations) og mun hún stýra almannatengsladeild stofunnar. Viðskipti innlent 2.4.2024 14:46 Ráðin yfirlögfræðingur VÍS trygginga Bergrún Elín Benediktsdóttir hefur verið ráðin sem yfirlögfræðingur VÍS trygginga. Viðskipti innlent 2.4.2024 10:44 Reikna með 220 milljörðum króna í tekjur Í afkomuspá Icelandair fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að heildartekjur ársins nemi 220 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir tveggja til fjögurra prósenta rekstrarhagnaði af tekjum. Viðskipti innlent 2.4.2024 10:05 Auka sætaframboð til Íslands með breiðþotum Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hyggst auka sætaframboð í flugferðum sínum frá New York til Íslands og notar nú Boeing 767 breiðþotu á leiðinni í stað Boeing 757. Fyrsta þota flugfélagsins þetta árið kom til Keflavíkur frá New York í morgun. Þetta er þrettánda árið sem Delta flýgur milli Íslands og Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 31.3.2024 09:44 Meirihluti óánægður með áform Landsbankans Meirihluti þjóðarinnar er óánægður með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Þetta leiðir ný könnun Prósents í ljós. Viðskipti innlent 29.3.2024 09:40 Tuttugu milljóna hámark sett á einstaklinga Hver einstaklingur má að hámarki kaupa í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir. Samkvæmt nýju frumvarpi um sölu bankans sem lagt hefur verið fyrir Alþingi verður áhersla lögð á að selja til einstaklinga, sem munu njóta forgangs við úthlutun. Viðskipti innlent 27.3.2024 18:23 Lok, lok og læs hjá Gló Veitingastaðnum Gló verður lokað í dag og lýkur þar með sautján ára rekstrarstögu hans. Gló hefur verið rekið í Austurstræti og Fákafeni undanfarin ár. Vinsælar vörur Gló verða áfram í boði á matseðli Saffran sem tekur við rekstri veitingastaðanna. Viðskipti innlent 27.3.2024 14:12 Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. Viðskipti innlent 27.3.2024 14:00 Hundrað þúsund kall á haus Íslandsbanki kemur til með að gefa öllum starfsmönnum sínum 100 þúsund króna sumargjöf. Um 700 manns starfa hjá bankanum, og því er um 70 milljóna króna útgjöld fyrir bankann að ræða. Viðskipti innlent 26.3.2024 22:55 Ísland ekki nógu spennandi áfangastaður fyrir Ryanair Forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair segir Keflavíkurflugvöll of dýran og Ísland ekki nógu spennandi áfangastað til þess að félagið geri landið að einum áfangastaða. Viðskipti innlent 26.3.2024 14:54 Yfirmaður hjá Alvotech fékk 300 milljóna kaupauka Framkvæmdastjóri þróunarsviðs Alvotech fékk kaupauka að andvirði rúmlega þrjú hundruð milljóna króna á dögunum. Viðskipti innlent 26.3.2024 13:31 Ráðinn nýr lögfræðingur hjá ÖBÍ Sigurður Árnason hefur verið ráðinn í starf lögfræðings hjá ÖBÍ réttindasamtökum. Viðskipti innlent 26.3.2024 12:53 Húsnæðisliðnum um að kenna en von á breytingum Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga er 6,8 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Hagfræðingur kennir húsnæðisliðnum um. Viðskipti innlent 26.3.2024 12:15 Fundar með Bankasýslunni í dag Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra segir næsta skref hjá sér, vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum, vera að funda með Bankasýslu ríkisins. Boðað hefur verið til fundar um málið í dag. Viðskipti innlent 26.3.2024 11:53 Bankasýslan þögul sem gröfin Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. Viðskipti innlent 26.3.2024 10:54 « ‹ 23 24 25 26 27 28 29 30 31 … 334 ›
Stjórnarformaðurinn getur ekki tjáð sig Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marels, segist ekki geta tjáð sig um samþykkt á yfirtökutilboði JBT í Marel. Viðskipti innlent 5.4.2024 12:21
Stýrir nýju sölusviði eftir uppsagnir hjá Nóa Síríus Hinrik Hinriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýs sölusviðs hjá Nóa Siríus hf. Fjórum var sagt upp í tengslum við endurskipulagningu á skipuriti fyrirtækisins. Viðskipti innlent 5.4.2024 08:54
Samkomulag í höfn um skilmála yfirtökutilboðs JBT í allt hlutafé í Marel Marel hefur undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok. Viðskipti innlent 5.4.2024 07:06
Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Ársfundur Seðlabankans fer fram í Hörpu í dag og hefst hann klukkan 16. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 4.4.2024 15:21
Rögnvaldur nýr yfirlögfræðingur hjá Landspítala Rögnvaldur Gunnar Gunnarsson hefur verið ráðinn sem yfirlögfræðingur Landspítala. Hann hóf störf í síðasta mánuði. Viðskipti innlent 4.4.2024 14:24
Síðasta vígi norrænna seðla fallið Landsbanki Íslands hefur hætt kaupum og sölu á norskum krónum og mun frá og með 3. maí 2024 hætta að kaupa og selja sænskar eða danskar krónur. Viðskipti innlent 4.4.2024 13:54
Hækka lánshæfismat bankanna Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hækkaði í dag lánshæfismat Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka úr BBB í BBB+. Efnahagslegt ójafnvægi er sagt hafa dvínað og eru horfur stöðugar. Viðskipti innlent 4.4.2024 12:52
Mun leiða arkitektastofuna Arkitema á Íslandi Hallgrímur Þór Sigurðsson, arkitekt og fyrrverandi framkvæmdastjóri Nordic Office of Architecture, hefur verið ráðinn til að stýra útibúi dönsku arkitektastofunnar Arkitema á Íslandi. Viðskipti innlent 4.4.2024 10:29
Lækkar óverðtryggða en hækkar verðtryggða Arion banki hefur breytt inn- og útlánavöxtum bankans frá og með deginum í dag. Óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 8,95 prósent og verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,25 prósentustig og verða 4,04 prósent. Viðskipti innlent 4.4.2024 10:07
Hækkuðu bindiskyldu lánastofnana á aukafundi Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka fasta bindiskyldu lánastofnana úr tveimur prósentum í þrjú prósent af bindigrunni. Breytingin tekur gildi við byrjun næsta bindiskyldutímabils, 21. apríl næstkomandi. Viðskipti innlent 4.4.2024 08:50
Hagnaðardrifin leigufélög umsvifamest í nágrenni höfuðborgarsvæðis Hlutfall leiguíbúða sem reknar eru af hagnaðardrifnum leigufélögum er hærra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en í öðrum landshlutum samkvæmt upplýsingum úr leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Viðskipti innlent 3.4.2024 19:17
Vildi aftur einn lækka vexti Svo virðist sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sé á öndverðum meiði við aðra meðlimi peningastefnunefndar. Annan fund nefndarinnar í röð var hann sá eini sem greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum. Viðskipti innlent 3.4.2024 16:27
Bein útsending: „Að vaxa með þjóðinni – fjármálaþjónusta á Íslandi í 150 ár“ „Að vaxa með þjóðinni – fjármálaþjónusta á Íslandi í 150 ár“ er yfirskrift SFF-dagsins sem haldinn er af Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu og fram fer milli klukkan 15 og 17 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 3.4.2024 14:31
Hættir eftir sautján ára starf Kristinn Albertsson fjármálastjóri Samskipa samstæðunnar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júlí næstkomandi. Hann hefur starfað hjá Samskipum í rúm sautján ár og á þeim tíma að mestu verið staðsettur í Rotterdam. Viðskipti innlent 3.4.2024 14:22
Síleskt félag Björgólfs í greiðslustöðvun og hann hrynur niður listann Síleskt fjarskiptafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur sótt um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Á nýútgefnum lista Forbes yfir milljarðamæringa í dollurum talið hrynur Björgólfur um ríflega þrjú hundruð sæti. Hann er eftir sem áður eini Íslendingurinn á listanum. Viðskipti innlent 3.4.2024 13:46
Lára ráðin til stýra almannatengsladeild Pipar/TBWA Pipar\TBWA auglýsingastofa hefur ráðið Láru Zulima Ómarsdóttur í starf leiðtoga almannatengsla (Head of Communication & Public Relations) og mun hún stýra almannatengsladeild stofunnar. Viðskipti innlent 2.4.2024 14:46
Ráðin yfirlögfræðingur VÍS trygginga Bergrún Elín Benediktsdóttir hefur verið ráðin sem yfirlögfræðingur VÍS trygginga. Viðskipti innlent 2.4.2024 10:44
Reikna með 220 milljörðum króna í tekjur Í afkomuspá Icelandair fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að heildartekjur ársins nemi 220 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir tveggja til fjögurra prósenta rekstrarhagnaði af tekjum. Viðskipti innlent 2.4.2024 10:05
Auka sætaframboð til Íslands með breiðþotum Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hyggst auka sætaframboð í flugferðum sínum frá New York til Íslands og notar nú Boeing 767 breiðþotu á leiðinni í stað Boeing 757. Fyrsta þota flugfélagsins þetta árið kom til Keflavíkur frá New York í morgun. Þetta er þrettánda árið sem Delta flýgur milli Íslands og Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 31.3.2024 09:44
Meirihluti óánægður með áform Landsbankans Meirihluti þjóðarinnar er óánægður með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Þetta leiðir ný könnun Prósents í ljós. Viðskipti innlent 29.3.2024 09:40
Tuttugu milljóna hámark sett á einstaklinga Hver einstaklingur má að hámarki kaupa í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir. Samkvæmt nýju frumvarpi um sölu bankans sem lagt hefur verið fyrir Alþingi verður áhersla lögð á að selja til einstaklinga, sem munu njóta forgangs við úthlutun. Viðskipti innlent 27.3.2024 18:23
Lok, lok og læs hjá Gló Veitingastaðnum Gló verður lokað í dag og lýkur þar með sautján ára rekstrarstögu hans. Gló hefur verið rekið í Austurstræti og Fákafeni undanfarin ár. Vinsælar vörur Gló verða áfram í boði á matseðli Saffran sem tekur við rekstri veitingastaðanna. Viðskipti innlent 27.3.2024 14:12
Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. Viðskipti innlent 27.3.2024 14:00
Hundrað þúsund kall á haus Íslandsbanki kemur til með að gefa öllum starfsmönnum sínum 100 þúsund króna sumargjöf. Um 700 manns starfa hjá bankanum, og því er um 70 milljóna króna útgjöld fyrir bankann að ræða. Viðskipti innlent 26.3.2024 22:55
Ísland ekki nógu spennandi áfangastaður fyrir Ryanair Forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair segir Keflavíkurflugvöll of dýran og Ísland ekki nógu spennandi áfangastað til þess að félagið geri landið að einum áfangastaða. Viðskipti innlent 26.3.2024 14:54
Yfirmaður hjá Alvotech fékk 300 milljóna kaupauka Framkvæmdastjóri þróunarsviðs Alvotech fékk kaupauka að andvirði rúmlega þrjú hundruð milljóna króna á dögunum. Viðskipti innlent 26.3.2024 13:31
Ráðinn nýr lögfræðingur hjá ÖBÍ Sigurður Árnason hefur verið ráðinn í starf lögfræðings hjá ÖBÍ réttindasamtökum. Viðskipti innlent 26.3.2024 12:53
Húsnæðisliðnum um að kenna en von á breytingum Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga er 6,8 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Hagfræðingur kennir húsnæðisliðnum um. Viðskipti innlent 26.3.2024 12:15
Fundar með Bankasýslunni í dag Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra segir næsta skref hjá sér, vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum, vera að funda með Bankasýslu ríkisins. Boðað hefur verið til fundar um málið í dag. Viðskipti innlent 26.3.2024 11:53
Bankasýslan þögul sem gröfin Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. Viðskipti innlent 26.3.2024 10:54