Viðskipti innlent

Boðaði til starfsmannafundar

Árni Sæberg skrifar
Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play.
Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/vilhelm

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, boðaði til starfsmannafundar í morgun þar sem hann fór yfir starfsmannamál og þær breytingar sem boðaðar hafa verið á rekstri félagsins. Aflýsing flugs til Parísar með fimmtán mínútna fyrirvara í morgun var vegna veikinda áhafnarmeðlims og tengist fundinum ekki.

Þetta segir Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi Play, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi frá aflýsingunni og starfsmannafundinum í morgun.

Í frétt Ríkisútvarpsins segir að Íslenska flugstéttafélagið, viðsemjandi Play, hafi sent félaginu erindi þar sem því hafi verið lýst yfir að félagið teldi Play myndu brjóta lög um réttarstöðu starfsmanna með boðuðum breytingum á rekstri Play. Play áformar að skila íslenska flugrekstrarleyfi sínu og gera út frá Möltu.

Haft er eftir Jóhanni Óskari Borgþórssyni, formanni Íslenska flugstéttafélagsins, að boðað hafi verið til fundar milli félagsins og Play og að hann sé bjartsýnn á útkomu fundarins.

Fréttin verður uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×