Viðskipti innlent

Hjó skarð í af­komuna

Veitingastaðirnir Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn, sem eru meðal annars í eigu matreiðslumeistarans Hrefnu Sætran, töpuðu samtals 109 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningum félaganna.

Viðskipti innlent

Seldi í Siggi's Skyr með 3,4 milljarða hagnaði

Eignarhaldsfélagið Eldhrímnir, sem er í eigu hjónanna Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, ásamt þremur börnum þeirra, hagnaðist um liðlega 3,4 milljarða króna á síðasta ári vegna sölu á hlut sínum í fyrirtækinu The Icelandic Milk and Skyr Corporation, betur þekktu sem Siggi's Skyr.

Viðskipti innlent

Undir­búa inn­reið á banka­markaðinn

Fjártæknifyrirtækið indó vinnur að umsókn um leyfi fyrir viðskiptabankastarfsemi. Fyrirtækið hyggst bjóða innlán sem eru tryggð að fullu með ríkisskuldabréfum og alfarið stafræna þjónustu. Stofnendurnir með víðtæka reynslu úr fj

Viðskipti innlent

Vill mýkja ásýnd Isavia

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að tengja þurfi betur saman þarfir viðskiptavina og framtíðarþróun Keflavíkurflugvallar. Fagfjárfesta þurfi að Isavia með sérþekkingu á rekstri flugvalla.

Viðskipti innlent

Viðskiptaráð segir brýnt að breyta samkeppnislögum

Viðskiptaráð Íslands telur brýnt að breyta samkeppnislögum. Veltuviðmið fyrir samruna séu margfalt lægri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Mál geti verið inni á borði Samkeppniseftirlitsins svo árum skiptir með tilheyrandi kostnaði. Um 40 prósentum af tíma eftirlitsins varið í samrunamál á síðasta ári.

Viðskipti innlent

Olíufélög bregðast við haldist heimsmarkaðsverð óbreytt

Íslensku olíufélögin segjast munu þurfa að hækka verð til neytenda ef skörp hækkun heimsmarkaðsverðs verður viðvarandi. Hækkunin muni þó ekki verða 20 prósent, eins og á mörkuðum erlendis, því að stór hluti verðsins sé föst gjöld. Heimsmarkaðsverðir hefur meiri áhrif á útgerðir og flugfélög.

Viðskipti innlent

Matthías keypti blokk á Akranesi af Heimavöllum hf.

Fjárfestirinn Matthías Imsland keypti nýlega fjórtán íbúða blokk á Akranesi af leigurisanum. Hann fjármagnaði kaupin með lánum til 50 ára frá Íbúðalánasjóði sem aðeins eru ætluð óhagnaðardrifnum leigufélögum. Slík félög þurfa að uppfylla ströng skilyrði en meðal annars eru arðgreiðslur bannaðar.

Viðskipti innlent

Fleiri kveðja Arion banka

Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka.

Viðskipti innlent