Ekkert fékkst greitt upp í forgangskröfur. Þær námu 153 milljónum króna. Almennar lýstar kröfur námu 462 milljónum króna og fengust ekki greiddar.
Verslunum Bílanausts var lokað þann 9. janúar 2019 og kom fram að lokað væri vegna breytinga. Í ljós kom að ástæða lokunar væri nokkur önnur en rekstrarvandræði fyrirtækisins höfðu verið vel kunn. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam rúmlega 300 milljónum króna. Var félagið gjaldþrota.
Fór svo að eigendur Toyota á Íslandi keyptu þrotabúið í gegnum fyrirtækið Motormax. Fram kom í tilkynningu að áformað væri að reka áfram verslanir Bílanausts í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Selfossi. Þá væri stefnt að opnun verslananna á Akureyri og Egilsstöðum síðar og hafa þær síðan verið opnaðar.