„Förum varlega nú þegar við erum komin á lokasprettinn“ Tinni Sveinsson skrifar 17. desember 2020 14:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti ræðu hjá Samtökum iðnaðarins í gær. Samtök iðnaðarins héldu í gær viðburð í tilefni þess að ár nýsköpunar er senn á enda. Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti ræðu af þessu tilefni þar sem hann hvatti landsmenn til dáða, bæði í virkjun hugvits og í baráttunni við heimsfaraldurinn. Í ársbyrjun blésu Samtök iðnaðarins formlega til Árs nýsköpunar hér á landi. Með viðburðinum í gær lauk því formlega og var af því tilefni frumsýnt myndband, sem sjá má hér fyrir neðan, þar sem Íslendingar eru hvattir til þess að virkja hugvitið í meira mæli en áður. Lausn faraldursins „Nýsköpun stendur fyrir að leita lausna. Um allan heim hafa vísindamenn unnið að lausnum. Leitað lyfja, lækninga, leitað að bóluefni. Lausn okkar vanda liggur í vísindum, rannsóknum, þekkingu, frumkvæði. Í nýsköpun. Við getum leyft okkur að horfa björtum augum fram á veg,“ sagði Guðni í ræðu sinni. Sýnum áfram samstöðuanda „Ár nýsköpunar er á enda runnið með formlegum hætti en andi nýsköpunar svífur enn yfir vötnum hér á landi. Okkur öllum til heilla,“ sagði forsetinn áður en hann óskaði landsmönnum gleðilegra jóla og hvatti þá til dáða. „Ég bið ykkur um að fara varlega nú þegar við erum komin á lokasprettinn, að því er vænta má, í þessari baráttu okkar. Á ég þá von á því að við sýnum áfram þann samstöðuanda sem við höfum búið yfir og hefur gert okkur kleyft að takast eins vel og unnt er á við vanda þess árs sem nú er senn á enda.“ Hægt er að horfa á útsendinguna frá viðburðinum í gær hér fyrir neðan. Auk ræðu forsetans flytja Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins, og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri ávörp. Sigríður Mogensen, sviðstjóri hugverkasviðs, var fundarstjóri. Nýsköpun Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Í ársbyrjun blésu Samtök iðnaðarins formlega til Árs nýsköpunar hér á landi. Með viðburðinum í gær lauk því formlega og var af því tilefni frumsýnt myndband, sem sjá má hér fyrir neðan, þar sem Íslendingar eru hvattir til þess að virkja hugvitið í meira mæli en áður. Lausn faraldursins „Nýsköpun stendur fyrir að leita lausna. Um allan heim hafa vísindamenn unnið að lausnum. Leitað lyfja, lækninga, leitað að bóluefni. Lausn okkar vanda liggur í vísindum, rannsóknum, þekkingu, frumkvæði. Í nýsköpun. Við getum leyft okkur að horfa björtum augum fram á veg,“ sagði Guðni í ræðu sinni. Sýnum áfram samstöðuanda „Ár nýsköpunar er á enda runnið með formlegum hætti en andi nýsköpunar svífur enn yfir vötnum hér á landi. Okkur öllum til heilla,“ sagði forsetinn áður en hann óskaði landsmönnum gleðilegra jóla og hvatti þá til dáða. „Ég bið ykkur um að fara varlega nú þegar við erum komin á lokasprettinn, að því er vænta má, í þessari baráttu okkar. Á ég þá von á því að við sýnum áfram þann samstöðuanda sem við höfum búið yfir og hefur gert okkur kleyft að takast eins vel og unnt er á við vanda þess árs sem nú er senn á enda.“ Hægt er að horfa á útsendinguna frá viðburðinum í gær hér fyrir neðan. Auk ræðu forsetans flytja Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins, og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri ávörp. Sigríður Mogensen, sviðstjóri hugverkasviðs, var fundarstjóri.
Nýsköpun Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur