Viðskipti innlent Hafa tryggt útgáfu íslenska tölvuleiksins Island of Winds Íslenski tölvuleikurinn Island of Winds (Eyja vindanna) sem framleiddur er af Parity Games hefur tryggt sér útgáfu. Útgefandinn er fyrirtækið ESDigital Games. Mun leikurinn koma út á heimsvísu samtímis á PC, PlayStation 5 og Xbox X/S á fyrsta árshluta 2025. Viðskipti innlent 29.4.2024 11:22 Verðbólgan úr sex prósentum í ár í 3,5 prósent árið 2026 Verðbólgan hefur náð hámarki en mun hjaðna hægt og ekki fara niður fyrir efri vikmörk Seðlabanka Íslands fyrr en árið 2026. Þá verða stýrivextir ekki lækkaðir fyrr en á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Viðskipti innlent 29.4.2024 09:12 Vilja gera tilraunir með orkuframleiðslu í geimnum á Íslandi Fyrstu tilraunir með orkuframleiðslu í geimnum til nota á jörðu niðri gætu farið fram á Íslandi samkvæmt nýjum samstarfssamningi sem íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs hefur gert við breska fyrirtækið Space Solar. Viðskipti innlent 29.4.2024 08:14 Reksturinn þungur í kjölfar „yfirgangs og afskipta lögreglu“ Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðanna B5 og Exit og áfengisverslunarinnar Nýju vínbúðarinnar, segir rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. Viðskipti innlent 26.4.2024 17:35 Fjármálastjóri Play segir upp Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, lætur af störfum að eigin ósk. Ólafur mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs þar til eftirmaður hans tekur við. Viðskipti innlent 26.4.2024 16:14 Tryggðu sér 300 milljóna króna fjármögnun Sprotafyrirtækið Prescriby, sem þróar hugbúnaðarlausn til að veita öruggari meðferðir uppáskrifaðra ópíóíða og annarra sterkra lyfja, tilkynnti í dag 300 milljóna króna fjármögnun leidda af Crowberry Capital. Viðskipti innlent 26.4.2024 15:40 Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað. Viðskipti innlent 26.4.2024 14:42 Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. Viðskipti innlent 26.4.2024 13:24 Töpuðu þremur milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Tekjur PLAY á fyrsta fjórðungi ársins voru 7,6 milljarðar króna. Það er aukning um 66 prósent, borið saman við sama fjórðung í fyrra, þegar tekjurnar voru 4,6 milljarðar króna. Rekstarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta var þó neikvæð um 2,9 milljarða á árshlutanum. Viðskipti innlent 24.4.2024 17:51 Farsímatekjur undir væntingum Reiknað er með því að EBIT afkoma Sýnar á fyrsta ársfjórðungi verði umtalsvert minni en samanborið við sama tímabil í fyrra eða sem nemur rúmum 308 milljónum króna. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun til Kauphallar. Áætluð EBIT afkoma verður um 120 milljónir króna en var 428 á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 24.4.2024 17:08 Hæstiréttur sker úr um hvort taka hafi mátt bjór úr hillum Hæstiréttur hefur fallist á beiðni áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. um áfrýjunarleyfi í máli þess á hendur ÁTVR. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi mátt taka tvær tegundir af bjór úr hillum vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra. Viðskipti innlent 24.4.2024 16:50 Samþykkja helming umsókna um sölu eigna fyrir lok vikunnar Stefnt er að því að lokið verði við að samþykkja helming umsókna Grindvíkinga um að ríkið kaupi íbúðarhúsnæði þeirra fyrir lok þessarar viku. Þegar hafa verið samþykkt kaup á 263 fasteignum í Grindavík fyrir um tuttugu milljarða króna. Viðskipti innlent 24.4.2024 15:27 Selma nýr formaður Kvenna í orkumálum Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður hjá Landsvirkjun, var kjörin formaður stjórnar Kvenna í orkumálum (KÍO) á aðalfundi félagsins þann 22. apríl. Selma tekur við af Hildi Harðardóttur. Viðskipti innlent 24.4.2024 13:02 Verðbólgan minnkar en vextirnir hækka Arion banki hefur ákveðið að hækka vexti á verðtryggðum íbúðalánum með föstum vöxtum um hálft prósentustig. Á föstudaginn lækka innlánsvextir veltureikninga um allt að 0,85 prósentustig. Viðskipti innlent 24.4.2024 10:17 Minnsta verðbólga í rúm tvö ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,55 prósent á milli mars og apríl. Verðbólga undanfarinna tólf mánaða mælist nú sex prósent og heldur áfram að hjaðna. Viðskipti innlent 24.4.2024 09:18 Tekjuhæsti fyrsti ársfjórðungur í sögu Icelandair Heildartekjur Icelandair á fyrsta ársfjórðungi jukust um ellefu prósent á milli ára og námu 35,8 milljörðum króna. Var þetta tekjuhæsti fyrsti ársfjórðungur í sögu félagsins. Afkoma fjórðungsins var neikvæð um 9,5 milljarða króna samanborið við 8,5 milljarða í fyrra. Viðskipti innlent 23.4.2024 19:59 Hefja viðræður um kaup á 47 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði Stjórn Kaldalóns hf. hefur samþykkt að hefja viðræður við Regin hf. um möguleg kaup á fasteignum sem telja samanlagt um 47 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 23.4.2024 14:24 Reynslunni ríkari og opnar Wilson‘s Pizza á ný Wilson‘s Pizza mun opna aftur á Íslandi á morgun eftir níu ára fjarveru á markaði. Staðurinn verður staðsettur í Minigarðinum í Skútuvogi í Reykjavík. Viðskipti innlent 23.4.2024 14:19 Stefna að opnun Fiskbúðarinnar við Sundlaugaveg í maí Unnið er að því að fá nýja rekstraraðilar til að taka við rekstri Fiskbúðarinnar við Sundlaugaveg. Stefnt er á að opna verslunina aftur þann 15. maí. Það kemur fram í tilkynningu í glugga verslunarinnar í dag. Viðskipti innlent 23.4.2024 14:07 Anna Kristín nýr framkvæmdastjóri hjá atNorth Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar (e. CDO, Chief Development Officer) gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth. Viðskipti innlent 23.4.2024 11:11 Oculis komið á markað Viðskipti með verðbréf líftæknifyrirtækisins Oculis Holding AG eru hafin í Kauphöllinni. Félagið var áður skráð á markað í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 23.4.2024 10:03 Viðskipti með bréf í Oculis hefjast á morgun Bréf í augnlyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis Holding AG verða tekin til viðskipta í Kauphöllinni á morgun. Viðskipti innlent 22.4.2024 14:04 Hættir sem fjármálastýra Ljósleiðarans Halla Björg Haraldsdóttir, fjármálastýra Ljósleiðarans, hefur látið af störfum hjá félaginu. Viðskipti innlent 22.4.2024 13:49 Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Grænna skáta Jón Ingvar Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Grænna skáta. Viðskipti innlent 22.4.2024 10:17 Fækkuðu tímum í skriffinnsku um tugi klukkustunda á mánuði Hjúkrunarfræðingum hefur tekist að minnka skriffinnsku um margar klukkustundir með notkun smáforritsins Iðunnar. Í forritinu eru forskráð verkefni sem starfsfólk hakar við að loknu verki. Forritið minnkar skriffinnsku og eykur yfirsýn að mati rannsakanda. Viðskipti innlent 20.4.2024 15:36 Breytinga þörf eigi Landsbankinn ekki að keppa á markaði Fráfarandi bankaráð Landsbankans segir hluthafa þurfa að breyta tilgangi félagsins ef hlutverk hans á ekki að vera að taka þátt í samkeppni á fjármálamarkaði. Kaup á TM hafi samræmst eigendastefnu ríkisins því þau hámari virði eignarhluts ríkisins. Viðskipti innlent 19.4.2024 21:09 Jón nýr formaður bankaráðs Landsbankans Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár. Viðskipti innlent 19.4.2024 18:15 Sýn hættir við að selja vefmiðla og útvarp Stjórn Sýnar er hætt við að skoða frekar sölu á vefmiðla- og útvarpseiningu sinni. Forstjóri félagsins segir mikil verðmæti fyrir Sýn að hafa einigarnar áfram innan Sýnar. Viðskipti innlent 19.4.2024 17:22 Sólin sest fyrir fullt og allt á Sælunni Sólbaðsstofan Sælan hefur lokað stöðum sínum og hefur fyrirtækið verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag. Viðskipti innlent 19.4.2024 16:56 Opna verslun á Keflavíkurflugvelli þar sem Arion var áður Húrra Reykjavík mun opna nýja fataverslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor, í sama rými og Arion banki var áður. Verslunin mun þar bjóða upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir gesti á leið sinni úr landi. Viðskipti innlent 19.4.2024 14:40 « ‹ 22 23 24 25 26 27 28 29 30 … 334 ›
Hafa tryggt útgáfu íslenska tölvuleiksins Island of Winds Íslenski tölvuleikurinn Island of Winds (Eyja vindanna) sem framleiddur er af Parity Games hefur tryggt sér útgáfu. Útgefandinn er fyrirtækið ESDigital Games. Mun leikurinn koma út á heimsvísu samtímis á PC, PlayStation 5 og Xbox X/S á fyrsta árshluta 2025. Viðskipti innlent 29.4.2024 11:22
Verðbólgan úr sex prósentum í ár í 3,5 prósent árið 2026 Verðbólgan hefur náð hámarki en mun hjaðna hægt og ekki fara niður fyrir efri vikmörk Seðlabanka Íslands fyrr en árið 2026. Þá verða stýrivextir ekki lækkaðir fyrr en á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Viðskipti innlent 29.4.2024 09:12
Vilja gera tilraunir með orkuframleiðslu í geimnum á Íslandi Fyrstu tilraunir með orkuframleiðslu í geimnum til nota á jörðu niðri gætu farið fram á Íslandi samkvæmt nýjum samstarfssamningi sem íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs hefur gert við breska fyrirtækið Space Solar. Viðskipti innlent 29.4.2024 08:14
Reksturinn þungur í kjölfar „yfirgangs og afskipta lögreglu“ Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðanna B5 og Exit og áfengisverslunarinnar Nýju vínbúðarinnar, segir rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. Viðskipti innlent 26.4.2024 17:35
Fjármálastjóri Play segir upp Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, lætur af störfum að eigin ósk. Ólafur mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs þar til eftirmaður hans tekur við. Viðskipti innlent 26.4.2024 16:14
Tryggðu sér 300 milljóna króna fjármögnun Sprotafyrirtækið Prescriby, sem þróar hugbúnaðarlausn til að veita öruggari meðferðir uppáskrifaðra ópíóíða og annarra sterkra lyfja, tilkynnti í dag 300 milljóna króna fjármögnun leidda af Crowberry Capital. Viðskipti innlent 26.4.2024 15:40
Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað. Viðskipti innlent 26.4.2024 14:42
Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. Viðskipti innlent 26.4.2024 13:24
Töpuðu þremur milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Tekjur PLAY á fyrsta fjórðungi ársins voru 7,6 milljarðar króna. Það er aukning um 66 prósent, borið saman við sama fjórðung í fyrra, þegar tekjurnar voru 4,6 milljarðar króna. Rekstarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta var þó neikvæð um 2,9 milljarða á árshlutanum. Viðskipti innlent 24.4.2024 17:51
Farsímatekjur undir væntingum Reiknað er með því að EBIT afkoma Sýnar á fyrsta ársfjórðungi verði umtalsvert minni en samanborið við sama tímabil í fyrra eða sem nemur rúmum 308 milljónum króna. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun til Kauphallar. Áætluð EBIT afkoma verður um 120 milljónir króna en var 428 á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 24.4.2024 17:08
Hæstiréttur sker úr um hvort taka hafi mátt bjór úr hillum Hæstiréttur hefur fallist á beiðni áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. um áfrýjunarleyfi í máli þess á hendur ÁTVR. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi mátt taka tvær tegundir af bjór úr hillum vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra. Viðskipti innlent 24.4.2024 16:50
Samþykkja helming umsókna um sölu eigna fyrir lok vikunnar Stefnt er að því að lokið verði við að samþykkja helming umsókna Grindvíkinga um að ríkið kaupi íbúðarhúsnæði þeirra fyrir lok þessarar viku. Þegar hafa verið samþykkt kaup á 263 fasteignum í Grindavík fyrir um tuttugu milljarða króna. Viðskipti innlent 24.4.2024 15:27
Selma nýr formaður Kvenna í orkumálum Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður hjá Landsvirkjun, var kjörin formaður stjórnar Kvenna í orkumálum (KÍO) á aðalfundi félagsins þann 22. apríl. Selma tekur við af Hildi Harðardóttur. Viðskipti innlent 24.4.2024 13:02
Verðbólgan minnkar en vextirnir hækka Arion banki hefur ákveðið að hækka vexti á verðtryggðum íbúðalánum með föstum vöxtum um hálft prósentustig. Á föstudaginn lækka innlánsvextir veltureikninga um allt að 0,85 prósentustig. Viðskipti innlent 24.4.2024 10:17
Minnsta verðbólga í rúm tvö ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,55 prósent á milli mars og apríl. Verðbólga undanfarinna tólf mánaða mælist nú sex prósent og heldur áfram að hjaðna. Viðskipti innlent 24.4.2024 09:18
Tekjuhæsti fyrsti ársfjórðungur í sögu Icelandair Heildartekjur Icelandair á fyrsta ársfjórðungi jukust um ellefu prósent á milli ára og námu 35,8 milljörðum króna. Var þetta tekjuhæsti fyrsti ársfjórðungur í sögu félagsins. Afkoma fjórðungsins var neikvæð um 9,5 milljarða króna samanborið við 8,5 milljarða í fyrra. Viðskipti innlent 23.4.2024 19:59
Hefja viðræður um kaup á 47 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði Stjórn Kaldalóns hf. hefur samþykkt að hefja viðræður við Regin hf. um möguleg kaup á fasteignum sem telja samanlagt um 47 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 23.4.2024 14:24
Reynslunni ríkari og opnar Wilson‘s Pizza á ný Wilson‘s Pizza mun opna aftur á Íslandi á morgun eftir níu ára fjarveru á markaði. Staðurinn verður staðsettur í Minigarðinum í Skútuvogi í Reykjavík. Viðskipti innlent 23.4.2024 14:19
Stefna að opnun Fiskbúðarinnar við Sundlaugaveg í maí Unnið er að því að fá nýja rekstraraðilar til að taka við rekstri Fiskbúðarinnar við Sundlaugaveg. Stefnt er á að opna verslunina aftur þann 15. maí. Það kemur fram í tilkynningu í glugga verslunarinnar í dag. Viðskipti innlent 23.4.2024 14:07
Anna Kristín nýr framkvæmdastjóri hjá atNorth Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar (e. CDO, Chief Development Officer) gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth. Viðskipti innlent 23.4.2024 11:11
Oculis komið á markað Viðskipti með verðbréf líftæknifyrirtækisins Oculis Holding AG eru hafin í Kauphöllinni. Félagið var áður skráð á markað í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 23.4.2024 10:03
Viðskipti með bréf í Oculis hefjast á morgun Bréf í augnlyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis Holding AG verða tekin til viðskipta í Kauphöllinni á morgun. Viðskipti innlent 22.4.2024 14:04
Hættir sem fjármálastýra Ljósleiðarans Halla Björg Haraldsdóttir, fjármálastýra Ljósleiðarans, hefur látið af störfum hjá félaginu. Viðskipti innlent 22.4.2024 13:49
Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Grænna skáta Jón Ingvar Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Grænna skáta. Viðskipti innlent 22.4.2024 10:17
Fækkuðu tímum í skriffinnsku um tugi klukkustunda á mánuði Hjúkrunarfræðingum hefur tekist að minnka skriffinnsku um margar klukkustundir með notkun smáforritsins Iðunnar. Í forritinu eru forskráð verkefni sem starfsfólk hakar við að loknu verki. Forritið minnkar skriffinnsku og eykur yfirsýn að mati rannsakanda. Viðskipti innlent 20.4.2024 15:36
Breytinga þörf eigi Landsbankinn ekki að keppa á markaði Fráfarandi bankaráð Landsbankans segir hluthafa þurfa að breyta tilgangi félagsins ef hlutverk hans á ekki að vera að taka þátt í samkeppni á fjármálamarkaði. Kaup á TM hafi samræmst eigendastefnu ríkisins því þau hámari virði eignarhluts ríkisins. Viðskipti innlent 19.4.2024 21:09
Jón nýr formaður bankaráðs Landsbankans Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár. Viðskipti innlent 19.4.2024 18:15
Sýn hættir við að selja vefmiðla og útvarp Stjórn Sýnar er hætt við að skoða frekar sölu á vefmiðla- og útvarpseiningu sinni. Forstjóri félagsins segir mikil verðmæti fyrir Sýn að hafa einigarnar áfram innan Sýnar. Viðskipti innlent 19.4.2024 17:22
Sólin sest fyrir fullt og allt á Sælunni Sólbaðsstofan Sælan hefur lokað stöðum sínum og hefur fyrirtækið verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag. Viðskipti innlent 19.4.2024 16:56
Opna verslun á Keflavíkurflugvelli þar sem Arion var áður Húrra Reykjavík mun opna nýja fataverslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor, í sama rými og Arion banki var áður. Verslunin mun þar bjóða upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir gesti á leið sinni úr landi. Viðskipti innlent 19.4.2024 14:40