Viðskipti innlent

Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí

Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst.

Viðskipti innlent

Dineout í útrás með aðstoð Tix

Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout hefur tryggt sér fjármögnun frá miðasölufyrirtækinu Tix EU sem kemur inn sem hluthafi. Forstjóri og einn stofnenda Dineout, sem heldur úti hugbúnaðarlausnum fyrir veitingastaði og hótel, segir að samstarfið muni hjálpa fyrirtækinu í útrás sinni á erlenda markaði.

Viðskipti innlent

TT3 kaupir Ormsson og SRX

TT3 ehf. hefur keypt allt hlutafé í raftækjaheildversluninni SRX ehf. og Ormsson ehf. Með kaupunum munu fyrirtækin SRX ehf. og Ormsson ehf. verða sameinuð sem mun gefa mikla möguleika á kostnaðarhagræðingu og aukinni hagkvæmni vegna stærðar og breiddar, segir í tilkynningu. Kaupin hafa verið samþykkt af Samkeppniseftirlitinu.

Viðskipti innlent

Ásthildur er nýr stjórnarformaður Kaptio

Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Kaptio. Hún tekur við af Eggerti Claessen sem hefur verið formaður frá 2016. Kaptio er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki á sviði bókunar- og viðskiptatengslahugbúnaðar fyrir ferðaþjónustu.

Viðskipti innlent

Sam­fé­lagið hefur ekki efni á að 2020 endur­taki sig

Íslenskt atvinnulíf kallar eftir trúverðugri langtímastefnu frá stjórnvöldum þegar tíðni alvarlegra veikinda á meðal bólusettra skýrist um miðjan næsta mánuð. Hvorki atvinnulífið né almenningur hafi efni á að hverfa aftur til ástands á borð við það sem ríkti hér á síðasta ári.

Viðskipti innlent

Tvöfalt fleiri hótelgistinætur en í fyrra

Greiddum gistinóttum á öllum tegundum gististaða fjölgaði um 64 prósent í júní síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af fjölgaði gistinóttum á hótelum um 108 prósent milli ára, um 62 prósent á gistiheimilum og um 37 prósent á öðrum tegundum skráðra gististaða á borð við tjaldsvæði og orlofshús.

Viðskipti innlent

„Við erum ekki landamæraeftirlit“

Þeir sem ekki geta framvísað neikvæðu kórónuveiruprófi við byrðingu í flug með flugfélaginu Play, verður ekki hleypt um borð á leið til Íslands. Forstjóri félagsins segir ákvörðunina innan lagalegs ramma enda sinni flugfélagið ekki landamæraeftirliti. 

Viðskipti innlent