Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni Snorri Másson skrifar 4. desember 2022 11:55 Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins (f.m.) á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á dögunum. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar ræddi um þá gagnrýni sem hefur komið fram á hendur Bankasýslunni fyrir framkvæmd á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann var spurður hvort honum þætti að stjórnmálamenn sem voru ábyrgir fyrir aðgerðinni hafi viljað skella skuldinni á framkvæmdaraðilann. „Við náttúrulega erum framkvæmdaraðilinn. Og síðan þegar það kemur upp þessi ádeila á útboðið fljótlega eftir að það átti sér stað, þá tóku menn þann pól í hæðina að það væri kannski ágætt að benda á einhvern annan heldur en stjórnmálamennina en við erum alveg með bak til að taka það. En hins vegar er það bara þannig að þetta útboð tókst gríðarlega vel og ef þetta er ekki bara farsælasta útboð sögunnar þá allavega eitt af þeim,“ sagði Lárus Lárus sagði útboðið mjög vel heppnað og jafnvel betur heppnað en frumútboðið. Eftir stendur gagnrýni að hans sögn á að nefndum þingsins hafi ekki verið gerð nægileg grein fyrir útboðsaðferðinni sem til stóð að styðjast við - svo og því að gert yrði frávik á verðinu við söluna, sem sagt gefinn afsláttur í útboðinu. Þeim hafi sannarlega verið gerð grein fyrir þessu, en að þegar umræðan hafi hafist eftir á, hafi menn gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki fengið nægar upplýsingar. Þær hafi fengið sömu upplýsingar og ráðherranefnd, sem hefur sagt að sú upplýsingagjöf hafi verið fullnægjandi. „Ef nefndum hefur fundist eins og eitthvað hafi vantað upp á kynninguna áttu þeir auðvitað bara að kalla eftir okkur og ráðuneytisstarfsfólkinu aftur eða bara sérfræðingum til að uppfræða sig, en það er ekki valkostur að segja bara: Við skiljum ekkert í þessu og þar við situr. Það er bara ekki valkostur fyrir nefndir Alþingis,“ sagði Lárus. Hlusta má á viðtalið við Lárus í Sprengisandi í spilaranum hér fyrir neðan. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar ræddi um þá gagnrýni sem hefur komið fram á hendur Bankasýslunni fyrir framkvæmd á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann var spurður hvort honum þætti að stjórnmálamenn sem voru ábyrgir fyrir aðgerðinni hafi viljað skella skuldinni á framkvæmdaraðilann. „Við náttúrulega erum framkvæmdaraðilinn. Og síðan þegar það kemur upp þessi ádeila á útboðið fljótlega eftir að það átti sér stað, þá tóku menn þann pól í hæðina að það væri kannski ágætt að benda á einhvern annan heldur en stjórnmálamennina en við erum alveg með bak til að taka það. En hins vegar er það bara þannig að þetta útboð tókst gríðarlega vel og ef þetta er ekki bara farsælasta útboð sögunnar þá allavega eitt af þeim,“ sagði Lárus Lárus sagði útboðið mjög vel heppnað og jafnvel betur heppnað en frumútboðið. Eftir stendur gagnrýni að hans sögn á að nefndum þingsins hafi ekki verið gerð nægileg grein fyrir útboðsaðferðinni sem til stóð að styðjast við - svo og því að gert yrði frávik á verðinu við söluna, sem sagt gefinn afsláttur í útboðinu. Þeim hafi sannarlega verið gerð grein fyrir þessu, en að þegar umræðan hafi hafist eftir á, hafi menn gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki fengið nægar upplýsingar. Þær hafi fengið sömu upplýsingar og ráðherranefnd, sem hefur sagt að sú upplýsingagjöf hafi verið fullnægjandi. „Ef nefndum hefur fundist eins og eitthvað hafi vantað upp á kynninguna áttu þeir auðvitað bara að kalla eftir okkur og ráðuneytisstarfsfólkinu aftur eða bara sérfræðingum til að uppfræða sig, en það er ekki valkostur að segja bara: Við skiljum ekkert í þessu og þar við situr. Það er bara ekki valkostur fyrir nefndir Alþingis,“ sagði Lárus. Hlusta má á viðtalið við Lárus í Sprengisandi í spilaranum hér fyrir neðan.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira