Viðskipti erlent

Meint veikindi Steve Jobs rýra verð Apple

Hlutabréf í hugbúnaðarfyrirtækinu Apple féllu um tæplega fjögur prósentustig í gær þegar fréttir bárust af því að forstjóri fyrirtækisins, Steve Jobs, ætti við veikindi að stríða og myndi ekki flytja árlegt ávarp sitt á tæknisýningu Apple sem nú nálgast óðum.

Viðskipti erlent

Chrysler stöðvar framleiðslu á morgun

Chrysler-verksmiðjurnar hætta allri bílaframleiðslu á morgun og munu ekki framleiða svo mikið sem eitt tannhjól í bíl í að minnsta kosti mánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn Chrysler sendi starfsmönnum sínum og birgjum í gær.

Viðskipti erlent

Evrópsk lyfjafyrirtæki brjóta ekki samkeppnislög

Engar vísbendingar eru um að samkeppnislög hafi verið brotin af evrópskum lyfjafyrirtækjum. Þetta kemur skýrt fram í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem nýverið var gefin út í kjölfar húsleitar og rannsóknar á samkeppnisumhverfi evrópskra lyfjafyrirtækja fyrr á þessu ári.

Viðskipti erlent

Lækkanir áberandi hjá námu- og málmfyrirtækjum

Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í morgun og voru lækkanir hjá námu- og málmvinnslufyrirtækjum áberandi. Til dæmis lækkuðu bréf japanska stálrisans JFE um tæp sex prósentustig, námufyrirtækið Billington lækkaði einnig og kolaframleiðandinn Macarthur lækkaði um heil 22 prósentustig.

Viðskipti erlent

Salan á hótel D’Angleterre fyrir rétt í Kaupmannahöfn

Í dag hefjast réttarhöld í Kaupmannahöfn vegna sölunnar á hótel D’Angleterre, og fleiri eignum, til Nordic Partners sem er í eigu Íslendinga. Það er fasteignasali sem stefnt hefur fyrri eigendum D’Angleterre, Remmen fjölskyldunni. Telur fasteignasalinn sig eiga inni söluþóknun hjá fjölskyldunni.

Viðskipti erlent

Beðið eftir stýrivaxtalækkun vestanhafs

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í dag. Helsta skýringin á því er eftirskjálfti af völdum handtöku Bernands Madoffs, sem var handtekinn í síðustu viku vegna fjármálasvindls. Þá vofir enn yfir hugsanlega slæm tíðindi af bílaiðnaðinum í Bandaríkjunum eftir að bandaríkjaþing hafnaði forsvarsmönnum bílarisanna þriggja um neyðarlán sem myndi ýta þeim yfir erfiðasta hjallan framhjá hugsanlegu gjaldþroti.

Viðskipti erlent

Skip Atlantic Petroleum fær vopnaða vernd á Aden-flóanum

Atlantic Petroleum hefur fengið afhent olíuframleiðslu-og geymsluskipið Aoka Mizu frá skipasmíðastöð í Singapore. Ætlunin er að flytja það frá Singapore til Rotterdam á næstunni. Leið skipsins mun liggja um Aden-flóann og segir Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic að á þeirri leið muni skipið fá vopnaða vernd.

Viðskipti erlent

Hitnar í kolunum hjá Carnegie, forstjórinn hættir

Anders Fällman forstjóri móðurfélags Carnegie bankans hefur látið af störfum. Þessa ákvörðun tók hann eftir að Bo Lundgren forstjóri Lánastofnunnar sænska ríkisins (Riksgälden) hraunaði yfir hann í sjónvarpsviðtali fyrir helgina. Milestone á hlut í Carnegie í gegnum félag sitt Moderna Finans.

Viðskipti erlent