Fjármálakreppan á Íslandi kemur við kaunin á Dönum 27. janúar 2009 13:50 Danskt efnahagslíf finnur verulega fyrir fjármálakeppunni á Íslandi. Danir telja að útflutningur þeirra til Íslands muni minnka um 17% í ár og þar með munu tekjur upp á hálfan milljarð danskra kr. eða um tæpa 11 milljarða kr. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að fyrir utan tapið í útflutningnum megi svo nefna minnkandi umsvif danskra fyrirtækja á Íslandi. Hið stærsta þeirra er Ístak sem er í eigu verktakafyrirtækisins Phil og Sön. Þar á bæ reikna menn með að umsvifin á Íslandi muni dragast saman um hálfan milljarð kr. sökum kreppunnar. Sú tala er ekki inn í töpuðum útflutningstekjum þar sem Ístak er skráð á Íslandi. Rætt er við Sören Langvad forstjóra Phil og Sön um málið sem segir að rekstur Ístak sé um 15% af heildarveltu fyrirtækisins. Og að áætlað sé að veltan á Íslandi muni minnka um helming í ár. "Við vonum að við getum boðið íslenskum starfsmönnum okkar vinnu í staðinn í einhverjum af þeim tuttugu löndum sem við störfum í," segir Langvad. "En ef starfsmennirnir geta ekki af einhverjum ástæðum flutt frá Íslandi er ekki mikið sem við getum gert." Einnig er rætt við Claus Winther markaðsstjóra Idealcombi, sem framleiðir glugga og fleira og hefur flutt töluvert af vörum til Íslands. Winther segir að þeir telji sig heppna ef útflutningur þeirra til Íslands minnki ekki um meir en 70% í ár miðað við árið í fyrra. Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Danskt efnahagslíf finnur verulega fyrir fjármálakeppunni á Íslandi. Danir telja að útflutningur þeirra til Íslands muni minnka um 17% í ár og þar með munu tekjur upp á hálfan milljarð danskra kr. eða um tæpa 11 milljarða kr. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að fyrir utan tapið í útflutningnum megi svo nefna minnkandi umsvif danskra fyrirtækja á Íslandi. Hið stærsta þeirra er Ístak sem er í eigu verktakafyrirtækisins Phil og Sön. Þar á bæ reikna menn með að umsvifin á Íslandi muni dragast saman um hálfan milljarð kr. sökum kreppunnar. Sú tala er ekki inn í töpuðum útflutningstekjum þar sem Ístak er skráð á Íslandi. Rætt er við Sören Langvad forstjóra Phil og Sön um málið sem segir að rekstur Ístak sé um 15% af heildarveltu fyrirtækisins. Og að áætlað sé að veltan á Íslandi muni minnka um helming í ár. "Við vonum að við getum boðið íslenskum starfsmönnum okkar vinnu í staðinn í einhverjum af þeim tuttugu löndum sem við störfum í," segir Langvad. "En ef starfsmennirnir geta ekki af einhverjum ástæðum flutt frá Íslandi er ekki mikið sem við getum gert." Einnig er rætt við Claus Winther markaðsstjóra Idealcombi, sem framleiðir glugga og fleira og hefur flutt töluvert af vörum til Íslands. Winther segir að þeir telji sig heppna ef útflutningur þeirra til Íslands minnki ekki um meir en 70% í ár miðað við árið í fyrra.
Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira