Viðskipti erlent

Hlutabréf lækka víða vegna taps Skotlandsbanka

Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og það sama gerðu bréf á Wall Street og í Bretlandi í gær eftir að fréttir bárust af gríðarlegu tapi Skotlandsbanka en fjárfestar óttast að mun fleiri fjármálastofnanir séu á sömu leið.

Viðskipti erlent

Breskir bankar á fallandi fæti

Hlutabréf banka og fjármálastofnana í Bretlandi hríðféllu á mörkuðum í gær. Fallið varð þrátt fyrir nýja áætlun til bjargar fjármálakerfinu sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, kynnti í gær.

Viðskipti erlent

Íhaldsstjóri ráðlagði Bretum að leggja inn á Icesave

Michael Spencer fjármálastjóri breska Íhaldsflokksins ráðlagði sveitarstjórnum í Bretlandi að leggja fé sitt inn á Icesave reikninga Landsbankans þar í landi og Edge hjá Kaupþingi. Jafnframt þáði hann umboðslaun frá þessum bönkum fyrir hvern viðskiptavin sem hann útvegaði þeim.

Viðskipti erlent

Pólskur banki afskrifar lán á Íslandi

Það bætist stöðugt við þá flóru landa þar sem bankar og fjármálafyrirtæki þurfa að afskrifa milljónir eða milljarða vegna hruns íslenska bankakerfisins. Nú hefur BRE bankinn í Póllandi bætst í hópinn en hann er þriðji stærsti banki Póllands.

Viðskipti erlent

Bretar reyna að bjarga bankakerfinu

Stjórnvöld í Bretlandi kynnu í morgun nýjar aðgerðir til bjargar bankakerfinu þar í landi. Þetta er í annað sinn sem það er gert á þremur mánuðum. Með þessu á að fá fjármálastofnanir til að lána fólki og fyrirtækjum aftur.

Viðskipti erlent

Norðmenn undirbúa sig fyrir umsókn Íslands í ESB

Norska sjávarútvegsráðuneytið undirbýr sig nú fyrir væntanlegar aðildarviðræður Íslands að Evrópubandalaginu. "Við trúum því að skynsamlegt sé að vera undirbúin fyrir þetta," segir Magnor Nerheim skrifstofustjóri ráðuneytisins í samtali við Aftenposten.

Viðskipti erlent

Asísk hlutabréf hækka í verði

Hlutabréf í Asíu hækkuðu í verði í morgun og leiddu fjármálafyrirtæki þá hækkun. Bréf japanska bílaframleiðandans Honda hækkuðu samhliða veikingu jensins þar sem rúmlega helmingur sölutekna fyrirtækisins á rót sína í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Circuit City lokar hátt í 600 verslunum

Raftækjaverslunarkeðjan Circuit City tilkynnti í gær að verslunin myndi loka 567 verslunum í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að 34 þúsund störf munu tapast. Áður höfðu eigendur fyrirtækisins gert árangurslausa tilraun til að selja það.

Viðskipti erlent

Hækkun á Wall Street í dag

Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í dag og er ástæðan einkum rakin til hækkunar á orkufyrirtækjum eftir að ljóst varð að olía væri örlítð að hækka í verði. Einnig er talið að fjárfestar horfi björtum augum á ýmsar björgunaraðgerðir í efnahagslífinu.

Viðskipti erlent

Bankarisi í algjörum mínus

Bank of America, langstærsti banki Bandaríkjanna, tæpaði 1,8 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 230 milljarða króna, á fjórða og síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er fyrsta tap bankans í um átján ár.

Viðskipti erlent

Hækkun í Asíu eftir dimma viku

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun eftir fremur dapra viku. Japanska jenið veiktist töluvert gagnvart dollaranum sem skilaði sér í aukinni sölu japansks varnings í Bandaríkjunum og víðar. Þetta leiddi til hækkunar japanskra tæknifyrirtækja og bílaframleiðenda og þokaðist Nikkei-vísitalan upp um 2,1 prósent. Bréf Honda-verksmiðjanna hækkuðu einna mest eða um 7,4 prósent.

Viðskipti erlent

Danski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í 3%

Danski seðlabankinn (Nationalbanken) tók aðeins dýpra í árinni en evrópski seðlabankinn og lækkaði stýrivexti sína um 0,75 prósentustig niður í 3%. Minnkaði þar með munurinn á vöxtum þessara banka eins og sérfræðingar höfðu raunar gert ráð fyrir.

Viðskipti erlent