Viðskipti erlent

Riksbanken hagnaðist á gjaldmiðlasamningi við SÍ

Freyr Hermannsson sérfræðingur hjá alþjóða- og markaðsdeild Seðlabanka Íslands segir að frétt sem birt var á vísir.is í gær um milljarðatap norrænna seðlabanka af gjaldmiðlaskiptasamningum þeirra við Seðlabanka Íslands (SÍ) sé röng. Hið rétta sé að seðlabanki Svíþjóðar, Riksbanken, hafi hagnast á samningi sínum.

Raunar muni Riksbanken senda viðkomandi fjölmiðlum, Dagens Industri í Svíþjóð og Berlinske Tidende í Danmörku leiðréttingu vegna frétta þeirra af málinu.

Freyr segir að rangfærslurnar séu vegna þess að blaðamennirnir skilji ekki reikningsskil. Þeir skoði aðeins stöður sem myndast vegna skiptasamnings en taka ekki mið af því að á móti kemur staða sem birtist í gjaldeyrisforða.

Tapið af skiptasamningnum, 352 milljónir sænskra króna, er vegna styrkingar krónunnar (ekki veikingar eins og haldið er fram). Á móti komi svo 354 milljóna sænskra króna hagnaður í gjaldeyrisforða sem ekki er minnst á.

Í töflu 4 í ársskýrslu Riksbanken komi fram að hagnaður (avkastning) af skiptasamningi við Seðlabanka Íslands sé 2 milljónir sænskra króna. Þetta sé staðfest í skýringum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×