Viðskipti erlent

Þekkt úr John F. Kennedy og Onassis á uppboð

Úr sem áður var í eigu John F. Kennedy og síðar Aristotle Onassis verður sett á uppboð í London á næstunni. Reiknað er með að úrið, sem er gullúr af gerðinni Nastrix, muni seljast á allt að yfir 20 milljón kr..

John F. Kennedy fékk úrið upphaflega að gjöf árið 1963 er hann var forseti Bandaríkjanna. Gefandinn voru hjónin David og Evangeline Bruce, áhrifafólk í Washington á þessum tíma. Úrið er vatnsþétt og var Kennedy vanur að bera það er hann stakk sér til sunds í sundlaug Hvíta hússins.

Eftir að Kennedy var myrtur fann einkaritari hans, Evelyn Lincoln, úrið í einni af skrifborðsskúffum forsetans og kom því í hendurnar á ekkju hans Jackie.

Síðar er Jackie var orðin eiginkona Onassis gaf hún honum úr og hafði þá látið grafa í það stafina FALJ sem stóð fyrir For Ari Love Jackie.

Þegar Onassis lést árið 1975 ákvað Jackie að gefa Evelyn Lincoln úrið. Evelyn aftur á móti kom úrinu í eigu Robert White sem er þekktur safnari gripa sem áður voru í eigu John F. Kennedy.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×