Viðskipti erlent

Veiking jensins hækkar hlutabréfaverð í Asíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun eftir nokkurra daga lækkunarskeið og er hækkunin rakin til veikingar japanska jensins en hún gerir það að verkum að útflutningur eykst.

Þannig hækkuðu bréf Toyota til dæmis um 2,6 prósent en tæp 40 prósent þeirra bíla, sem þar eru framleiddir, fara á markað í Bandaríkjunum. Nokkur fyrirtæki í Kína hækkuðu einnig í verði eftir að þarlend stjórnvöld samþykktu fjárveitingu til að hressa upp á efnahagslífið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×