Viðskipti erlent

S&P segir horfur í Bretlandi neikvæðar

Breska ríkið er nálægt því að tapa AAA lánshæfismati sínu eftir að Standard & Poors breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar. Ástæðan er verri staða ríkisfjármála en jafnframt pólitískur óstöðugleiki og óeining um það hvernig eigi að bregðast við í ríkisfjármálum.

Viðskipti erlent

Enn mikið tap hjá norska olíusjóðnum

Norski olíusjóðurinn tapaði 66 milljörðum norskra kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins eða sem nemur rúmlega 1.300 milljörðum kr. Góðu fréttirnar eru að sjóðurinn er aftur byrjaður að hagnast á hlutabréfakaupum sínum.

Viðskipti erlent

Skilanefnd Kaupþings krefur Tchenguiz um 35 milljarða

Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt breska fjárfestinum Robert Tchenguiz og krafið hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða kr. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield sem skilanefndin telur að hafi átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli í niðursveiflu

Heimsmarkaðsverð á áli hefur verið í niðursveiflu þessa vikuna eftir að orðrómur komst á kreik í upphafi vikunnar um að Kínverjar ætluðu að hefja framleiðslu á ný í nokkrum álvera sinna sem staðið hafa lokuð um hríð.

Viðskipti erlent

Chrysler lokar 800 bílasölum

Bílaframleiðandinn Chrysler mun á næstunni loka 800 af 3.200 bílasölum sínum í Bandaríkjunum til að vinna sig hraðar út úr gjaldþrotinu, sem hluti fyrirtækisins sætti.

Viðskipti erlent