Viðskipti erlent S&P segir horfur í Bretlandi neikvæðar Breska ríkið er nálægt því að tapa AAA lánshæfismati sínu eftir að Standard & Poors breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar. Ástæðan er verri staða ríkisfjármála en jafnframt pólitískur óstöðugleiki og óeining um það hvernig eigi að bregðast við í ríkisfjármálum. Viðskipti erlent 21.5.2009 11:44 Stefán býst við árangri af viðræðum Rússa við WTO Stefán Jóhannesson sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu býst við árangri af aðildarviðræðum Rússa að WTO, Alþjóðaviðskiptastofnuninni, á fundi sem boðaður hefur verið um málið þann 25. maí n.k. Viðskipti erlent 20.5.2009 13:06 Risasamvinna í loftinu yfir Atlantshafið Tvö af stærstu flugfélögum heimsins, Air France og hið bandaríska Delta Air tilkynntu í dag um samvinnu sín í millum með flug fram og til baka yfir Atlantshafið. Viðskipti erlent 20.5.2009 11:21 Eftirspurn fjárfesta eftir gulli rýkur upp Eftirspurn meðal fjárfesta eftir gulli hefur rokið upp samkvæmt nýjum upplýsingum frá World Gold Council. Hinsvegar hefur eftirspurn eftir skartgripum úr gulli dalað töluvert. Viðskipti erlent 20.5.2009 11:03 Enn mikið tap hjá norska olíusjóðnum Norski olíusjóðurinn tapaði 66 milljörðum norskra kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins eða sem nemur rúmlega 1.300 milljörðum kr. Góðu fréttirnar eru að sjóðurinn er aftur byrjaður að hagnast á hlutabréfakaupum sínum. Viðskipti erlent 20.5.2009 09:40 Uppfærður Facebook ormur reynir að lokka fólk Búið er að uppfæra tölvuorminn Koobface sem herjar á notendur Facebook og Myspace. Nú reynir ormurinn að lokka fólk til að kaupa ónothæft veiruvarnaforrit. Viðskipti erlent 19.5.2009 15:39 Kosið verður um uppgjörið hjá Kaupþingi á Mön Eyjaskeggjar á Mön sem áttu innistæður hjá útibúi Singer & Friedlander banka Kaupþings á eyjunni munu á næstunni kjósa um hvort þeir gangi að samkomulagi stjórnvalda á Mön um uppgjör á kröfum þeirra. Viðskipti erlent 19.5.2009 14:29 Síminn sameinar félag sitt í Bretlandi við Daisy Communications Síminn hefur sameinað félag sitt í Bretlandi, Aerofone UK, við breska félagið Daisy Communications og myndað nýtt félag undir heitinu Daisy Mobile. Um er að ræða samvinnuverkefni milli félaganna tveggja. Viðskipti erlent 19.5.2009 10:36 Englandsbanki græddi 190 milljarða á bankabjörgunum Englandsbanki hagnaðist um tæpan milljarð punda eða um 190 milljarða kr. á síðasta reikningsári bankans sem lauk í lok febrúar s.l. Viðskipti erlent 19.5.2009 09:40 Sænska fjármálaeftirlitð staðfestir kaupin á Carnegie Sænska fjármálaeftirlitið hefur nú staðfest kaup tveggja fjárfestingarsjóða, Altor og Bure Equity, á Carnegie bankanum í Svíþjóð. Kaupverðið var 2 milljarðar sænskra kr. eða rúmlega 28 milljarðar kr. Viðskipti erlent 19.5.2009 08:57 Heimsmarkaðsverð á olíu yfir 60 dollara í morgun Heimsmarkaðsverð á bandarísku WTI olíunni fór yfir 60 dollara á tunnuna í morgun og er það hæsta verð á olíunni undanfarna sex mánuði. Viðskipti erlent 19.5.2009 08:28 American Express segir 4.000 manns upp Bandaríska kreditkortafyrirtækið American Express sér fram á að þurfa að fækka starfsfólki sínu um 4.000 manns sem eru sex prósent allra sem þar starfa. Viðskipti erlent 19.5.2009 08:14 Wall Street byrjar vikuna með uppsveiflu Markaðir á Wall Street hafa verið í töluverðri uppsveiflu í byrjun dagsins þar í dag eftir að hafa endað síðustu viku í nokkrum mínus. Það eru einkum hlutir í bönkum vestanhafs sem knýja hækkanir nú. Viðskipti erlent 18.5.2009 15:48 Rökke tryggir sér 195 milljarða samning í Kaspíahafi Aker Solutions, félag Kjell Inge Rökke í Noregi, hefur tryggt sér samning í tengslum við olíuvinnslu í Kaspíahafi. Er talið að verðmæti samningsins sé 10 milljarðar norskra kr. eða um 195 milljarðar kr. Viðskipti erlent 18.5.2009 15:04 Volkswagen eykur umtalsvert við markaðshlutdeild sína Volkswagen Group hefur aukið markaðshlutdeild sína umtalsvert miðað við helstu keppinauta á heimssölumarkaðnum. Meðan heildarsala bíla í heiminum hefur minnkað um u.þ.b. 20% hefur aðeins orðið 4,7% samdráttur hjá Volkswagen Group. Viðskipti erlent 18.5.2009 13:45 Obama er íhaldssamur í persónulegum fjárfestingum Þegar kemur að persónulegum fjárfestingum er Barack Obama bandaríkjaforseti mjög íhaldssamur að því er segir í grein um málið á CNN Money. Stærstur hluti fjárfestinga forsetans er í bandarískum ríkisskuldabréfum. Viðskipti erlent 18.5.2009 13:16 Hlutur Fons í Ticket seldur á yfir 600 milljónir króna Norðmaðurinn Per G. Braathen hefur fest kaup á 29,3% hlut Fons í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni di.se er verðmæti hlutarins 680 milljónir kr. samkvæmt gengi hlutarins í morgun. Viðskipti erlent 18.5.2009 10:53 Danskir lífeyrissjóður rýrnuðu um 14% í fyrra Eignir danskra lífeyrissjóða rýrnuðu um 14% í fyrra en þrátt fyrir þetta tap eru forráðamenn sjóðanna nokkuð brattir og benda á að þetta sé mun betri útkoma en í flestum löndum Evrópu. Viðskipti erlent 18.5.2009 10:31 Mynd sem kostaði 9.000 krónur vekur athygli á Cannes Kvikmynd sem kostaði aðeins 45 pund að gera, eða tæpar 9.000 kr., hefur vakið mikla athygli á kvikmyndahátíðinni á Cannes. Viðskipti erlent 18.5.2009 10:01 Magasin du Nord og Illum í vandræðum með leiguskuldir Dönsku stórverslanirnar Magasin du Nord og Illum eru í vandræðum með húsaleiguskuldir. Samkvæmt heimildum blaðsins Börsen hafa þær vikufrest til að greiða skuldirnar annars verður dyrunum lokað. Viðskipti erlent 18.5.2009 08:32 Fimmtugur Ferrari er dýrasti fornbíll heimsins Ferrari Testa Rossa árgangur 1957 er orðinn dýrasti fornbíll heimsins eftir uppboð í dag. Hann var sleginn hæstbjóðenda á 9 milljónir evra eða rúmlega 1,5 milljarð kr. Viðskipti erlent 17.5.2009 20:00 NRK hefur ekki áhyggjur af kostnaðinum við Eurovision Norska ríkisútvarpið (NRK) hefur ekki áhyggjur af því að kostnaðurinn við að halda Eurovision í Osló á næsta ári muni skyggja á gleðina við að halda keppnina. Viðskipti erlent 17.5.2009 09:28 Skilanefnd Kaupþings krefur Tchenguiz um 35 milljarða Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt breska fjárfestinum Robert Tchenguiz og krafið hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða kr. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield sem skilanefndin telur að hafi átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz. Viðskipti erlent 17.5.2009 08:41 Bílarisi lokar þúsund bílasölum Bílarisinn General Motors hyggst loka 1100 bílasölum víðsvegar um Bandaríkin. Um er að ræða hluta af gríðarlegri endurskipulagningu fyrirtæksins sem hefur farið illa út úr kreppunni. Viðskipti erlent 16.5.2009 11:22 Casper varð milljónamæringur á Klovn þáttunum Íslandsvinurinn Casper Christensen er orðinn milljónamæringur, í dönskum krónum, á hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Klovn sem sýndir hafa verið hérlendis. Viðskipti erlent 15.5.2009 14:30 Norska ríkið hefur fengið Kaupþingsfé sitt endurgreitt Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs segir að yfirtakan á starfsemi Kaupþings í Noregi hafi endað á farsælan hátt. Ríkissjóður Noregs hafi nú fengið allt endurgreitt sem sjóðurinn lagði út til innistæðueigenda hjá Kaupþingi í Noregi eftir bankahrunið s.l. haust. Viðskipti erlent 15.5.2009 10:33 Heimsmarkaðsverð á áli í niðursveiflu Heimsmarkaðsverð á áli hefur verið í niðursveiflu þessa vikuna eftir að orðrómur komst á kreik í upphafi vikunnar um að Kínverjar ætluðu að hefja framleiðslu á ný í nokkrum álvera sinna sem staðið hafa lokuð um hríð. Viðskipti erlent 15.5.2009 09:51 Kaupþing seldi 4,5% í Storebrand í morgun Gengið var frá sölunni á 4,5% hlut Kaupþings í norska tryggingar- og fjármálafyrirtækinu Storebrand í morgun. Söluverðið var nokkuð undir 10 milljörðum kr. Viðskipti erlent 15.5.2009 08:40 Chrysler lokar 800 bílasölum Bílaframleiðandinn Chrysler mun á næstunni loka 800 af 3.200 bílasölum sínum í Bandaríkjunum til að vinna sig hraðar út úr gjaldþrotinu, sem hluti fyrirtækisins sætti. Viðskipti erlent 15.5.2009 08:11 Kaupþing selur í Storebrand - gæti fengið 10 milljarða Kaupþing í Bretlandi hefur ákveðið að selja 4,5% hlut sinn í norska tryggingarfélaginu Storebrand. Hugsanlega fær bankinn rúma 10 milljarða kr. fyrir hlutinn. Viðskipti erlent 14.5.2009 20:45 « ‹ 305 306 307 308 309 310 311 312 313 … 334 ›
S&P segir horfur í Bretlandi neikvæðar Breska ríkið er nálægt því að tapa AAA lánshæfismati sínu eftir að Standard & Poors breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar. Ástæðan er verri staða ríkisfjármála en jafnframt pólitískur óstöðugleiki og óeining um það hvernig eigi að bregðast við í ríkisfjármálum. Viðskipti erlent 21.5.2009 11:44
Stefán býst við árangri af viðræðum Rússa við WTO Stefán Jóhannesson sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu býst við árangri af aðildarviðræðum Rússa að WTO, Alþjóðaviðskiptastofnuninni, á fundi sem boðaður hefur verið um málið þann 25. maí n.k. Viðskipti erlent 20.5.2009 13:06
Risasamvinna í loftinu yfir Atlantshafið Tvö af stærstu flugfélögum heimsins, Air France og hið bandaríska Delta Air tilkynntu í dag um samvinnu sín í millum með flug fram og til baka yfir Atlantshafið. Viðskipti erlent 20.5.2009 11:21
Eftirspurn fjárfesta eftir gulli rýkur upp Eftirspurn meðal fjárfesta eftir gulli hefur rokið upp samkvæmt nýjum upplýsingum frá World Gold Council. Hinsvegar hefur eftirspurn eftir skartgripum úr gulli dalað töluvert. Viðskipti erlent 20.5.2009 11:03
Enn mikið tap hjá norska olíusjóðnum Norski olíusjóðurinn tapaði 66 milljörðum norskra kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins eða sem nemur rúmlega 1.300 milljörðum kr. Góðu fréttirnar eru að sjóðurinn er aftur byrjaður að hagnast á hlutabréfakaupum sínum. Viðskipti erlent 20.5.2009 09:40
Uppfærður Facebook ormur reynir að lokka fólk Búið er að uppfæra tölvuorminn Koobface sem herjar á notendur Facebook og Myspace. Nú reynir ormurinn að lokka fólk til að kaupa ónothæft veiruvarnaforrit. Viðskipti erlent 19.5.2009 15:39
Kosið verður um uppgjörið hjá Kaupþingi á Mön Eyjaskeggjar á Mön sem áttu innistæður hjá útibúi Singer & Friedlander banka Kaupþings á eyjunni munu á næstunni kjósa um hvort þeir gangi að samkomulagi stjórnvalda á Mön um uppgjör á kröfum þeirra. Viðskipti erlent 19.5.2009 14:29
Síminn sameinar félag sitt í Bretlandi við Daisy Communications Síminn hefur sameinað félag sitt í Bretlandi, Aerofone UK, við breska félagið Daisy Communications og myndað nýtt félag undir heitinu Daisy Mobile. Um er að ræða samvinnuverkefni milli félaganna tveggja. Viðskipti erlent 19.5.2009 10:36
Englandsbanki græddi 190 milljarða á bankabjörgunum Englandsbanki hagnaðist um tæpan milljarð punda eða um 190 milljarða kr. á síðasta reikningsári bankans sem lauk í lok febrúar s.l. Viðskipti erlent 19.5.2009 09:40
Sænska fjármálaeftirlitð staðfestir kaupin á Carnegie Sænska fjármálaeftirlitið hefur nú staðfest kaup tveggja fjárfestingarsjóða, Altor og Bure Equity, á Carnegie bankanum í Svíþjóð. Kaupverðið var 2 milljarðar sænskra kr. eða rúmlega 28 milljarðar kr. Viðskipti erlent 19.5.2009 08:57
Heimsmarkaðsverð á olíu yfir 60 dollara í morgun Heimsmarkaðsverð á bandarísku WTI olíunni fór yfir 60 dollara á tunnuna í morgun og er það hæsta verð á olíunni undanfarna sex mánuði. Viðskipti erlent 19.5.2009 08:28
American Express segir 4.000 manns upp Bandaríska kreditkortafyrirtækið American Express sér fram á að þurfa að fækka starfsfólki sínu um 4.000 manns sem eru sex prósent allra sem þar starfa. Viðskipti erlent 19.5.2009 08:14
Wall Street byrjar vikuna með uppsveiflu Markaðir á Wall Street hafa verið í töluverðri uppsveiflu í byrjun dagsins þar í dag eftir að hafa endað síðustu viku í nokkrum mínus. Það eru einkum hlutir í bönkum vestanhafs sem knýja hækkanir nú. Viðskipti erlent 18.5.2009 15:48
Rökke tryggir sér 195 milljarða samning í Kaspíahafi Aker Solutions, félag Kjell Inge Rökke í Noregi, hefur tryggt sér samning í tengslum við olíuvinnslu í Kaspíahafi. Er talið að verðmæti samningsins sé 10 milljarðar norskra kr. eða um 195 milljarðar kr. Viðskipti erlent 18.5.2009 15:04
Volkswagen eykur umtalsvert við markaðshlutdeild sína Volkswagen Group hefur aukið markaðshlutdeild sína umtalsvert miðað við helstu keppinauta á heimssölumarkaðnum. Meðan heildarsala bíla í heiminum hefur minnkað um u.þ.b. 20% hefur aðeins orðið 4,7% samdráttur hjá Volkswagen Group. Viðskipti erlent 18.5.2009 13:45
Obama er íhaldssamur í persónulegum fjárfestingum Þegar kemur að persónulegum fjárfestingum er Barack Obama bandaríkjaforseti mjög íhaldssamur að því er segir í grein um málið á CNN Money. Stærstur hluti fjárfestinga forsetans er í bandarískum ríkisskuldabréfum. Viðskipti erlent 18.5.2009 13:16
Hlutur Fons í Ticket seldur á yfir 600 milljónir króna Norðmaðurinn Per G. Braathen hefur fest kaup á 29,3% hlut Fons í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni di.se er verðmæti hlutarins 680 milljónir kr. samkvæmt gengi hlutarins í morgun. Viðskipti erlent 18.5.2009 10:53
Danskir lífeyrissjóður rýrnuðu um 14% í fyrra Eignir danskra lífeyrissjóða rýrnuðu um 14% í fyrra en þrátt fyrir þetta tap eru forráðamenn sjóðanna nokkuð brattir og benda á að þetta sé mun betri útkoma en í flestum löndum Evrópu. Viðskipti erlent 18.5.2009 10:31
Mynd sem kostaði 9.000 krónur vekur athygli á Cannes Kvikmynd sem kostaði aðeins 45 pund að gera, eða tæpar 9.000 kr., hefur vakið mikla athygli á kvikmyndahátíðinni á Cannes. Viðskipti erlent 18.5.2009 10:01
Magasin du Nord og Illum í vandræðum með leiguskuldir Dönsku stórverslanirnar Magasin du Nord og Illum eru í vandræðum með húsaleiguskuldir. Samkvæmt heimildum blaðsins Börsen hafa þær vikufrest til að greiða skuldirnar annars verður dyrunum lokað. Viðskipti erlent 18.5.2009 08:32
Fimmtugur Ferrari er dýrasti fornbíll heimsins Ferrari Testa Rossa árgangur 1957 er orðinn dýrasti fornbíll heimsins eftir uppboð í dag. Hann var sleginn hæstbjóðenda á 9 milljónir evra eða rúmlega 1,5 milljarð kr. Viðskipti erlent 17.5.2009 20:00
NRK hefur ekki áhyggjur af kostnaðinum við Eurovision Norska ríkisútvarpið (NRK) hefur ekki áhyggjur af því að kostnaðurinn við að halda Eurovision í Osló á næsta ári muni skyggja á gleðina við að halda keppnina. Viðskipti erlent 17.5.2009 09:28
Skilanefnd Kaupþings krefur Tchenguiz um 35 milljarða Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt breska fjárfestinum Robert Tchenguiz og krafið hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða kr. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield sem skilanefndin telur að hafi átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz. Viðskipti erlent 17.5.2009 08:41
Bílarisi lokar þúsund bílasölum Bílarisinn General Motors hyggst loka 1100 bílasölum víðsvegar um Bandaríkin. Um er að ræða hluta af gríðarlegri endurskipulagningu fyrirtæksins sem hefur farið illa út úr kreppunni. Viðskipti erlent 16.5.2009 11:22
Casper varð milljónamæringur á Klovn þáttunum Íslandsvinurinn Casper Christensen er orðinn milljónamæringur, í dönskum krónum, á hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Klovn sem sýndir hafa verið hérlendis. Viðskipti erlent 15.5.2009 14:30
Norska ríkið hefur fengið Kaupþingsfé sitt endurgreitt Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs segir að yfirtakan á starfsemi Kaupþings í Noregi hafi endað á farsælan hátt. Ríkissjóður Noregs hafi nú fengið allt endurgreitt sem sjóðurinn lagði út til innistæðueigenda hjá Kaupþingi í Noregi eftir bankahrunið s.l. haust. Viðskipti erlent 15.5.2009 10:33
Heimsmarkaðsverð á áli í niðursveiflu Heimsmarkaðsverð á áli hefur verið í niðursveiflu þessa vikuna eftir að orðrómur komst á kreik í upphafi vikunnar um að Kínverjar ætluðu að hefja framleiðslu á ný í nokkrum álvera sinna sem staðið hafa lokuð um hríð. Viðskipti erlent 15.5.2009 09:51
Kaupþing seldi 4,5% í Storebrand í morgun Gengið var frá sölunni á 4,5% hlut Kaupþings í norska tryggingar- og fjármálafyrirtækinu Storebrand í morgun. Söluverðið var nokkuð undir 10 milljörðum kr. Viðskipti erlent 15.5.2009 08:40
Chrysler lokar 800 bílasölum Bílaframleiðandinn Chrysler mun á næstunni loka 800 af 3.200 bílasölum sínum í Bandaríkjunum til að vinna sig hraðar út úr gjaldþrotinu, sem hluti fyrirtækisins sætti. Viðskipti erlent 15.5.2009 08:11
Kaupþing selur í Storebrand - gæti fengið 10 milljarða Kaupþing í Bretlandi hefur ákveðið að selja 4,5% hlut sinn í norska tryggingarfélaginu Storebrand. Hugsanlega fær bankinn rúma 10 milljarða kr. fyrir hlutinn. Viðskipti erlent 14.5.2009 20:45