Reikna með miklum hagnaði hjá Goldman Sachs 13. júlí 2009 14:02 Goldman Sachs bankinn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í þessari viku sem og nokkrir aðrir stórbankar vestan hafs. Reiknað er með miklum hagnaði af rekstri bankans eða ríflega 2 milljarða dollara eftir skatta. Það gera hátt í 260 milljarða kr. Bloomberg fréttaveitan bað 25 greinendur að spá fyrir um hagnaðinn og niðurstaða þeirra er fyrrgreind upphæð. Ástæðan fyrir þessum mikla hagnaði er m.a. að helstu keppninautar Goldman Sachs, Lehman Brothers og Bear Stearns, urðu gjaldþrota í fyrra. Greiningarfélagið Meredith Whitney Advisory Group (MWAG) mælir með kaupum á hlutum í Goldman Sachs og er bankinn sá eini af átta öðrum sem MWAG mælir með kaupum í. Stofnandi MWAG, Meredith Whitney, hefur ekki mælt með kaupum í Goldman Sachs síðan hún vann sem greinandi hjá Oppenheimer & Co. í janúar á síðasta ári. Whitney segir að Goldman Sachs muni sýna „gífurlegan" hagnað af viðskiptum sínum með hrávörur, skuldabréf og gjaldmiðla. Raunar telur Whitney að hlutir í bankanum geti stigið um 30% eða upp í 186 dollara. Þetta hlýtur að vera tónlist í eyrum Warren Buffett því ef þessi hækkun gengur eftir bætast um 1,5 milljarður dollara við þegar risavaxinn gengishagnað hans af fimm milljarða dollara kaupum á hlutum í Goldman Sachs s.l. vetur. Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Goldman Sachs bankinn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í þessari viku sem og nokkrir aðrir stórbankar vestan hafs. Reiknað er með miklum hagnaði af rekstri bankans eða ríflega 2 milljarða dollara eftir skatta. Það gera hátt í 260 milljarða kr. Bloomberg fréttaveitan bað 25 greinendur að spá fyrir um hagnaðinn og niðurstaða þeirra er fyrrgreind upphæð. Ástæðan fyrir þessum mikla hagnaði er m.a. að helstu keppninautar Goldman Sachs, Lehman Brothers og Bear Stearns, urðu gjaldþrota í fyrra. Greiningarfélagið Meredith Whitney Advisory Group (MWAG) mælir með kaupum á hlutum í Goldman Sachs og er bankinn sá eini af átta öðrum sem MWAG mælir með kaupum í. Stofnandi MWAG, Meredith Whitney, hefur ekki mælt með kaupum í Goldman Sachs síðan hún vann sem greinandi hjá Oppenheimer & Co. í janúar á síðasta ári. Whitney segir að Goldman Sachs muni sýna „gífurlegan" hagnað af viðskiptum sínum með hrávörur, skuldabréf og gjaldmiðla. Raunar telur Whitney að hlutir í bankanum geti stigið um 30% eða upp í 186 dollara. Þetta hlýtur að vera tónlist í eyrum Warren Buffett því ef þessi hækkun gengur eftir bætast um 1,5 milljarður dollara við þegar risavaxinn gengishagnað hans af fimm milljarða dollara kaupum á hlutum í Goldman Sachs s.l. vetur.
Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira