Lloyds TSB tekur yfir skuldbindingar Landsbankans í All Saints 10. júlí 2009 08:57 Tískuvörukeðjan All Saints hefur nú náð samningi við Lloyds TSB bankann um lán upp á 30 milljónir punda eða um 6,3 milljarða kr. Með þessu hefur bankinn tekið yfir skuldbindingar Landsbankans gagnvart All Saints að því er segir á vefsíðu RetailWeek. Í mars s.l. var All Saints bjargað frá þroti eftir að íslensku bankarnir Kaupþing og Landsbankinn, þáverandi aðallánadrottnar All Saints, féllust á fjárhagslega endurskipulagningu keðjunnar. Þá var ákveðið að Kevin Stanford myndi áfram stjórna All Saints. Baugur átti áður 35% hlut í All Saints en sá hlutur er nú á forræði íslensku bankanna. Í umfjöllun RetailWeek um málið segir að láninu frá Lloyds sé ætlað til að styðja við vöxt All Saints bæði innanlands í Bretlandi og á alþjóðavettvangi. Stephen Craig framkvæmdastjóri All Saints segir að keðjan hafi metnaðarfull áform og stuðningurinn frá Lloyds geri það að verkum að auðveldara verður að koma þeim í framkvæmd. Forstjóri fyrirtækjasviðs Lloyds, Charles Lamplugh, segir að það sé ánægjulegt að sjá hve vel All Saints hefur náð sér á strik frá því í vetur. „Þetta er vel rekin starfsemi með trausta stjórnendur," segir Lamplugh. Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tískuvörukeðjan All Saints hefur nú náð samningi við Lloyds TSB bankann um lán upp á 30 milljónir punda eða um 6,3 milljarða kr. Með þessu hefur bankinn tekið yfir skuldbindingar Landsbankans gagnvart All Saints að því er segir á vefsíðu RetailWeek. Í mars s.l. var All Saints bjargað frá þroti eftir að íslensku bankarnir Kaupþing og Landsbankinn, þáverandi aðallánadrottnar All Saints, féllust á fjárhagslega endurskipulagningu keðjunnar. Þá var ákveðið að Kevin Stanford myndi áfram stjórna All Saints. Baugur átti áður 35% hlut í All Saints en sá hlutur er nú á forræði íslensku bankanna. Í umfjöllun RetailWeek um málið segir að láninu frá Lloyds sé ætlað til að styðja við vöxt All Saints bæði innanlands í Bretlandi og á alþjóðavettvangi. Stephen Craig framkvæmdastjóri All Saints segir að keðjan hafi metnaðarfull áform og stuðningurinn frá Lloyds geri það að verkum að auðveldara verður að koma þeim í framkvæmd. Forstjóri fyrirtækjasviðs Lloyds, Charles Lamplugh, segir að það sé ánægjulegt að sjá hve vel All Saints hefur náð sér á strik frá því í vetur. „Þetta er vel rekin starfsemi með trausta stjórnendur," segir Lamplugh.
Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira