Viðskipti erlent

Skartgripaveldi Faberge endurreist á netinu

Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið.

Viðskipti erlent

Risademantur fannst í Suður-Afríku

Risademantur fannst í vikunni í Cullinan námunni í Suður-Afríku en náman er þekkt fyrir að þar hafa stærstu demantar í heimi fundist. Þessi sem hér um ræðir er 507 karöt, eða 100 grömm, að stærð og er verðmæti hans áætlað vera rúmlega 12 milljarðar kr.

Viðskipti erlent

The City – Wall Street, nýtt lúxusflug fyrir fjármálafólk

British Airways er byrjað að bjóða fjármálafólki og verðbréfasölum upp á nýtt lúxusflug beint frá The City, fjármálahverfi London og til Wall Street í New York. Notast er við Airbus A318 vélar sem hefur verið breytt þannig að farþegafjöldanum um borð hefur verið fækkað úr 100 og niður í 32.

Viðskipti erlent

Findus í Bretlandi rís úr öskunni eftir Landsbankaskellinn

Verksmiðja Findus í Newcastle er nú að rísa upp úr öskunni en reksturinn komst í þrot skömmu eftir áramótin þegar verksmiðjan brann og kostaði það 430 starfsmenn vinnu sína. Landsbankinn var aðalviðskiptabanki Findus í Bretlandi og þegar bankinn fór í þrot fylgdi Findus með í fallinu.

Viðskipti erlent

Framtíð Aston Martin óljós, sjóðir eigenda eru tómir

Framtíð breska bílaframleiðendans Aston Martin er óljós þar sem einn aðaleigandi fyrirtækisins hefur viðurkennt að hann á í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar. Eigandinn sem hér um ræðir er fjárfestingasjóðurinn Investment Dar sem er í eigu hins opinbera í Kúwait.

Viðskipti erlent

Lánakjörin batna hjá Atlantic Petroleum

Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur náð samkomulagi við lánadrottna sína um betri kjör á lánum til endurfjármögnunnar félagsins. Tilkynnt var um endurfjármögnunina þann 9. júní en hún fólst í bæði auknum lántökum og hlutafjáraukningu.

Viðskipti erlent

Auðugustu Norðmennirnir tapa 2.100 milljörðum

Sameiginlegt tap 400 auðugustu Norðmannana á síðusta ári nemur tæplega 100 milljörðum norskra kr. eða um 2.100 milljörðum kr. Ef litið er á þá 10 sem skipa toppinn á listanum yfir auðugustu menn Noregs er tap þeirra samtals 27 milljarðar norskra kr. eða rúmlega fjórðungur af heildartapi þessa fólks.

Viðskipti erlent

Óvíst hvort Jón Ásgeir haldi söluverði íbúðar í Khöfn

Vefsíðan business.dk greinir frá því í dag að lúxusíbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Kaupmannahöfn hafi verið seld en að óvíst sé hvort Jón Ásgeir fái að halda söluverðinu. Fréttastofa hefur áður greint frá þessari íbúð og sagt hana vera bitbein milli þrotabús Baugs í Danmörku og Gaums eignarhaldsfélags Jóns Ásgeirs og fjölskyldu.

Viðskipti erlent

Barroso minnti írska kjósendur á örlög Íslands

José Manuel Barroso nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Ervrópusambandsins minnti írska kjósendur á örlög Íslendinga þegar hann heimsótti Limerick á Írlandi um síðustu helgi. Barroso var þar á ferð til að styðja baráttuna fyrir því að Írar samþykktu Lisbon-sáttmálann í komandi kosningum.

Viðskipti erlent

Bank of America fyrir dóm vegna bónusgreiðslna

Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) ætlar að draga stjórn Bank of America fyrir dómstóla vegna þess að stjórnin dró fjárfesta á asnaeyrunum þegar hún lýsti því yfir að engar bónusgreiðslur yrðu greiddar til starfsmanna Merrill Lynch án samþykkis hlutafjáreigenda.

Viðskipti erlent