Viðskipti erlent

Cimber Sterling sparar lakkið og lendir í vandræðum

Flugfélagið Cimber Sterling hefur ítrekað lent í því á alþjóðaflugvöllum að fá ekki afgreitt eldsneyti á vélar sínar þar sem þær eru enn merktar í litum og með nafni hins gjaldþrota Sterling flugfélags. „Það er ekki auðvelt að fljúga með nafn og lógó gjaldþrota flugfélags í meters háum stöfum á flugvélaskrokknum,“ segir í umfjöllun Jyllands Posten um málið.

Viðskipti erlent

Fékk innheimtubréf fyrir skuld upp á 0,00 krónur

Norska útvarpsmanninum Kim Nygård brá heldur í brún þegar hann fékk skilaboð frá símafyrirtækinu NetCom um að farsíma hans hefði verið lokað vegna ógreidds reiknings frá árinu 2007. Þegar hann fékk svo innheimtukröfuna frá fyrirtækinu hljóðaði hún upp á 0,00 kr.

Viðskipti erlent

Ástralar hækka stýrivexti

Ástralar hafa hækkað stýrivexti um úr 3% í 3,25% og eru þeir þar með fyrsta ríkið af stærstu 20 iðnríkjum heims til þess að bregðast með þessum hætti við bata í alheimshagkerfinu.

Viðskipti erlent

Hlutabréf hafa hækkað of mikið, of snemma og of hratt

Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom, segir að hlutabréf á mörkuðum heimsins hafi hækkað of mikið, of snemma og of hratt. Af þeim sökum telur hann að þessir markaðir muni taka dýfu niður á við á yfirstandandi ársfjórðungi eða fyrsta ársfjórðung á næsta ári.

Viðskipti erlent

Aurum ræðir við Landsbankann um skuldbreytingu

Aurum Holding á nú í viðræðum við Landsbankann um að breyta 20 milljón punda, eða 4 milljarða kr., skuld félagsins við bankann í hlutafé. Baugur átti 37,8% í Aurum en PwC hefur tekið við stjórn þess hlutar fyrir hönd skilanefndar Landsbankans.

Viðskipti erlent

Fjárfestar lýsa trausti á Atlantic Petroleum

Færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum hefur gengið vel í morgun að selja hluti í nýju hlutabréfaútboði til hluthafa sinna. Verðmæti hluta í félaginu hefur aukist um 20% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn frá því að opnað var fyrir viðskipti þar í morgun.

Viðskipti erlent

Eigandi Legolands kaupir SeaWorld

Eigandi Legolands og Madame Tussauds vaxmyndasafnsins er við það að kaupa eina af vinsælustu ferðamannastöðum Bandaríkjanna, en það eru skemmtigarðarnir SeaWorld og Busch Garden á Flórída.

Viðskipti erlent

Mike Shearwood ráðinn forstjóri Aurora

Aurora Fashions hefur ráðið Mike Shearwood í stöðu forstjóra. Hann tekur við stöðunni af Derek Lovelock sem aftur er orðinn stjórnarformaður félagsins. Sem kunnugt er af fréttum er Aurora nú að stórum hluta í eigu Kaupþings og hefur verið það síðan í mars s.l. Meðeigendur Kaupþings eru fyrrum stjórnendur Mosaic Fashions.

Viðskipti erlent

Rússar halda áfram að kaupa hluti í Facebook

Rússneskt fjárfestingafélag heldur áfram að kaupa hluti í Facebook, nú beint frá hluthöfum í þessari stærstu samskiptavefsíðu heimsins. Félagið, Digital Sky Technologies (DST), keypti í sumar hluti af núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Facebook fyrir 100 milljónir dollara eða um 12,5 milljarð kr.

Viðskipti erlent

Hertoginn af York opnaði Banque Havilland

Andrew prins, Hertoginn af York, opnaði Banque Havilland formlega í Lúxemborg í dag. Bankinn hét áður Kaupthing Bank Luxembourg en Rowland fjölaskyldan festi kaup á honum eftir endurskipulagingu starfseminnar í kjölfar bankahrunsins s.l. haust.

Viðskipti erlent

Forbes: Milljarðamæringar tapa 37.000 milljörðum

Forbes tímaritið hefur birt árlegan lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina. Fram kemur að þessi hópur hefur tapað samtals 300 milljörðum dollara eða ríflega 37.000 milljörðum kr. á liðnu ári. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 27 árum þar sem ríkidæmi þessa hóps skreppur saman á milli ára.

Viðskipti erlent

Vilja að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA

Fjármálafyrirtækið Unimex og leiguflugsfélagið Travel Service hafa lagt fram sameiginlegt tilboð í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA). Tilboðið er háð því að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA. Travel Service er í meirihlutaeigu Icelandair.

Viðskipti erlent

Skartgripaveldi Faberge endurreist á netinu

Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið.

Viðskipti erlent

Risademantur fannst í Suður-Afríku

Risademantur fannst í vikunni í Cullinan námunni í Suður-Afríku en náman er þekkt fyrir að þar hafa stærstu demantar í heimi fundist. Þessi sem hér um ræðir er 507 karöt, eða 100 grömm, að stærð og er verðmæti hans áætlað vera rúmlega 12 milljarðar kr.

Viðskipti erlent

The City – Wall Street, nýtt lúxusflug fyrir fjármálafólk

British Airways er byrjað að bjóða fjármálafólki og verðbréfasölum upp á nýtt lúxusflug beint frá The City, fjármálahverfi London og til Wall Street í New York. Notast er við Airbus A318 vélar sem hefur verið breytt þannig að farþegafjöldanum um borð hefur verið fækkað úr 100 og niður í 32.

Viðskipti erlent

Findus í Bretlandi rís úr öskunni eftir Landsbankaskellinn

Verksmiðja Findus í Newcastle er nú að rísa upp úr öskunni en reksturinn komst í þrot skömmu eftir áramótin þegar verksmiðjan brann og kostaði það 430 starfsmenn vinnu sína. Landsbankinn var aðalviðskiptabanki Findus í Bretlandi og þegar bankinn fór í þrot fylgdi Findus með í fallinu.

Viðskipti erlent

Framtíð Aston Martin óljós, sjóðir eigenda eru tómir

Framtíð breska bílaframleiðendans Aston Martin er óljós þar sem einn aðaleigandi fyrirtækisins hefur viðurkennt að hann á í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar. Eigandinn sem hér um ræðir er fjárfestingasjóðurinn Investment Dar sem er í eigu hins opinbera í Kúwait.

Viðskipti erlent