Viðskipti erlent Sænskir bankar kanna kókaínneyslu nýrra starfsmanna Sænsku bankarnir Nordea og SEB kanna með prófunum alla nýja starfsmenn sína til að sjá hvort þeir noti kókaín. Hjá Nordea fara allir sjálfkrafa í slíka prófun en hjá SEB er tekið tilviljanakennt úrtak meðal þessara starfsmanna. Viðskipti erlent 30.9.2009 14:08 Skartgripaveldi Faberge endurreist á netinu Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið. Viðskipti erlent 30.9.2009 10:19 Risademantur fannst í Suður-Afríku Risademantur fannst í vikunni í Cullinan námunni í Suður-Afríku en náman er þekkt fyrir að þar hafa stærstu demantar í heimi fundist. Þessi sem hér um ræðir er 507 karöt, eða 100 grömm, að stærð og er verðmæti hans áætlað vera rúmlega 12 milljarðar kr. Viðskipti erlent 30.9.2009 09:18 Kreppan mun verri í Danmörku en áður var talið Samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur minnkaði landsframleiðsla landsins um 2,6% milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Hefur landsframleiðslan því lækkað um 7,2% á liðnum 12 mánuðum sem er mun meira en sérfræðingar áttu von á. Viðskipti erlent 30.9.2009 08:40 The City – Wall Street, nýtt lúxusflug fyrir fjármálafólk British Airways er byrjað að bjóða fjármálafólki og verðbréfasölum upp á nýtt lúxusflug beint frá The City, fjármálahverfi London og til Wall Street í New York. Notast er við Airbus A318 vélar sem hefur verið breytt þannig að farþegafjöldanum um borð hefur verið fækkað úr 100 og niður í 32. Viðskipti erlent 29.9.2009 11:05 Fimm stjörnu lúxus fyrir minna en 25.000 krónur Kreppan hefur gert það ódýrara að búa á lúxus-hótelum. Nú er hægt að leigja sér herbergi á fimm stjörnu hótelum fyrir minna en 25.000 kr. á nóttina í 26 borgum heimsins. Viðskipti erlent 28.9.2009 14:11 Findus í Bretlandi rís úr öskunni eftir Landsbankaskellinn Verksmiðja Findus í Newcastle er nú að rísa upp úr öskunni en reksturinn komst í þrot skömmu eftir áramótin þegar verksmiðjan brann og kostaði það 430 starfsmenn vinnu sína. Landsbankinn var aðalviðskiptabanki Findus í Bretlandi og þegar bankinn fór í þrot fylgdi Findus með í fallinu. Viðskipti erlent 28.9.2009 13:00 Framtíð Aston Martin óljós, sjóðir eigenda eru tómir Framtíð breska bílaframleiðendans Aston Martin er óljós þar sem einn aðaleigandi fyrirtækisins hefur viðurkennt að hann á í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar. Eigandinn sem hér um ræðir er fjárfestingasjóðurinn Investment Dar sem er í eigu hins opinbera í Kúwait. Viðskipti erlent 28.9.2009 12:50 Niðursveiflan í Litháen hefur náð hámarki Niðursveiflan í Litháen, sem er sú dýpsta innan Evrópusambandslandanna, er líklega að ná hámarki og má búast við því að hagvöxtur verði á næsta ári, haldi eftirspurn áfram að aukast. Viðskipti erlent 28.9.2009 10:00 Gömul sjónvörp eru tuga milljóna virði Talið er að gömul sjónvörp frá millistríðsárinum muni fara á tugi milljóna kr. á uppboði sem haldið verður í þessari viku. Það er uppboðshaldarinn Bonhams sem stendur fyrir uppboðinu. Viðskipti erlent 28.9.2009 09:45 Lánakjörin batna hjá Atlantic Petroleum Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur náð samkomulagi við lánadrottna sína um betri kjör á lánum til endurfjármögnunnar félagsins. Tilkynnt var um endurfjármögnunina þann 9. júní en hún fólst í bæði auknum lántökum og hlutafjáraukningu. Viðskipti erlent 28.9.2009 09:20 Brown vill lög til að koma í veg fyrir launabónusa Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, ætlar að banna bónuslaunakerfi sem tíðkaðist í bönkunum fyrir fjármálakreppu. Hann ætlar að neyða bankana til þess að hegða sér með ábyrgari hætti. Viðskipti erlent 27.9.2009 10:46 AGS býst við hraðari bata í alþjóða hagkerfinu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býst við því að efnahagsbatinn í alþjóðahagkerfinu verði hraðari en áður var búist við. Viðskipti erlent 26.9.2009 10:21 Auðugustu Norðmennirnir tapa 2.100 milljörðum Sameiginlegt tap 400 auðugustu Norðmannana á síðusta ári nemur tæplega 100 milljörðum norskra kr. eða um 2.100 milljörðum kr. Ef litið er á þá 10 sem skipa toppinn á listanum yfir auðugustu menn Noregs er tap þeirra samtals 27 milljarðar norskra kr. eða rúmlega fjórðungur af heildartapi þessa fólks. Viðskipti erlent 25.9.2009 14:24 ,,Armageddon" ef bandarískar skuldir hætta að seljast Julian Robertson stofnandi og stjórnarformaður Tiger Management segir að það muni liggja við heimsendi (Armageddon) ef Japanir og Kínverjar gefist upp á að kaupa bandarískar skuldir, það er ríkisskuldabréf. Viðskipti erlent 25.9.2009 11:09 Óttast að danskir „gulldrengir“ hafi komið auðæfum undan Talið er að talsverður fjöldi fjármálamanna og fasteignabraskara Í Danmörku hafi komið töluverðu af auðæfum sínum undan þrotabúum og geymi peninga sína erlendis. Skiptastjórar þrotabúa þeirra óttast að þessir fjármunir muni aldrei finnast. Viðskipti erlent 25.9.2009 08:35 Fjórir af hverjum tíu auðmönnum hagnast í kreppunni Samkvæmt nýrri könnunun hafa fjórir af hverjum tíu auðmönnum í heiminum hagnast á kreppunni undanfarið ár. Svo virðist sem útlitið sé bjart hjá þessum hluta heimsbúa því átta af hverjum tíu auðmanna búast við að hagnast á næsta ári. Viðskipti erlent 24.9.2009 17:00 Óvíst hvort Jón Ásgeir haldi söluverði íbúðar í Khöfn Vefsíðan business.dk greinir frá því í dag að lúxusíbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Kaupmannahöfn hafi verið seld en að óvíst sé hvort Jón Ásgeir fái að halda söluverðinu. Fréttastofa hefur áður greint frá þessari íbúð og sagt hana vera bitbein milli þrotabús Baugs í Danmörku og Gaums eignarhaldsfélags Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. Viðskipti erlent 24.9.2009 14:43 Breskir stórbankar voru nokkrum tímum frá hruni Bresku stórbankarnir HBOS og Lloyds voru aðeins nokkrum klukkutímum frá hruni síðasta haust. Þetta segir Mervyn King seðlabankastjóri Englands í nýjum þætti á BBC, The Love of Money, sem sýndur er í dag. Viðskipti erlent 24.9.2009 12:25 JJB Sports tapaði 9 milljörðum á fyrri helming ársins Íþróttavörukeðjan JJB Sports tapaði 42,9 milljónum punda, eða tæplega 9 milljörðum kr., fyrir skatta á fyrri helmingi ársins. Er þetta þrefalt meira tap en á sama tímabili í fyrra. Viðskipti erlent 24.9.2009 10:03 Olíuverðið fellur undir 70 dollara eftir birgðatölur Heimsmarkaðsverð á olíu á markaðinum í New York féll í 69,3 dollara á tunnuna í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir nýjar tölur um olíubirgðir landsins. Reyndust birgðirnar mun meiri en sérfræðingar höfðu spáð fyrir um. Viðskipti erlent 23.9.2009 15:13 Norðmenn ólmir í að hefja olíuleit við Jan Mayen Á sama tíma og allir eru hættir við olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu berast fréttir frá Noregi um að Norðmenn séu ólmir í að hefja olíuleit við Jan Mayen-hryggnum það er sín megin á svæðinu. Viðskipti erlent 23.9.2009 12:42 Útlendingar mjólka danska skattkerfið Ríkissjóður Danmerkur er hreint sjálfsafgreiðslu hlaðborð fyrir hátt í 50.000 útlendinga sem vinna í landinu. Og það eru í raun engir möguleikar á að hafa stjórn á því. Viðskipti erlent 23.9.2009 09:54 Húsaleigan lækkar í dýrustu götu heimsins Verslunargatan Fifth Avenue í New York er á toppi listans yfir dýrustu götur heimsins en þar hefur húsaleigan lækkað töluvert í ár eða um rúm 8%. Ferfetið við götuna er nú leigt á 1.700 dollara eða um 209 þúsund kr. Viðskipti erlent 23.9.2009 09:35 Moody´s sakað um að blása upp lánshæfiseinkunnir Fyrrverandi greinandi hjá matsfyrirtækinu Moody´s hefur sakað Moody´s um að blása upp lánshæfiseinkunnir sínar. Hefur hann farið með málið fyrir ransóknarnefnd á Bandaríkjaþingi, að því er segir í blaðinu Wall Street Journal í dag. Viðskipti erlent 23.9.2009 08:54 Barroso minnti írska kjósendur á örlög Íslands José Manuel Barroso nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Ervrópusambandsins minnti írska kjósendur á örlög Íslendinga þegar hann heimsótti Limerick á Írlandi um síðustu helgi. Barroso var þar á ferð til að styðja baráttuna fyrir því að Írar samþykktu Lisbon-sáttmálann í komandi kosningum. Viðskipti erlent 23.9.2009 08:37 Hlutabréfamarkaðurinn hefur ekki verið hærri í Bandaríkjunum í ár Hlutabréf á Wall Street hækkuðu í kvöld og hafa ekki verið hærri það sem af er ári. Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,5%, Nasdaq hækkaði um 0,4% og S&P 500 hækkaði um 0,7%. Viðskipti erlent 22.9.2009 22:16 Blóðbað meðal svissneskra úraframleiðenda Sala á lúxusvörum hefur hrapað í kreppunni og nú finna starfsmenn hjá svissneskum úraframleiðendum fyrir því. Talið er að minnkandi sala á úrum muni kosta um 3.000 störf í þessum iðnaði í Sviss. Viðskipti erlent 22.9.2009 14:48 Tvívolíið í Kaupmannahöfn heldur sínu í kreppunni Þótt að komum erlendra ferðamanna í Tívolíið í Kaupmannahöfn hafi fækkað töluvert í ár hefur komum heimamanna fjölgað á móti þannig að þessi þekkti ferðamannastaður hefur haldið sínu í kreppunni. Viðskipti erlent 22.9.2009 10:58 Bank of America fyrir dóm vegna bónusgreiðslna Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) ætlar að draga stjórn Bank of America fyrir dómstóla vegna þess að stjórnin dró fjárfesta á asnaeyrunum þegar hún lýsti því yfir að engar bónusgreiðslur yrðu greiddar til starfsmanna Merrill Lynch án samþykkis hlutafjáreigenda. Viðskipti erlent 22.9.2009 10:24 « ‹ 288 289 290 291 292 293 294 295 296 … 334 ›
Sænskir bankar kanna kókaínneyslu nýrra starfsmanna Sænsku bankarnir Nordea og SEB kanna með prófunum alla nýja starfsmenn sína til að sjá hvort þeir noti kókaín. Hjá Nordea fara allir sjálfkrafa í slíka prófun en hjá SEB er tekið tilviljanakennt úrtak meðal þessara starfsmanna. Viðskipti erlent 30.9.2009 14:08
Skartgripaveldi Faberge endurreist á netinu Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið. Viðskipti erlent 30.9.2009 10:19
Risademantur fannst í Suður-Afríku Risademantur fannst í vikunni í Cullinan námunni í Suður-Afríku en náman er þekkt fyrir að þar hafa stærstu demantar í heimi fundist. Þessi sem hér um ræðir er 507 karöt, eða 100 grömm, að stærð og er verðmæti hans áætlað vera rúmlega 12 milljarðar kr. Viðskipti erlent 30.9.2009 09:18
Kreppan mun verri í Danmörku en áður var talið Samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur minnkaði landsframleiðsla landsins um 2,6% milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Hefur landsframleiðslan því lækkað um 7,2% á liðnum 12 mánuðum sem er mun meira en sérfræðingar áttu von á. Viðskipti erlent 30.9.2009 08:40
The City – Wall Street, nýtt lúxusflug fyrir fjármálafólk British Airways er byrjað að bjóða fjármálafólki og verðbréfasölum upp á nýtt lúxusflug beint frá The City, fjármálahverfi London og til Wall Street í New York. Notast er við Airbus A318 vélar sem hefur verið breytt þannig að farþegafjöldanum um borð hefur verið fækkað úr 100 og niður í 32. Viðskipti erlent 29.9.2009 11:05
Fimm stjörnu lúxus fyrir minna en 25.000 krónur Kreppan hefur gert það ódýrara að búa á lúxus-hótelum. Nú er hægt að leigja sér herbergi á fimm stjörnu hótelum fyrir minna en 25.000 kr. á nóttina í 26 borgum heimsins. Viðskipti erlent 28.9.2009 14:11
Findus í Bretlandi rís úr öskunni eftir Landsbankaskellinn Verksmiðja Findus í Newcastle er nú að rísa upp úr öskunni en reksturinn komst í þrot skömmu eftir áramótin þegar verksmiðjan brann og kostaði það 430 starfsmenn vinnu sína. Landsbankinn var aðalviðskiptabanki Findus í Bretlandi og þegar bankinn fór í þrot fylgdi Findus með í fallinu. Viðskipti erlent 28.9.2009 13:00
Framtíð Aston Martin óljós, sjóðir eigenda eru tómir Framtíð breska bílaframleiðendans Aston Martin er óljós þar sem einn aðaleigandi fyrirtækisins hefur viðurkennt að hann á í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar. Eigandinn sem hér um ræðir er fjárfestingasjóðurinn Investment Dar sem er í eigu hins opinbera í Kúwait. Viðskipti erlent 28.9.2009 12:50
Niðursveiflan í Litháen hefur náð hámarki Niðursveiflan í Litháen, sem er sú dýpsta innan Evrópusambandslandanna, er líklega að ná hámarki og má búast við því að hagvöxtur verði á næsta ári, haldi eftirspurn áfram að aukast. Viðskipti erlent 28.9.2009 10:00
Gömul sjónvörp eru tuga milljóna virði Talið er að gömul sjónvörp frá millistríðsárinum muni fara á tugi milljóna kr. á uppboði sem haldið verður í þessari viku. Það er uppboðshaldarinn Bonhams sem stendur fyrir uppboðinu. Viðskipti erlent 28.9.2009 09:45
Lánakjörin batna hjá Atlantic Petroleum Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur náð samkomulagi við lánadrottna sína um betri kjör á lánum til endurfjármögnunnar félagsins. Tilkynnt var um endurfjármögnunina þann 9. júní en hún fólst í bæði auknum lántökum og hlutafjáraukningu. Viðskipti erlent 28.9.2009 09:20
Brown vill lög til að koma í veg fyrir launabónusa Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, ætlar að banna bónuslaunakerfi sem tíðkaðist í bönkunum fyrir fjármálakreppu. Hann ætlar að neyða bankana til þess að hegða sér með ábyrgari hætti. Viðskipti erlent 27.9.2009 10:46
AGS býst við hraðari bata í alþjóða hagkerfinu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býst við því að efnahagsbatinn í alþjóðahagkerfinu verði hraðari en áður var búist við. Viðskipti erlent 26.9.2009 10:21
Auðugustu Norðmennirnir tapa 2.100 milljörðum Sameiginlegt tap 400 auðugustu Norðmannana á síðusta ári nemur tæplega 100 milljörðum norskra kr. eða um 2.100 milljörðum kr. Ef litið er á þá 10 sem skipa toppinn á listanum yfir auðugustu menn Noregs er tap þeirra samtals 27 milljarðar norskra kr. eða rúmlega fjórðungur af heildartapi þessa fólks. Viðskipti erlent 25.9.2009 14:24
,,Armageddon" ef bandarískar skuldir hætta að seljast Julian Robertson stofnandi og stjórnarformaður Tiger Management segir að það muni liggja við heimsendi (Armageddon) ef Japanir og Kínverjar gefist upp á að kaupa bandarískar skuldir, það er ríkisskuldabréf. Viðskipti erlent 25.9.2009 11:09
Óttast að danskir „gulldrengir“ hafi komið auðæfum undan Talið er að talsverður fjöldi fjármálamanna og fasteignabraskara Í Danmörku hafi komið töluverðu af auðæfum sínum undan þrotabúum og geymi peninga sína erlendis. Skiptastjórar þrotabúa þeirra óttast að þessir fjármunir muni aldrei finnast. Viðskipti erlent 25.9.2009 08:35
Fjórir af hverjum tíu auðmönnum hagnast í kreppunni Samkvæmt nýrri könnunun hafa fjórir af hverjum tíu auðmönnum í heiminum hagnast á kreppunni undanfarið ár. Svo virðist sem útlitið sé bjart hjá þessum hluta heimsbúa því átta af hverjum tíu auðmanna búast við að hagnast á næsta ári. Viðskipti erlent 24.9.2009 17:00
Óvíst hvort Jón Ásgeir haldi söluverði íbúðar í Khöfn Vefsíðan business.dk greinir frá því í dag að lúxusíbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Kaupmannahöfn hafi verið seld en að óvíst sé hvort Jón Ásgeir fái að halda söluverðinu. Fréttastofa hefur áður greint frá þessari íbúð og sagt hana vera bitbein milli þrotabús Baugs í Danmörku og Gaums eignarhaldsfélags Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. Viðskipti erlent 24.9.2009 14:43
Breskir stórbankar voru nokkrum tímum frá hruni Bresku stórbankarnir HBOS og Lloyds voru aðeins nokkrum klukkutímum frá hruni síðasta haust. Þetta segir Mervyn King seðlabankastjóri Englands í nýjum þætti á BBC, The Love of Money, sem sýndur er í dag. Viðskipti erlent 24.9.2009 12:25
JJB Sports tapaði 9 milljörðum á fyrri helming ársins Íþróttavörukeðjan JJB Sports tapaði 42,9 milljónum punda, eða tæplega 9 milljörðum kr., fyrir skatta á fyrri helmingi ársins. Er þetta þrefalt meira tap en á sama tímabili í fyrra. Viðskipti erlent 24.9.2009 10:03
Olíuverðið fellur undir 70 dollara eftir birgðatölur Heimsmarkaðsverð á olíu á markaðinum í New York féll í 69,3 dollara á tunnuna í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir nýjar tölur um olíubirgðir landsins. Reyndust birgðirnar mun meiri en sérfræðingar höfðu spáð fyrir um. Viðskipti erlent 23.9.2009 15:13
Norðmenn ólmir í að hefja olíuleit við Jan Mayen Á sama tíma og allir eru hættir við olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu berast fréttir frá Noregi um að Norðmenn séu ólmir í að hefja olíuleit við Jan Mayen-hryggnum það er sín megin á svæðinu. Viðskipti erlent 23.9.2009 12:42
Útlendingar mjólka danska skattkerfið Ríkissjóður Danmerkur er hreint sjálfsafgreiðslu hlaðborð fyrir hátt í 50.000 útlendinga sem vinna í landinu. Og það eru í raun engir möguleikar á að hafa stjórn á því. Viðskipti erlent 23.9.2009 09:54
Húsaleigan lækkar í dýrustu götu heimsins Verslunargatan Fifth Avenue í New York er á toppi listans yfir dýrustu götur heimsins en þar hefur húsaleigan lækkað töluvert í ár eða um rúm 8%. Ferfetið við götuna er nú leigt á 1.700 dollara eða um 209 þúsund kr. Viðskipti erlent 23.9.2009 09:35
Moody´s sakað um að blása upp lánshæfiseinkunnir Fyrrverandi greinandi hjá matsfyrirtækinu Moody´s hefur sakað Moody´s um að blása upp lánshæfiseinkunnir sínar. Hefur hann farið með málið fyrir ransóknarnefnd á Bandaríkjaþingi, að því er segir í blaðinu Wall Street Journal í dag. Viðskipti erlent 23.9.2009 08:54
Barroso minnti írska kjósendur á örlög Íslands José Manuel Barroso nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Ervrópusambandsins minnti írska kjósendur á örlög Íslendinga þegar hann heimsótti Limerick á Írlandi um síðustu helgi. Barroso var þar á ferð til að styðja baráttuna fyrir því að Írar samþykktu Lisbon-sáttmálann í komandi kosningum. Viðskipti erlent 23.9.2009 08:37
Hlutabréfamarkaðurinn hefur ekki verið hærri í Bandaríkjunum í ár Hlutabréf á Wall Street hækkuðu í kvöld og hafa ekki verið hærri það sem af er ári. Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,5%, Nasdaq hækkaði um 0,4% og S&P 500 hækkaði um 0,7%. Viðskipti erlent 22.9.2009 22:16
Blóðbað meðal svissneskra úraframleiðenda Sala á lúxusvörum hefur hrapað í kreppunni og nú finna starfsmenn hjá svissneskum úraframleiðendum fyrir því. Talið er að minnkandi sala á úrum muni kosta um 3.000 störf í þessum iðnaði í Sviss. Viðskipti erlent 22.9.2009 14:48
Tvívolíið í Kaupmannahöfn heldur sínu í kreppunni Þótt að komum erlendra ferðamanna í Tívolíið í Kaupmannahöfn hafi fækkað töluvert í ár hefur komum heimamanna fjölgað á móti þannig að þessi þekkti ferðamannastaður hefur haldið sínu í kreppunni. Viðskipti erlent 22.9.2009 10:58
Bank of America fyrir dóm vegna bónusgreiðslna Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) ætlar að draga stjórn Bank of America fyrir dómstóla vegna þess að stjórnin dró fjárfesta á asnaeyrunum þegar hún lýsti því yfir að engar bónusgreiðslur yrðu greiddar til starfsmanna Merrill Lynch án samþykkis hlutafjáreigenda. Viðskipti erlent 22.9.2009 10:24