Sjóræningjar setja upp kauphöll til að fjármagna aðgerðir 1. desember 2009 14:31 Sómalskir sjóræningjar hafa komið á fót „kauphöll" í aðalbækistöðvum sínum, bænum Haradheere, þannig að áhugasamir fjárfestar eigi þess kost að fjármagna aðgerðir þeirra. Í ítarlegri umfjöllun Reuters um málið segir að þetta sé eins og þegar kauphallarmarkaður og skipulögð glæpastarfsemi fari saman í eina sæng.Sjóræningjarnir hafa herjað á hafsvæðinu út af Horni Afríku, það er á Aden flóanum og Indlandshafi og hafa grætt tugi milljóna dollara á ránum sínum. Vera herskipaflota á þessum slóðum hefur haft það eitt í för með sér að sjóræningjarnir sækja lengra á haf út.Það er eftir töluverðu að slægjast segir í umfjöllun Reuters og áhugasamir fjárfestar frá öðrum hlutum Sómalíu og öðrum þjóðum hafa nú sett upp skipulagaðan markað til að annast fjármál sín.Einn auðugur fyrrum sjóræningi, Mohammed að nafni, fór með fréttamanni Reuters í skoðunarferð um markaðinn og lét þess getið í leiðinni að það væri nauðsynlegt að hafa stuðning staðarbúa fyrir aðgerðum sjóræningjanna.„Við settum þennan markað upp fyrir fjórum mánuðum síðan þegar monsúnrigningarnar stóðu yfir," segir Mohammed. „Við byrjuðum með 15 „skipafélög" en nú eru þau orðin 72 talsins. Tíu þeirra hafa þegar skilað hagnaði."Mohammed segir ennfremur að hver sem vill geti keypt hluti í þessum „skipafélögum" og arður sé greiddur eftir árangrinum á hafi úti. Markaðurinn er opinn 24 tíma á sólarhring.Haradheere, sem liggur 400 km norður af Mogadishu, var áður fyrr lítið og rólegt sjávarþorp en núna er vart þverfótað þar fyrir lúxusjeppum sem stífla allar götur.„Viðskipti tengd sjóránum eru nú orðin aðalatvinnuvegur þorpsbúa og bæjaryfirvöld fá sinn hluta af kökunni úr hverju velheppnuðu sjóráni," segir Mohamed Adam yfirmaður öryggismála í þorpinu.Stjórnvöld geta lítið gert við ástandinu enda í harðri baráttu við íslamska uppreisnarmenn. Það er varla að stjórnvöld ráði meiru en nokkrum götum í Mogadishu, höfuðborg landsins. Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sómalskir sjóræningjar hafa komið á fót „kauphöll" í aðalbækistöðvum sínum, bænum Haradheere, þannig að áhugasamir fjárfestar eigi þess kost að fjármagna aðgerðir þeirra. Í ítarlegri umfjöllun Reuters um málið segir að þetta sé eins og þegar kauphallarmarkaður og skipulögð glæpastarfsemi fari saman í eina sæng.Sjóræningjarnir hafa herjað á hafsvæðinu út af Horni Afríku, það er á Aden flóanum og Indlandshafi og hafa grætt tugi milljóna dollara á ránum sínum. Vera herskipaflota á þessum slóðum hefur haft það eitt í för með sér að sjóræningjarnir sækja lengra á haf út.Það er eftir töluverðu að slægjast segir í umfjöllun Reuters og áhugasamir fjárfestar frá öðrum hlutum Sómalíu og öðrum þjóðum hafa nú sett upp skipulagaðan markað til að annast fjármál sín.Einn auðugur fyrrum sjóræningi, Mohammed að nafni, fór með fréttamanni Reuters í skoðunarferð um markaðinn og lét þess getið í leiðinni að það væri nauðsynlegt að hafa stuðning staðarbúa fyrir aðgerðum sjóræningjanna.„Við settum þennan markað upp fyrir fjórum mánuðum síðan þegar monsúnrigningarnar stóðu yfir," segir Mohammed. „Við byrjuðum með 15 „skipafélög" en nú eru þau orðin 72 talsins. Tíu þeirra hafa þegar skilað hagnaði."Mohammed segir ennfremur að hver sem vill geti keypt hluti í þessum „skipafélögum" og arður sé greiddur eftir árangrinum á hafi úti. Markaðurinn er opinn 24 tíma á sólarhring.Haradheere, sem liggur 400 km norður af Mogadishu, var áður fyrr lítið og rólegt sjávarþorp en núna er vart þverfótað þar fyrir lúxusjeppum sem stífla allar götur.„Viðskipti tengd sjóránum eru nú orðin aðalatvinnuvegur þorpsbúa og bæjaryfirvöld fá sinn hluta af kökunni úr hverju velheppnuðu sjóráni," segir Mohamed Adam yfirmaður öryggismála í þorpinu.Stjórnvöld geta lítið gert við ástandinu enda í harðri baráttu við íslamska uppreisnarmenn. Það er varla að stjórnvöld ráði meiru en nokkrum götum í Mogadishu, höfuðborg landsins.
Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira