Evrópskir bankar stækka og sá fræjum að næstu kreppu 2. desember 2009 12:48 Evrópskir bankar eru að koma undan kreppunni stærri en nokkru sinni fyrr og þar með eru þeir komnir í gang með að sá fræjum að næstu kreppu. Stærð þeirra ógnar orðið efnahag heimalanda þeirra.Í ítarlegri umfjöllun um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að BNP Paribas, Barclays Plc og Banco Santander SA séu meðal a.m.k. 353 evrópskra fjármálastofnanna sem orðnar eru stærri en þær voru í ársbyrjun 2007. Eignir fimmtán evrópskra banka eru nú meiri en nemur efnahag heimalanda þeirra. Fyrir þremur árum voru þeir tíu talsins í þessum hópi.Sérfræðingar sem Bloomberg ræðir við um málið segja að verið sé að sá fræjum að næstu kreppu með þessari þróun sem átt hefur sér stað síðustu tvö árinSamkvæmt úttekt Bloomberg hafa evrópskir bankar stækkað um 25% frá upphafi ársins 2007 á meðan bandarískir bankar hafa stækkað um 20% á sama tímabili.Tom Kirchmaier hjá London School of Economics segir að fjármálakreppan hafi sýnt fram á að stórar fjármálastofnanir eru ógn við það þjóðfélag sem þær tilheyra, sérstaklega í minni löndum Evrópu.„Að mínu mati er skynsamlegt að skipta þessum bönkum niður í minni einingar," segir Kirchmaier. „Ef við lendum í öðru efnahagsáfalli efast ég verulega um að minni löndin séu í standi til að lifa slíkt af."Bæði Bretland og Ísland eru tekin sem dæmi í úttekt Bloomberg um hvaða hætta þjóðfélögum stafi af of stóru bankakerfi. Á Íslandi leiddi þetta að lokum til algers efnahagshruns og í Bretlandi berjast menn nú í bökkum með vaxandi atvinnuleysi og skattahækkunum til að mæta afleiðingum af því að hafa neyðst til Þess að bjarga bankakerfi sínu með gríðarlegum opinberum fjárútlátum. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Evrópskir bankar eru að koma undan kreppunni stærri en nokkru sinni fyrr og þar með eru þeir komnir í gang með að sá fræjum að næstu kreppu. Stærð þeirra ógnar orðið efnahag heimalanda þeirra.Í ítarlegri umfjöllun um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að BNP Paribas, Barclays Plc og Banco Santander SA séu meðal a.m.k. 353 evrópskra fjármálastofnanna sem orðnar eru stærri en þær voru í ársbyrjun 2007. Eignir fimmtán evrópskra banka eru nú meiri en nemur efnahag heimalanda þeirra. Fyrir þremur árum voru þeir tíu talsins í þessum hópi.Sérfræðingar sem Bloomberg ræðir við um málið segja að verið sé að sá fræjum að næstu kreppu með þessari þróun sem átt hefur sér stað síðustu tvö árinSamkvæmt úttekt Bloomberg hafa evrópskir bankar stækkað um 25% frá upphafi ársins 2007 á meðan bandarískir bankar hafa stækkað um 20% á sama tímabili.Tom Kirchmaier hjá London School of Economics segir að fjármálakreppan hafi sýnt fram á að stórar fjármálastofnanir eru ógn við það þjóðfélag sem þær tilheyra, sérstaklega í minni löndum Evrópu.„Að mínu mati er skynsamlegt að skipta þessum bönkum niður í minni einingar," segir Kirchmaier. „Ef við lendum í öðru efnahagsáfalli efast ég verulega um að minni löndin séu í standi til að lifa slíkt af."Bæði Bretland og Ísland eru tekin sem dæmi í úttekt Bloomberg um hvaða hætta þjóðfélögum stafi af of stóru bankakerfi. Á Íslandi leiddi þetta að lokum til algers efnahagshruns og í Bretlandi berjast menn nú í bökkum með vaxandi atvinnuleysi og skattahækkunum til að mæta afleiðingum af því að hafa neyðst til Þess að bjarga bankakerfi sínu með gríðarlegum opinberum fjárútlátum.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira