Viðskipti erlent Auðugur Rússi kaupir yfirgefið kaldastríðsþorp Auðugur Rússi hefur keypt draugaþorpið Skrunda-1 í Lettlandi en síðasti íbúinn yfirgaf þessa 5.000 manna byggð árið 1998. Rússneski herinn rak Skrunda-1 á tímum kaldastríðsins. Viðskipti erlent 11.2.2010 10:10 Bankabjörgun kostaði þrefalda landsframleiðslu Skotlands Kostnaðurinn við að bjarga tveimur skoskum bönkum, Royal Bank of Scotland (RBS) og HBOS, nemur 470 milljörðum punda eða hinni stjarnfræðilegu tölu 94 þúsund milljörðum kr. Þetta er þreföld landsframleiðsla Skotlands. Viðskipti erlent 11.2.2010 09:39 Hefur áhyggjur af olíuskorti í framtíðinni Ökumenn þurfa að fara að átta sig á því að olía er takmörkuð vara og skipta yfir í grænan samgöngumáta til þess að forðast olíuskort árið 2020, segir Ian Marchant, framkvæmdastjóri orkufyrirtækisins Scottish & Southern. Viðskipti erlent 10.2.2010 22:30 Danskur auðmannabanki óskar eftir greiðslustöðvun Danski auðmannabankinn (velhaverbanken) Capinordic Bank hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Capinordic getur ekki uppfyllt kröfur um eiginfjárhlutfall og milljarða danskra kr. tap er framundan. Viðskipti erlent 10.2.2010 13:13 Google í stríð við Facebook og Twitter með Buzz Netrisinn Google ætlar nú í stríð við bæði Facebook og Twitter með Google Buzz sem er einskonar Google-útgáfa af Twitter. Viðskipti erlent 10.2.2010 11:09 Reikningur til Manarbúa fyrir Kaupþing 12 milljarðar Skattgreiðendur á eyjunni Mön munu þurfa að greiða 60 milljónir punda, eða um 12 milljarða kr., til þess að hægt sé að standa við greiðslur á innlánstryggingum á reikningum hjá dótturfélags Kaupþings á eyjunni. Viðskipti erlent 10.2.2010 09:54 Miklar bensínbirgðir halda olíuverðinu niðri Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar í morgun í kjölfar fregna frá Bandaríkjunum að olíubirgðir landsins hafi aukist um 7,2 milljónir tunna í síðustu viku. Þá hafa bensínbirgðir Bandaríkjanna ekki verið meiri síðan í mars 1999 en þær nema nú 228,2 milljónum tunna. Viðskipti erlent 10.2.2010 09:27 Sænsk glæpasagnadrottning í stjórn Post Danmark Sænska glæpasagnadrottningin Viveca Sten hefur fengið sæti í stjórn Post Danmark. Fyrir er Sten einn af stjórnendum dansk/sænsk póstrisans Posten Norden en hún er menntaður lögfræðingur. Viðskipti erlent 10.2.2010 08:56 Nordea skilar ágætu uppgjöri Nordea bankinn skilaði ágætu uppgjöri fyrir árið í fyrra. Hagnaður bankans fyrir skatta nam 20,8 milljörðum danskra kr. eða ríflega 490 milljörðum kr. Þetta er fimmfaldur hagnaður Danske Bank fyrir sama ár. Viðskipti erlent 10.2.2010 08:23 Dómstóll hafnaði kröfu um kyrrsetningu eigna í Svíþjóð Héraðsdómur í Stokkhólmi hafnaði í gær kröfu efnahagsbrotadeildar sænsku lögreglunnar um að kyrrsetja eignir fjögurra íslenskra manna þar í landi sem grunaðir eru um gjaldeyrissvik. Viðskipti erlent 10.2.2010 07:58 Íslandsvinurinn Kiefer Sutherland svikinn af nautgripasala Íslandsvinurinn og stórstjarnan Kiefer Sutherland situr eftir með sárt ennið eftir að hafa verið illa svikinn í viðskiptum af nautgripasala í Bandaríkjunum. Sutherland var svikinn um 869.000 dollara af nautgripasalanum eða um tæpar 112 milljónir kr. Viðskipti erlent 9.2.2010 10:44 Áhugi á að kaupa eina af stærri breskum eignum Kaupþings Nokkrir fjárfestar hafa lýst áhuga á því að kaupa, Bay Restaurant Group (Bay), eina af stærri eignum Kaupþings í Bretlandi. Bay var áður í eigu auðmannsins Robert Tchenguiz fyrrum stjórnarmanns í Exista. Kauipþing leysti til sín þessa eign í fyrra. Viðskipti erlent 9.2.2010 08:42 SAS öskrar á hjálp, tapaði 50 milljörðum í fyrra „SAS öskrar á hjálp" er fyrirsögnin á einum af dönsku vefmiðlunum í morgun þar sem fjallað er um taprekstur SAS flugfélagsins á síðasta ári. Tapið nam 2,2 milljörðum danskra kr. eða rúmum 50 milljörðum kr. Viðskipti erlent 9.2.2010 08:30 Næsta andlit Iceland verður venjulegur Breti Verslunarkeðjan Iceland í Bretlandi hefur hleypt af stokkunum samkeppni meðal bresks almennings um að finna næsta andlit keðjunnar. Hingað til hefur Iceland sótt þetta andlit til þekktra Breta en nú á að breyta um stefnu. Viðskipti erlent 8.2.2010 14:29 Norræn deila um frekari fjárhagsaðstoð til SAS Norsk stjórnvöld hafa glatað þolinmæði sinni gagnvart SAS flugfélaginu og munu ekki leggja því til krónu í frekari fjárhagsaðstoð. Dönsk stjórnvöld vilja hinsvegar halda áfram að aðstoða SAS. Viðskipti erlent 8.2.2010 13:49 Atvinnuleysið áfram minna en í öðrum OECD ríkjum Atvinnuleysið í OECD ríkjunum var að meðaltali 8,8% í desember s.l. samkvæmt samræmdri mælingu samtakanna. Atvinnuleysi á Íslandi er því áfram minna en í öðrum OECD ríkjum að jafnaði en það mældist 8,2% í desember. Viðskipti erlent 8.2.2010 11:24 Tryggingarfélög hagnast vel á Facebook Með tilkomu Facebook er það orðið mun léttara verk fyrir tryggingarfélög að upplýsa um tryggingarsvik. Á síðustu fjórum árum hefur tryggingarfélag sparað sér greiðslur á tryggingabótum upp á rúma þrjá milljarða með því að nýta sér upplýsingar af Facebook. Viðskipti erlent 8.2.2010 11:00 Hlutir í Færeyjabanka ekki hærri síðan 2008 Hlutir í Færeyjabanka hækkuðu um 4,5% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og hefur gengi þeirra þar ekki verið hærra síðan í október árið 2008. Gengi þeirra stendur í 150 kr. dönskum. Viðskipti erlent 8.2.2010 10:36 Álverðið dottið niður fyrir 2.000 dollara í London Heimsmarkaðsverð á áli hefur stöðugt lækkað undanfarnar vikur og er nú komið niður yfir 2.000 dollara á tonnið á markaðinum í London. Í morgun stóð verðið í 1.982 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Viðskipti erlent 8.2.2010 08:51 Hlutabréfaútgáfa upp á 8 milljarða hjá West Ham Skriður er kominn á hugmyndir þeirra David Sullivan og David Gold um að fá nýtt fjármagn inn í rekstur enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Framundan er útgáfa á nýjum hlutabréfum fyrir allt að 40 milljónir punda eða um 8 milljarða kr. Viðskipti erlent 8.2.2010 08:32 Toyota innkallar Prius Japanski bílaframleiðandinn Toyota hyggst síðar í vikunni innkalla rúmlega 300 þúsund bifreiðar af gerðinni Prius í Bandaríkjunum og Japan vegna bilana í hemlunarbúnaði bifreiðanna. Áður hafði fyrirtækið innkallað um átta milljónir bifreiðar víðsvegar um heiminn, þar á meðal á Íslandi, vegna bilana í bensíngjöf í sjö undirtegundum. Viðskipti erlent 8.2.2010 08:03 Efnuðustu þjóðirnar fella niður allar skuldir Haiti Efnuðustu þjóðir heims, G-7 hópurinn svokallaði, hafa ákveðið að fella niður allar skuldir Haiti í kjölfar hörmunganna þar í landi undanfarnar vikur. Viðskipti erlent 7.2.2010 10:47 Íslensk fiskhausaþurrkun skapar störf í Nova Scotia Íslensk fiskhausaþurrkun mun skapa um 50 ný störf í Nova Scotia í Kanada á næstu fimm árum. Yfirvöld í Nova Scotia hafa ákveðið að leggja 1,4 milljónir kanadadollara eða um 180 milljónir kr. sem lán í fyrirtækið. Viðskipti erlent 7.2.2010 10:00 Lindsay Lohan verður fylgdarkona Lugner í ár Viðskipti erlent 7.2.2010 09:16 Actavis og Teva leggja fram tilboð í Ratiopharm Actavis og Teva eru bæði búin að leggja fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Talið er að bandaríski lyfjarisinn Pfizer muni einnig leggja fram tilboð fyrir lok mánaðarins en áður hafði komið fram að Pfizer væri hætt við að reyna að kaupa Ratiopharm. Viðskipti erlent 7.2.2010 08:33 Google fyrirtækið hótar að hætta starfsemi í Kína Google fyrirtækið hefur hótað því að hætta allri starfsemi í Kína vegna þess að fyrirtækið hefur orðið fyrir árásum af hálfu kínverskra tölvuhakkara. Viðskipti erlent 5.2.2010 21:00 Spáir hálfri milljón atvinnulausra í Danmörku í ár Helge J. Pedersen aðalhagfræðingur Nordea bankans spáir því að hálf milljón Dana muni verða atvinnulausir á þessu ári, að hluta eða öllu leyti. Þetta byggir Pedersen á nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur. Viðskipti erlent 5.2.2010 14:34 Kanadískt rækjustríð eykur landanir í Reykjavík Stjórnvöld í Kanada eru nú komin í stríð við grænlenska og færeyska rækjusjómenn. Í næstu viku munu stjórnvöld loka höfnum á austurströnd Kanada fyrir rækjuskipum þessara þjóða. Það hefur aftur þær afleiðingar að landanir færeyska rækjuskipa flytjast að hluta til Reykjavíkur. Viðskipti erlent 5.2.2010 10:45 Óttinn er kominn aftur, rautt í öllum kauphöllum Hinn þekkti fjárfestir Bill Gross segir að óttinn sé kominn aftur á fjármálamarkaði heimsins. Þetta sjáist best á því að rauðar tölur eru nú í nær öllum kauphöllum heimsins. Markaðurinn á Wall Street endaði í mínus í gærkvöldi, Asíumarkaðirnir upplifðu stærsta fall sitt á síðustu mánuðum í nótt og vísitölur lækka í öllum kauphöllum Evrópu í dag. Viðskipti erlent 5.2.2010 10:06 Hollywood draumum Kaupþings og Candy-bræðra lokið Candy-bræðurnir bresku og Richard Caring hafa nú endanlega tapað Lotus-verkefni sínu í Beverly Hills. Kaupþing tekur mikinn skell vegna þessa en bankinn fjármagnaði þá bræður. Verkið samanstendur af 235 lúxusíbúðum auk verslana og veitingahúsa. Viðskipti erlent 5.2.2010 08:05 « ‹ 272 273 274 275 276 277 278 279 280 … 334 ›
Auðugur Rússi kaupir yfirgefið kaldastríðsþorp Auðugur Rússi hefur keypt draugaþorpið Skrunda-1 í Lettlandi en síðasti íbúinn yfirgaf þessa 5.000 manna byggð árið 1998. Rússneski herinn rak Skrunda-1 á tímum kaldastríðsins. Viðskipti erlent 11.2.2010 10:10
Bankabjörgun kostaði þrefalda landsframleiðslu Skotlands Kostnaðurinn við að bjarga tveimur skoskum bönkum, Royal Bank of Scotland (RBS) og HBOS, nemur 470 milljörðum punda eða hinni stjarnfræðilegu tölu 94 þúsund milljörðum kr. Þetta er þreföld landsframleiðsla Skotlands. Viðskipti erlent 11.2.2010 09:39
Hefur áhyggjur af olíuskorti í framtíðinni Ökumenn þurfa að fara að átta sig á því að olía er takmörkuð vara og skipta yfir í grænan samgöngumáta til þess að forðast olíuskort árið 2020, segir Ian Marchant, framkvæmdastjóri orkufyrirtækisins Scottish & Southern. Viðskipti erlent 10.2.2010 22:30
Danskur auðmannabanki óskar eftir greiðslustöðvun Danski auðmannabankinn (velhaverbanken) Capinordic Bank hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Capinordic getur ekki uppfyllt kröfur um eiginfjárhlutfall og milljarða danskra kr. tap er framundan. Viðskipti erlent 10.2.2010 13:13
Google í stríð við Facebook og Twitter með Buzz Netrisinn Google ætlar nú í stríð við bæði Facebook og Twitter með Google Buzz sem er einskonar Google-útgáfa af Twitter. Viðskipti erlent 10.2.2010 11:09
Reikningur til Manarbúa fyrir Kaupþing 12 milljarðar Skattgreiðendur á eyjunni Mön munu þurfa að greiða 60 milljónir punda, eða um 12 milljarða kr., til þess að hægt sé að standa við greiðslur á innlánstryggingum á reikningum hjá dótturfélags Kaupþings á eyjunni. Viðskipti erlent 10.2.2010 09:54
Miklar bensínbirgðir halda olíuverðinu niðri Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar í morgun í kjölfar fregna frá Bandaríkjunum að olíubirgðir landsins hafi aukist um 7,2 milljónir tunna í síðustu viku. Þá hafa bensínbirgðir Bandaríkjanna ekki verið meiri síðan í mars 1999 en þær nema nú 228,2 milljónum tunna. Viðskipti erlent 10.2.2010 09:27
Sænsk glæpasagnadrottning í stjórn Post Danmark Sænska glæpasagnadrottningin Viveca Sten hefur fengið sæti í stjórn Post Danmark. Fyrir er Sten einn af stjórnendum dansk/sænsk póstrisans Posten Norden en hún er menntaður lögfræðingur. Viðskipti erlent 10.2.2010 08:56
Nordea skilar ágætu uppgjöri Nordea bankinn skilaði ágætu uppgjöri fyrir árið í fyrra. Hagnaður bankans fyrir skatta nam 20,8 milljörðum danskra kr. eða ríflega 490 milljörðum kr. Þetta er fimmfaldur hagnaður Danske Bank fyrir sama ár. Viðskipti erlent 10.2.2010 08:23
Dómstóll hafnaði kröfu um kyrrsetningu eigna í Svíþjóð Héraðsdómur í Stokkhólmi hafnaði í gær kröfu efnahagsbrotadeildar sænsku lögreglunnar um að kyrrsetja eignir fjögurra íslenskra manna þar í landi sem grunaðir eru um gjaldeyrissvik. Viðskipti erlent 10.2.2010 07:58
Íslandsvinurinn Kiefer Sutherland svikinn af nautgripasala Íslandsvinurinn og stórstjarnan Kiefer Sutherland situr eftir með sárt ennið eftir að hafa verið illa svikinn í viðskiptum af nautgripasala í Bandaríkjunum. Sutherland var svikinn um 869.000 dollara af nautgripasalanum eða um tæpar 112 milljónir kr. Viðskipti erlent 9.2.2010 10:44
Áhugi á að kaupa eina af stærri breskum eignum Kaupþings Nokkrir fjárfestar hafa lýst áhuga á því að kaupa, Bay Restaurant Group (Bay), eina af stærri eignum Kaupþings í Bretlandi. Bay var áður í eigu auðmannsins Robert Tchenguiz fyrrum stjórnarmanns í Exista. Kauipþing leysti til sín þessa eign í fyrra. Viðskipti erlent 9.2.2010 08:42
SAS öskrar á hjálp, tapaði 50 milljörðum í fyrra „SAS öskrar á hjálp" er fyrirsögnin á einum af dönsku vefmiðlunum í morgun þar sem fjallað er um taprekstur SAS flugfélagsins á síðasta ári. Tapið nam 2,2 milljörðum danskra kr. eða rúmum 50 milljörðum kr. Viðskipti erlent 9.2.2010 08:30
Næsta andlit Iceland verður venjulegur Breti Verslunarkeðjan Iceland í Bretlandi hefur hleypt af stokkunum samkeppni meðal bresks almennings um að finna næsta andlit keðjunnar. Hingað til hefur Iceland sótt þetta andlit til þekktra Breta en nú á að breyta um stefnu. Viðskipti erlent 8.2.2010 14:29
Norræn deila um frekari fjárhagsaðstoð til SAS Norsk stjórnvöld hafa glatað þolinmæði sinni gagnvart SAS flugfélaginu og munu ekki leggja því til krónu í frekari fjárhagsaðstoð. Dönsk stjórnvöld vilja hinsvegar halda áfram að aðstoða SAS. Viðskipti erlent 8.2.2010 13:49
Atvinnuleysið áfram minna en í öðrum OECD ríkjum Atvinnuleysið í OECD ríkjunum var að meðaltali 8,8% í desember s.l. samkvæmt samræmdri mælingu samtakanna. Atvinnuleysi á Íslandi er því áfram minna en í öðrum OECD ríkjum að jafnaði en það mældist 8,2% í desember. Viðskipti erlent 8.2.2010 11:24
Tryggingarfélög hagnast vel á Facebook Með tilkomu Facebook er það orðið mun léttara verk fyrir tryggingarfélög að upplýsa um tryggingarsvik. Á síðustu fjórum árum hefur tryggingarfélag sparað sér greiðslur á tryggingabótum upp á rúma þrjá milljarða með því að nýta sér upplýsingar af Facebook. Viðskipti erlent 8.2.2010 11:00
Hlutir í Færeyjabanka ekki hærri síðan 2008 Hlutir í Færeyjabanka hækkuðu um 4,5% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og hefur gengi þeirra þar ekki verið hærra síðan í október árið 2008. Gengi þeirra stendur í 150 kr. dönskum. Viðskipti erlent 8.2.2010 10:36
Álverðið dottið niður fyrir 2.000 dollara í London Heimsmarkaðsverð á áli hefur stöðugt lækkað undanfarnar vikur og er nú komið niður yfir 2.000 dollara á tonnið á markaðinum í London. Í morgun stóð verðið í 1.982 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Viðskipti erlent 8.2.2010 08:51
Hlutabréfaútgáfa upp á 8 milljarða hjá West Ham Skriður er kominn á hugmyndir þeirra David Sullivan og David Gold um að fá nýtt fjármagn inn í rekstur enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Framundan er útgáfa á nýjum hlutabréfum fyrir allt að 40 milljónir punda eða um 8 milljarða kr. Viðskipti erlent 8.2.2010 08:32
Toyota innkallar Prius Japanski bílaframleiðandinn Toyota hyggst síðar í vikunni innkalla rúmlega 300 þúsund bifreiðar af gerðinni Prius í Bandaríkjunum og Japan vegna bilana í hemlunarbúnaði bifreiðanna. Áður hafði fyrirtækið innkallað um átta milljónir bifreiðar víðsvegar um heiminn, þar á meðal á Íslandi, vegna bilana í bensíngjöf í sjö undirtegundum. Viðskipti erlent 8.2.2010 08:03
Efnuðustu þjóðirnar fella niður allar skuldir Haiti Efnuðustu þjóðir heims, G-7 hópurinn svokallaði, hafa ákveðið að fella niður allar skuldir Haiti í kjölfar hörmunganna þar í landi undanfarnar vikur. Viðskipti erlent 7.2.2010 10:47
Íslensk fiskhausaþurrkun skapar störf í Nova Scotia Íslensk fiskhausaþurrkun mun skapa um 50 ný störf í Nova Scotia í Kanada á næstu fimm árum. Yfirvöld í Nova Scotia hafa ákveðið að leggja 1,4 milljónir kanadadollara eða um 180 milljónir kr. sem lán í fyrirtækið. Viðskipti erlent 7.2.2010 10:00
Actavis og Teva leggja fram tilboð í Ratiopharm Actavis og Teva eru bæði búin að leggja fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Talið er að bandaríski lyfjarisinn Pfizer muni einnig leggja fram tilboð fyrir lok mánaðarins en áður hafði komið fram að Pfizer væri hætt við að reyna að kaupa Ratiopharm. Viðskipti erlent 7.2.2010 08:33
Google fyrirtækið hótar að hætta starfsemi í Kína Google fyrirtækið hefur hótað því að hætta allri starfsemi í Kína vegna þess að fyrirtækið hefur orðið fyrir árásum af hálfu kínverskra tölvuhakkara. Viðskipti erlent 5.2.2010 21:00
Spáir hálfri milljón atvinnulausra í Danmörku í ár Helge J. Pedersen aðalhagfræðingur Nordea bankans spáir því að hálf milljón Dana muni verða atvinnulausir á þessu ári, að hluta eða öllu leyti. Þetta byggir Pedersen á nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur. Viðskipti erlent 5.2.2010 14:34
Kanadískt rækjustríð eykur landanir í Reykjavík Stjórnvöld í Kanada eru nú komin í stríð við grænlenska og færeyska rækjusjómenn. Í næstu viku munu stjórnvöld loka höfnum á austurströnd Kanada fyrir rækjuskipum þessara þjóða. Það hefur aftur þær afleiðingar að landanir færeyska rækjuskipa flytjast að hluta til Reykjavíkur. Viðskipti erlent 5.2.2010 10:45
Óttinn er kominn aftur, rautt í öllum kauphöllum Hinn þekkti fjárfestir Bill Gross segir að óttinn sé kominn aftur á fjármálamarkaði heimsins. Þetta sjáist best á því að rauðar tölur eru nú í nær öllum kauphöllum heimsins. Markaðurinn á Wall Street endaði í mínus í gærkvöldi, Asíumarkaðirnir upplifðu stærsta fall sitt á síðustu mánuðum í nótt og vísitölur lækka í öllum kauphöllum Evrópu í dag. Viðskipti erlent 5.2.2010 10:06
Hollywood draumum Kaupþings og Candy-bræðra lokið Candy-bræðurnir bresku og Richard Caring hafa nú endanlega tapað Lotus-verkefni sínu í Beverly Hills. Kaupþing tekur mikinn skell vegna þessa en bankinn fjármagnaði þá bræður. Verkið samanstendur af 235 lúxusíbúðum auk verslana og veitingahúsa. Viðskipti erlent 5.2.2010 08:05