Viðskipti erlent

Yfir 1.100 gjaldþrot í Bretlandi á hverjum degi

Yfir 1.100 fyrirtæki urðu gjaldþrota á hverjum virkum degi ársins í Bretlandi í fyrra. Samtals urðu 279.000 fyrirtæki gjaldþrota á árinu og er þetta mesti fjöldi gjaldþrota hjá fyrirtækjum síðan breska hagstofan fór að taka saman tölur um gjaldþrot fyrir áratug síðan.

Viðskipti erlent

Sala Hyundai jókst um 45 prósent

Allir helstu bílaframleiðendur, að Toyota undanskildum, hafa greint frá mikilli söluaukningu nýrra bíla í nýliðnum mánuði. Þróunin er sögð til marks um hægan bata bílaiðnaðarins vestra.

Viðskipti erlent

Spænsk stjórnvöld ætla að selja hlut í El Gordo

Spænskum stjórnvöldum er umhugað um að sanna fyrir fjármálamörkuðum að landið sé ekki í sömu stöðu og Írland. Meðal annars eru þau tilbúin til að selja allt að 30% af eignarhlutum sínum í ríkisreknum lottóum, þar á meðal El Gordo, eða Sá Feiti, sem er stærsta lottó í heimi.

Viðskipti erlent

Hunter skoðar tilboð

Skoski auðkýfingurinn Sir Tom Hunter er sagður íhuga tilboð í bresku skókeðjuna Office upp á 150 milljónir punda, jafnvirði um átján milljarða króna. Hunter keypti verslunina fyrir sjö árum fyrir sextán milljónir punda.

Viðskipti erlent

Kevin Stanford þarf að greiða 450 milljónir vegna Ghost

Tískukóngurinn Kevin Stanford neyðist til að nota 2,5 milljónir punda, eða um 450 milljónir kr., af persónulegum auðæfum sínum til að borga fyrir helming af láni frá VBS. Lánið var notað til að koma á fót tískuverslununum Ghost á laggirnir fyrir nokkrum árum en Ghost varð síðar gjaldþrota.

Viðskipti erlent

Bretar, Svíar og Danir lána Írum beint

Bretar hafa samþykkt að lána Írum 3,2 milljarða punda, eða hátt í 600 milljarða kr. með tvíhliða lánasamningum. Svíar og Danir hafa ákveðið að lána Írum en þessi lán eru til hliðar við neyðaraðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).

Viðskipti erlent

ESB segir að ekki standi til að lána Portúgal

Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur blásið á sögur þess efnis að Portúgalar séu næsti í röðinni til þess að þyggja fjárhagsaðstoð frá sambandinu. Ríkisstjórn Portúgals hefur tekið í svipaðan streng og sagt sögurnar uppspuna. Portúgalir samþykktu fjárlög sín fyrir árið 2011 þar sem tekið verður á skuldavandanum. Írar hafa farið fram á aðstoð frá ESB vegna skuldavanda og telja margir að Portúgalir séu síst betur staddir.

Viðskipti erlent

Hlutabréf í Royal Unibrew á mikilli siglingu

Hlutabréf í Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur, hafa verið á mikill siglingu í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Hafa þau hækkað um 5% frá opnun markaðarins. Þar með hafa bréfin hækkað um tæp 127% frá áramótum.

Viðskipti erlent

Þúsundir bíða enn bótanna

Í Bretlandi bíða þúsundir manna enn eftir endurgreiðslum og bótum frá flugfélögum sem felldu niður ferðir í vor vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Breska flugmálaeftirlitið hefur sent viðvaranir til flugfélaganna, enda ber þeim bæði að endurgreiða fargjöld og greiða sanngjarnar bætur vegna viðbótarkostnaðar.

Viðskipti erlent

Harkalegt aðhald á Írlandi

Írska stjórnin kynnti í dag aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum til næstu fjögurra ára, þær harkalegustu í sögu landsins. Hugmyndin er að lækka útgjöld um tíu milljarða evra og hækka skatta um fimm milljarða evra, þannig að fjárlagahallinn minnki samtals um fimmtán milljarða evra á tímabilinu 2011 til 2014.

Viðskipti erlent