Viðskipti erlent Neftóbaksdós er talin 70 milljóna virði hjá Christie´s Neftóbaksdós sem boðin verður upp hjá Christie´s í London á morgun er metin á rúmlega 70 milljónir kr. En þetta er ekki venjulega neftóbaksdós. Hún er smíðuð af Peter Carl Fabergé, skartgripasmiði Rússlandskeisaranna Alexander III og Nikulásar II. Viðskipti erlent 28.11.2010 10:56 ESB segir að ekki standi til að lána Portúgal Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur blásið á sögur þess efnis að Portúgalar séu næsti í röðinni til þess að þyggja fjárhagsaðstoð frá sambandinu. Ríkisstjórn Portúgals hefur tekið í svipaðan streng og sagt sögurnar uppspuna. Portúgalir samþykktu fjárlög sín fyrir árið 2011 þar sem tekið verður á skuldavandanum. Írar hafa farið fram á aðstoð frá ESB vegna skuldavanda og telja margir að Portúgalir séu síst betur staddir. Viðskipti erlent 26.11.2010 16:42 Pólverjar bora eftir olíu á Suður Jótlandi Sérfræðingar frá pólska olíufélaginu PGNiG ætla að bora eftir olíu á Suður Jótlandi. Fyrsta tilraunaholan verður boruð við bæinn Kiding sem liggur á milli Aabenraa og Sönderborgar. Viðskipti erlent 26.11.2010 10:02 James Bond byssa seld á uppboði fyrir 50 milljónir Skammbyssa sem Sean Connery í hlutverki James Bond hélt á við kynningu á myndinni From Russia With Love seldist á uppboði fyrir 50 milljónir króna. Viðskipti erlent 26.11.2010 07:42 Straumur höfðar mál gegn David Rowland Straumur hefur höfðað mál gegn fjárfestingarfélagi í eigu breska auðkýfingsins David Rowland. Rowland fjölskyldan á Havilland-bankann í Lúxemborg en sá banki var áður Kaupþing í Lúxemborg. Viðskipti erlent 26.11.2010 07:40 Evran veikist áfram, skuldatryggingaálag hækkar Enn heldur evran áfram að veikjast gagnvart helstu myntum, og líkt og undanfarið er veikingin rakin til fregna af bágri stöðu Írlands og keðjuverkandi áhrif þeirra frétta á áhyggjur manna af stöðu annarra evruríkja. Viðskipti erlent 25.11.2010 11:15 Hlutabréf í Royal Unibrew á mikilli siglingu Hlutabréf í Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur, hafa verið á mikill siglingu í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Hafa þau hækkað um 5% frá opnun markaðarins. Þar með hafa bréfin hækkað um tæp 127% frá áramótum. Viðskipti erlent 25.11.2010 10:29 Konunglegt brúðkaup kostar Breta 900 milljarða Hið konunglega brúðkaup sem framundan er í Bretlandi á næsta ári, þar sem William prins og Kate Middleton ganga up að altarinu, gæti kostað breskt efnahagslíf allt að fimm milljörðum punda eða um 900 milljarða króna. Viðskipti erlent 25.11.2010 07:45 Viðskiptavinir streyma til írsks banka í eigu Danske Bank Taugatrekktir Írar streyma nú með sparifé sitt í National Irish Bank og leggja inn á reikninga þar. Írar telja þennan banka þann öruggasta í landinu þar sem hann er í eigu Danske Bank. Viðskipti erlent 25.11.2010 07:38 Þúsundir bíða enn bótanna Í Bretlandi bíða þúsundir manna enn eftir endurgreiðslum og bótum frá flugfélögum sem felldu niður ferðir í vor vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Breska flugmálaeftirlitið hefur sent viðvaranir til flugfélaganna, enda ber þeim bæði að endurgreiða fargjöld og greiða sanngjarnar bætur vegna viðbótarkostnaðar. Viðskipti erlent 25.11.2010 07:30 Krugman: Íslensk villutrú virkar betur en írskur rétttrúnaður Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði Paul Krugman segir að brandarinn um Ísland og Írland hafi snúist upp í andhverfu sína. Viðskipti erlent 25.11.2010 07:12 Harkalegt aðhald á Írlandi Írska stjórnin kynnti í dag aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum til næstu fjögurra ára, þær harkalegustu í sögu landsins. Hugmyndin er að lækka útgjöld um tíu milljarða evra og hækka skatta um fimm milljarða evra, þannig að fjárlagahallinn minnki samtals um fimmtán milljarða evra á tímabilinu 2011 til 2014. Viðskipti erlent 24.11.2010 23:45 Peningaverðlaun til starfsmanna draga úr veikindadögum Peningaverðlaun til þeirra starfsmanna sem taka fæsta veikindadaga á ári hverju hjá Post Danmark hafa dregið verulega úr heildarfjölda veikindadaga í póstþjónustunni. Viðskipti erlent 24.11.2010 10:09 SAS gefur starfsfólki sínu ekki jólagjafir í ár SAS flugfélagið hefur ákveðið að gefa ekki starfsfólki sínu jólagjafir í ár. Ástæðan er slæmt gengi félagsins en þetta er annað árið í röð sem starfsfólk SAS heldur jólin án gjafar frá vinnuveitenda sínum. Viðskipti erlent 24.11.2010 09:30 Um 60% Dana vilja stunda bankaviðskipti gegnum farsíma Um 60% Dana undir þrítugsaldri vilja stunda bankaviðskipti sín í gegnum farsíma. Viðskipti erlent 24.11.2010 08:03 Ein fyrsta Apple tölvan seld á 24 milljónir á uppboði Ein af fyrstu einkatölvunum sem Apple framleiddi, kölluð Apple 1, var seld fyrir 24 milljónir króna á uppboði hjá Christie´s í London í gær. Viðskipti erlent 24.11.2010 07:51 Norðmenn bjóða Írum fjárhagsaðstoð Norðmenn hafa nú bæst í hóp þeirra þjóða sem bjóðast til að styðja Írland fjárhagslega en þá í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Viðskipti erlent 24.11.2010 07:41 Neyðaraðstoðin til Íra nemur rúmum 13 þúsund milljörðum Samkomulag hefur nást um að neyðaraðstoð Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni nema 85 milljörðum evra eða rúmlega 13 þúsund milljörðum króna. Viðskipti erlent 24.11.2010 07:19 Hafnar því að Portúgal þurfi á neyðaraðstoð að halda Jóse Sócrates forsætisráðherra Portúgal hafnar því að landið þurfi á aðstoð Evrópusambandsins að halda. Umræða um slíkt gerist æ háværari í kjölfar þess að Írland samþykkti slíka aðstoð. Viðskipti erlent 23.11.2010 07:35 Svíar ætla að lána Írum álíka mikið og Íslendingum Svíar hafa nú ákveðið að taka þátt í björgunaraðgerðum til handa Írum sem glíma við mikinn fjárhagsvanda. Anders Borg, fjármálaráðherra Svía segir að framlag Svía verði af svipaðri stærðargráðu og framlögin til Íslendinga og Letta á sínum tíma. Viðskipti erlent 22.11.2010 16:39 Írland og ESB ná saman um neyðarlán Ríkisstjórn Írlands og Evrópubandalagið hafa náð samkomulagi um neyðarstoð sambandsins til Írlands. Viðskipti erlent 22.11.2010 06:59 Um 140 milljónir manna nota Firefox daglega Hugbúnaðarfyrirtækið Mozilla, sem meðal annars framleiðir Firefox vafrann, velti 104 milljónum bandaríkjadala á síðasta reikningsári, samkvæmt nýjum ársreikningi félagsins. Upphæðin nemur tæpum 12 milljörðum íslenskra króna en tekjuaukningin nemur um 34% frá fyrra ári. Viðskipti erlent 20.11.2010 22:46 Aðeins Írland með lægri fjármagnstekjuskatt en Ísland Aðeins Írland er með lægri fjármagnstekjuskatt en Ísland af Evrópuþjóðum og munar nokkru þar sem skatturinn er 12,5% á Írlandi en 18% hérlendis. Talið er að Írar muni þurfa að hækka fjármagnstekjuskatt sinn töluvert í komandi samningaviðræðum við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðaraðstoð fyrir Írland. Viðskipti erlent 20.11.2010 09:00 Verður líklega með myndavél Búast má við að bandaríska tæknifyrirtækið Apple kynni til sögunnar nýja gerð af iPad-spjaldtölvunni, að mati sérfræðinga. Fyrsta iPad-tölvan kom á markað í apríl á þessu ári. Viðskipti erlent 20.11.2010 07:00 Innspýting er nauðsynleg Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vísar á bug allri gagnrýni á áform bankans um að kaupa ríkisskuldabréf fyrir 600 milljarða dala. Viðskipti erlent 19.11.2010 23:45 Eik Bank í Danmörku seldur innan mánaðar Eik Bank í Danmörku, dótturfélag Eik Banki í Færeyjum, verður seldur innan mánaðar. Kaupendur skortir ekki því 20 slíkir hafa sýnt því áhuga að kaupa Eik Bank. Viðskipti erlent 19.11.2010 14:16 Fékk 18 milljarða í laun fyrir að tapa 257 milljörðum Fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði bless og takk fyrir við Stanley O´Neal forstjóra sinn eftir mesta ársfjórðungtap bankans í tæplega aldarlangri sögu hans árið 2007. O´Neal fékk 160 milljónir dollara eða 18 milljarða kr, að launum fyrir að tapa 2,3 milljörðum dollara eða um 257 milljörðum kr. Viðskipti erlent 19.11.2010 13:12 Eign Landic Property á Amager til sölu fyrir 20 milljarða Eign í eigu þrotabús íslenska fasteignafélagsins Landic Property á Amager í Kaupmannahöfn er nú til sölu. Verðmæti hennar er metið á tæpan milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. Viðskipti erlent 19.11.2010 08:35 Ríkið gæti komið út á sléttu Gengi hlutabréfa bandaríska bílaframleiðandans General Motors, GM, hækkaði um tæp átta prósent frá útboði í fyrstu viðskiptum með bréfin á hlutabréfamarkað í New York í í gær. Viðskipti erlent 18.11.2010 23:45 Kampavín upp á 7,5 milljónir flaskan fannst í skipsflaki Kafarar sem sérhæfa sig í leit að skipsflökum duttu nýlega í lukkupottinn í Eystrasalti nálægt Álandseyjum. Þar fundu þeir hátt í 200 ára gamalt skipsflak sem fulllestað var með eðalkampavíni. Talið er að flaskan af því seljist á 50.000 evrur eða 7,5 milljónir kr. Viðskipti erlent 18.11.2010 13:02 « ‹ 244 245 246 247 248 249 250 251 252 … 334 ›
Neftóbaksdós er talin 70 milljóna virði hjá Christie´s Neftóbaksdós sem boðin verður upp hjá Christie´s í London á morgun er metin á rúmlega 70 milljónir kr. En þetta er ekki venjulega neftóbaksdós. Hún er smíðuð af Peter Carl Fabergé, skartgripasmiði Rússlandskeisaranna Alexander III og Nikulásar II. Viðskipti erlent 28.11.2010 10:56
ESB segir að ekki standi til að lána Portúgal Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur blásið á sögur þess efnis að Portúgalar séu næsti í röðinni til þess að þyggja fjárhagsaðstoð frá sambandinu. Ríkisstjórn Portúgals hefur tekið í svipaðan streng og sagt sögurnar uppspuna. Portúgalir samþykktu fjárlög sín fyrir árið 2011 þar sem tekið verður á skuldavandanum. Írar hafa farið fram á aðstoð frá ESB vegna skuldavanda og telja margir að Portúgalir séu síst betur staddir. Viðskipti erlent 26.11.2010 16:42
Pólverjar bora eftir olíu á Suður Jótlandi Sérfræðingar frá pólska olíufélaginu PGNiG ætla að bora eftir olíu á Suður Jótlandi. Fyrsta tilraunaholan verður boruð við bæinn Kiding sem liggur á milli Aabenraa og Sönderborgar. Viðskipti erlent 26.11.2010 10:02
James Bond byssa seld á uppboði fyrir 50 milljónir Skammbyssa sem Sean Connery í hlutverki James Bond hélt á við kynningu á myndinni From Russia With Love seldist á uppboði fyrir 50 milljónir króna. Viðskipti erlent 26.11.2010 07:42
Straumur höfðar mál gegn David Rowland Straumur hefur höfðað mál gegn fjárfestingarfélagi í eigu breska auðkýfingsins David Rowland. Rowland fjölskyldan á Havilland-bankann í Lúxemborg en sá banki var áður Kaupþing í Lúxemborg. Viðskipti erlent 26.11.2010 07:40
Evran veikist áfram, skuldatryggingaálag hækkar Enn heldur evran áfram að veikjast gagnvart helstu myntum, og líkt og undanfarið er veikingin rakin til fregna af bágri stöðu Írlands og keðjuverkandi áhrif þeirra frétta á áhyggjur manna af stöðu annarra evruríkja. Viðskipti erlent 25.11.2010 11:15
Hlutabréf í Royal Unibrew á mikilli siglingu Hlutabréf í Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur, hafa verið á mikill siglingu í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Hafa þau hækkað um 5% frá opnun markaðarins. Þar með hafa bréfin hækkað um tæp 127% frá áramótum. Viðskipti erlent 25.11.2010 10:29
Konunglegt brúðkaup kostar Breta 900 milljarða Hið konunglega brúðkaup sem framundan er í Bretlandi á næsta ári, þar sem William prins og Kate Middleton ganga up að altarinu, gæti kostað breskt efnahagslíf allt að fimm milljörðum punda eða um 900 milljarða króna. Viðskipti erlent 25.11.2010 07:45
Viðskiptavinir streyma til írsks banka í eigu Danske Bank Taugatrekktir Írar streyma nú með sparifé sitt í National Irish Bank og leggja inn á reikninga þar. Írar telja þennan banka þann öruggasta í landinu þar sem hann er í eigu Danske Bank. Viðskipti erlent 25.11.2010 07:38
Þúsundir bíða enn bótanna Í Bretlandi bíða þúsundir manna enn eftir endurgreiðslum og bótum frá flugfélögum sem felldu niður ferðir í vor vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Breska flugmálaeftirlitið hefur sent viðvaranir til flugfélaganna, enda ber þeim bæði að endurgreiða fargjöld og greiða sanngjarnar bætur vegna viðbótarkostnaðar. Viðskipti erlent 25.11.2010 07:30
Krugman: Íslensk villutrú virkar betur en írskur rétttrúnaður Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði Paul Krugman segir að brandarinn um Ísland og Írland hafi snúist upp í andhverfu sína. Viðskipti erlent 25.11.2010 07:12
Harkalegt aðhald á Írlandi Írska stjórnin kynnti í dag aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum til næstu fjögurra ára, þær harkalegustu í sögu landsins. Hugmyndin er að lækka útgjöld um tíu milljarða evra og hækka skatta um fimm milljarða evra, þannig að fjárlagahallinn minnki samtals um fimmtán milljarða evra á tímabilinu 2011 til 2014. Viðskipti erlent 24.11.2010 23:45
Peningaverðlaun til starfsmanna draga úr veikindadögum Peningaverðlaun til þeirra starfsmanna sem taka fæsta veikindadaga á ári hverju hjá Post Danmark hafa dregið verulega úr heildarfjölda veikindadaga í póstþjónustunni. Viðskipti erlent 24.11.2010 10:09
SAS gefur starfsfólki sínu ekki jólagjafir í ár SAS flugfélagið hefur ákveðið að gefa ekki starfsfólki sínu jólagjafir í ár. Ástæðan er slæmt gengi félagsins en þetta er annað árið í röð sem starfsfólk SAS heldur jólin án gjafar frá vinnuveitenda sínum. Viðskipti erlent 24.11.2010 09:30
Um 60% Dana vilja stunda bankaviðskipti gegnum farsíma Um 60% Dana undir þrítugsaldri vilja stunda bankaviðskipti sín í gegnum farsíma. Viðskipti erlent 24.11.2010 08:03
Ein fyrsta Apple tölvan seld á 24 milljónir á uppboði Ein af fyrstu einkatölvunum sem Apple framleiddi, kölluð Apple 1, var seld fyrir 24 milljónir króna á uppboði hjá Christie´s í London í gær. Viðskipti erlent 24.11.2010 07:51
Norðmenn bjóða Írum fjárhagsaðstoð Norðmenn hafa nú bæst í hóp þeirra þjóða sem bjóðast til að styðja Írland fjárhagslega en þá í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Viðskipti erlent 24.11.2010 07:41
Neyðaraðstoðin til Íra nemur rúmum 13 þúsund milljörðum Samkomulag hefur nást um að neyðaraðstoð Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni nema 85 milljörðum evra eða rúmlega 13 þúsund milljörðum króna. Viðskipti erlent 24.11.2010 07:19
Hafnar því að Portúgal þurfi á neyðaraðstoð að halda Jóse Sócrates forsætisráðherra Portúgal hafnar því að landið þurfi á aðstoð Evrópusambandsins að halda. Umræða um slíkt gerist æ háværari í kjölfar þess að Írland samþykkti slíka aðstoð. Viðskipti erlent 23.11.2010 07:35
Svíar ætla að lána Írum álíka mikið og Íslendingum Svíar hafa nú ákveðið að taka þátt í björgunaraðgerðum til handa Írum sem glíma við mikinn fjárhagsvanda. Anders Borg, fjármálaráðherra Svía segir að framlag Svía verði af svipaðri stærðargráðu og framlögin til Íslendinga og Letta á sínum tíma. Viðskipti erlent 22.11.2010 16:39
Írland og ESB ná saman um neyðarlán Ríkisstjórn Írlands og Evrópubandalagið hafa náð samkomulagi um neyðarstoð sambandsins til Írlands. Viðskipti erlent 22.11.2010 06:59
Um 140 milljónir manna nota Firefox daglega Hugbúnaðarfyrirtækið Mozilla, sem meðal annars framleiðir Firefox vafrann, velti 104 milljónum bandaríkjadala á síðasta reikningsári, samkvæmt nýjum ársreikningi félagsins. Upphæðin nemur tæpum 12 milljörðum íslenskra króna en tekjuaukningin nemur um 34% frá fyrra ári. Viðskipti erlent 20.11.2010 22:46
Aðeins Írland með lægri fjármagnstekjuskatt en Ísland Aðeins Írland er með lægri fjármagnstekjuskatt en Ísland af Evrópuþjóðum og munar nokkru þar sem skatturinn er 12,5% á Írlandi en 18% hérlendis. Talið er að Írar muni þurfa að hækka fjármagnstekjuskatt sinn töluvert í komandi samningaviðræðum við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðaraðstoð fyrir Írland. Viðskipti erlent 20.11.2010 09:00
Verður líklega með myndavél Búast má við að bandaríska tæknifyrirtækið Apple kynni til sögunnar nýja gerð af iPad-spjaldtölvunni, að mati sérfræðinga. Fyrsta iPad-tölvan kom á markað í apríl á þessu ári. Viðskipti erlent 20.11.2010 07:00
Innspýting er nauðsynleg Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vísar á bug allri gagnrýni á áform bankans um að kaupa ríkisskuldabréf fyrir 600 milljarða dala. Viðskipti erlent 19.11.2010 23:45
Eik Bank í Danmörku seldur innan mánaðar Eik Bank í Danmörku, dótturfélag Eik Banki í Færeyjum, verður seldur innan mánaðar. Kaupendur skortir ekki því 20 slíkir hafa sýnt því áhuga að kaupa Eik Bank. Viðskipti erlent 19.11.2010 14:16
Fékk 18 milljarða í laun fyrir að tapa 257 milljörðum Fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði bless og takk fyrir við Stanley O´Neal forstjóra sinn eftir mesta ársfjórðungtap bankans í tæplega aldarlangri sögu hans árið 2007. O´Neal fékk 160 milljónir dollara eða 18 milljarða kr, að launum fyrir að tapa 2,3 milljörðum dollara eða um 257 milljörðum kr. Viðskipti erlent 19.11.2010 13:12
Eign Landic Property á Amager til sölu fyrir 20 milljarða Eign í eigu þrotabús íslenska fasteignafélagsins Landic Property á Amager í Kaupmannahöfn er nú til sölu. Verðmæti hennar er metið á tæpan milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. Viðskipti erlent 19.11.2010 08:35
Ríkið gæti komið út á sléttu Gengi hlutabréfa bandaríska bílaframleiðandans General Motors, GM, hækkaði um tæp átta prósent frá útboði í fyrstu viðskiptum með bréfin á hlutabréfamarkað í New York í í gær. Viðskipti erlent 18.11.2010 23:45
Kampavín upp á 7,5 milljónir flaskan fannst í skipsflaki Kafarar sem sérhæfa sig í leit að skipsflökum duttu nýlega í lukkupottinn í Eystrasalti nálægt Álandseyjum. Þar fundu þeir hátt í 200 ára gamalt skipsflak sem fulllestað var með eðalkampavíni. Talið er að flaskan af því seljist á 50.000 evrur eða 7,5 milljónir kr. Viðskipti erlent 18.11.2010 13:02