Viðskipti erlent

Hlutabréf í Royal Unibrew á mikilli siglingu

Hlutabréf í Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur, hafa verið á mikill siglingu í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Hafa þau hækkað um 5% frá opnun markaðarins. Þar með hafa bréfin hækkað um tæp 127% frá áramótum.

Viðskipti erlent

Þúsundir bíða enn bótanna

Í Bretlandi bíða þúsundir manna enn eftir endurgreiðslum og bótum frá flugfélögum sem felldu niður ferðir í vor vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Breska flugmálaeftirlitið hefur sent viðvaranir til flugfélaganna, enda ber þeim bæði að endurgreiða fargjöld og greiða sanngjarnar bætur vegna viðbótarkostnaðar.

Viðskipti erlent

Harkalegt aðhald á Írlandi

Írska stjórnin kynnti í dag aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum til næstu fjögurra ára, þær harkalegustu í sögu landsins. Hugmyndin er að lækka útgjöld um tíu milljarða evra og hækka skatta um fimm milljarða evra, þannig að fjárlagahallinn minnki samtals um fimmtán milljarða evra á tímabilinu 2011 til 2014.

Viðskipti erlent

Um 140 milljónir manna nota Firefox daglega

Hugbúnaðarfyrirtækið Mozilla, sem meðal annars framleiðir Firefox vafrann, velti 104 milljónum bandaríkjadala á síðasta reikningsári, samkvæmt nýjum ársreikningi félagsins. Upphæðin nemur tæpum 12 milljörðum íslenskra króna en tekjuaukningin nemur um 34% frá fyrra ári.

Viðskipti erlent

Aðeins Írland með lægri fjármagnstekjuskatt en Ísland

Aðeins Írland er með lægri fjármagnstekjuskatt en Ísland af Evrópuþjóðum og munar nokkru þar sem skatturinn er 12,5% á Írlandi en 18% hérlendis. Talið er að Írar muni þurfa að hækka fjármagnstekjuskatt sinn töluvert í komandi samningaviðræðum við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðaraðstoð fyrir Írland.

Viðskipti erlent

Verður líklega með myndavél

Búast má við að bandaríska tæknifyrirtækið Apple kynni til sögunnar nýja gerð af iPad-spjaldtölvunni, að mati sérfræðinga. Fyrsta iPad-tölvan kom á markað í apríl á þessu ári.

Viðskipti erlent

Fékk 18 milljarða í laun fyrir að tapa 257 milljörðum

Fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði bless og takk fyrir við Stanley O´Neal forstjóra sinn eftir mesta ársfjórðungtap bankans í tæplega aldarlangri sögu hans árið 2007. O´Neal fékk 160 milljónir dollara eða 18 milljarða kr, að launum fyrir að tapa 2,3 milljörðum dollara eða um 257 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Fyrirtækjaáhlaup hafið á írska banka

Fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við írska banka hafa tekið út innistæður sínar svo milljörðum evra skiptir á undanförnum vikum og mánuðum. Einstaklingar eru hinsvegar rólegri enda eru innistæður þeirra með ríkisábyrgð. Þetta kemur fram í Financial Times.

Viðskipti erlent