Verður stærsta kauphöll heims 10. febrúar 2011 11:45 Gangi allt eftir verður Reto Francioni, forstjóri þýsku kauphallarinnar, innan skamms stjórnarformaður einnar stærstu kauphallar í heimi. Fréttablaðið/AFP Stjórnendur NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar og Deutsche Börse, þýsku kauphallarinnar, greindu frá því í gær að samrunaviðræður væru í gangi. Skili þær tilætluðum árangri verður til stærsti hlutabréfamarkaður í heimi. Tilkynnt var um viðræðurnar í kjölfar þess að lokað var tímabundið við viðskipti með hlutabréf kauphallanna. Skömmu áður höfðu kauphöllin í Toronto í Kanada og breski hlutabréfamarkaðurinn í London greint frá fyrirhuguðu samstarfi sínu. NYSE Euronext rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum og fjórar í jafn mörgum löndum á meginlandi Evrópu. Undir kauphöllina í Þýskalandi heyrir sömuleiðis helmingshlutur í Eurex-verðbréfamarkaðnum í Evrópu. Markaðsverðmæti þýska markaðarins er jafnvirði tæpra ellefu milljarða Bandaríkjadala, sem er um tæpum tveimur milljörðum meira en verðmæti NYSE Euronext. Bandaríska stórblaðið Washington Post segir stefnt að því að Duncan Niederauer, forstjóri NYSE Euronext, verði yfir sameinaðri kauphöll, en Reto Francioni, forstjóri þýsku kauphallarinnar, setjist í stól stjórnarformanns. - jab Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnendur NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar og Deutsche Börse, þýsku kauphallarinnar, greindu frá því í gær að samrunaviðræður væru í gangi. Skili þær tilætluðum árangri verður til stærsti hlutabréfamarkaður í heimi. Tilkynnt var um viðræðurnar í kjölfar þess að lokað var tímabundið við viðskipti með hlutabréf kauphallanna. Skömmu áður höfðu kauphöllin í Toronto í Kanada og breski hlutabréfamarkaðurinn í London greint frá fyrirhuguðu samstarfi sínu. NYSE Euronext rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum og fjórar í jafn mörgum löndum á meginlandi Evrópu. Undir kauphöllina í Þýskalandi heyrir sömuleiðis helmingshlutur í Eurex-verðbréfamarkaðnum í Evrópu. Markaðsverðmæti þýska markaðarins er jafnvirði tæpra ellefu milljarða Bandaríkjadala, sem er um tæpum tveimur milljörðum meira en verðmæti NYSE Euronext. Bandaríska stórblaðið Washington Post segir stefnt að því að Duncan Niederauer, forstjóri NYSE Euronext, verði yfir sameinaðri kauphöll, en Reto Francioni, forstjóri þýsku kauphallarinnar, setjist í stól stjórnarformanns. - jab
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira