Varað við fleiri bankagjaldþrotum í Danmörku 8. febrúar 2011 09:12 Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur varað við því að fleiri bankagjaldþrot séu í farvatninu í kjölfar þess að Amagerbanken féll með hvelli um helgina. Raunar hefur Amagerbanken þegar dregið lítinn sparisjóð, Sparekassen Midtfjord, með sér í fallinu. Danska fjármálaeftirlitið liggur undir harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki stöðvað rekstur Amagerbankans löngu áður en hann komst í þrot. Í danska þinginu er nú komin fram krafa um að þáttur fjármálaeftirlitsins verði sérstaklega rannsakaður. Eftirlitið hefur svarað þessu fullum hálsi og bent á að það hafi reglulega gefið út aðvaranir um slæma stöðu Amagerbankans frá árinu 2009. Upphæðin sem tapast vegna Amagerbankans fer enn hækkandi og er nú komin í 15 milljarða danskra kr. í heildina eða yfir 300 milljarða kr. Þar af er talið að danska ríkið muni tapa tæpum 7 milljörðum danskra kr. Þar með er tapið meira en þegar Roskilde Bank varð gjaldþrota. Í dönskum fjölmiðlum hefur verið birtir listi yfir þar sem 100 dönskum bönkum er raðað upp í samræmi við mat á hve öruggir þeir eru. Efstir á listanum, og þar með öruggustu bankarnir, eru tveir sparisjóðir þ.e. Hals Sparekasse og Fanö Sparekasse. BankNordik, áður Færeyjabanki, er talinn sjötti öruggasti banki Danmerkur. BankNordik er skráður í kauphöllinni hér á landi. Af þekktum bönkum á listanum má nefna að Danske Bank er í 18. sæti og FIH bankinn, sem áður var í íslenskri eigu er í 28. sæti. Athygli vekur að Amagerbanken er í 90. sæti á listanum þótt hann sé þegar kominn í þrot. Botnsætin tvö verma svo Morsö Sparekasse og Finansbanken. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur varað við því að fleiri bankagjaldþrot séu í farvatninu í kjölfar þess að Amagerbanken féll með hvelli um helgina. Raunar hefur Amagerbanken þegar dregið lítinn sparisjóð, Sparekassen Midtfjord, með sér í fallinu. Danska fjármálaeftirlitið liggur undir harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki stöðvað rekstur Amagerbankans löngu áður en hann komst í þrot. Í danska þinginu er nú komin fram krafa um að þáttur fjármálaeftirlitsins verði sérstaklega rannsakaður. Eftirlitið hefur svarað þessu fullum hálsi og bent á að það hafi reglulega gefið út aðvaranir um slæma stöðu Amagerbankans frá árinu 2009. Upphæðin sem tapast vegna Amagerbankans fer enn hækkandi og er nú komin í 15 milljarða danskra kr. í heildina eða yfir 300 milljarða kr. Þar af er talið að danska ríkið muni tapa tæpum 7 milljörðum danskra kr. Þar með er tapið meira en þegar Roskilde Bank varð gjaldþrota. Í dönskum fjölmiðlum hefur verið birtir listi yfir þar sem 100 dönskum bönkum er raðað upp í samræmi við mat á hve öruggir þeir eru. Efstir á listanum, og þar með öruggustu bankarnir, eru tveir sparisjóðir þ.e. Hals Sparekasse og Fanö Sparekasse. BankNordik, áður Færeyjabanki, er talinn sjötti öruggasti banki Danmerkur. BankNordik er skráður í kauphöllinni hér á landi. Af þekktum bönkum á listanum má nefna að Danske Bank er í 18. sæti og FIH bankinn, sem áður var í íslenskri eigu er í 28. sæti. Athygli vekur að Amagerbanken er í 90. sæti á listanum þótt hann sé þegar kominn í þrot. Botnsætin tvö verma svo Morsö Sparekasse og Finansbanken.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira