Viðskipti erlent

Hækkanir í Bandaríkjunum en lækkanir í Evrópu

Allar helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í dag. Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,54%, Nasdaq um 1,29%, og S&P um 0,79%. Í Evrópu lækkaði hins vegar FTSE 100 vísitalan um 0,03%, DAX vísitalan lækkaði um 0,87% og CAC 40 vístalan lækkaði um 1,92%.

Viðskipti erlent

Klám flæðir yfir Facebook

Ný veira herjar nú á Facebook notendur um allan heim sem lýsir sér þannig að á Facebook síðum fólks birtast klámmyndir af svæsnustu sort. Vandamálið hefur verið að gera vart við sig í meira mæli undanfarna daga og nú er svo komið að notendur eru orðnir vægast sagt pirraðir. Það sem verra er, þá virkar vírusinn á þann hátt að svo virðist sem vinur þinn eða vinkona á Facebook sé að „pósta“ myndunum þrátt fyrir að vera alsaklaus af slíkri hegðun.

Viðskipti erlent

Hlutabréfamarkaðir lækka í Evrópu

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa flestir sýnt lækkun á hlutabréfavístölum sínum í morgun. Þannig hefur Stoxx 600 vísitalan, samræmd vísitala hlutabréfamarkaða í Evrópu, lækkað um 1,7% það sem af er degi.

Viðskipti erlent

AGS hefur áhyggjur af bönkum í Kína

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur áhyggjur af því að áhætta í rekstri kínveskra banka sé að aukast. Þetta kemur fram í áliti sjóðsins sem gert var opinbert í morgun og breska ríkisútvarpið BBC segir frá á vefsíðu sinni.

Viðskipti erlent

Soros spáir allsherjarhruni

Bréf frá George Soros, fjárfestinum þekkta, olli nokkrum titringi í síðasta mánuði en í því kom fram að henni teldi heiminn á barmi allsherjarhruns. Skuldavandi Evrópu og Bandaríkjanna var til umræðu í sjónvarpsþætti þar sem bréf Soros var rætt.

Viðskipti erlent

Hlutabréf féllu í dag

Hlutabréfavísitölur féllu í dag og er ástæðan fyrst og fremst rakin til þess að fjárfestar hafa áhyggjur af því að landið geti ýtt úr vör niðurskurðaraðgerðum sem fyrirhugaðar eru. Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,8%, S&P 500 lækkaði um 1,1% og Nasdaq lækkaði um 0,9%.

Viðskipti erlent

Vöxtur í Japan á nýjan leik

Hagvöxtur mælist nú í Japan að nýju eftir að jarðskjálftana í maí á þessu ári. Hagvöxturinn mældist 1,5% samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Óttast er að þetta verði skammgóður vermir þar sem töluverð áföll hafa riðið yfir efnahagslífið í Asíu undanfarin misseri, sem hafa áhrif á Japan.

Viðskipti erlent

Verðbólgan enn til vandræða á Indlandi

Verðbólga á Indlandi mælist nú 9,73% en aðgerðir sem gripið hefur verið til þess að stemma stigu við þenslu í landinu hafa ekki gengið nægilega vel. Seðlabanki Indlands hækkaði vexti til þess að reyna að slá á verðbólguna og standa stýrivextir nú í 8,5%, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Emirates leggur inn nýja pöntun hjá Boeing

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur gengið frá samningi við stærsta flugfélag Mið-Austurlanda, Emirates. Boeing mun afhenda flugfélaginu fimmtíu 777 breiðþotur að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Samningur vegna þessara kaupa er upp á 18 milljarða dollara eða sem nemur um 207 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Blair varar við "katastroffu"

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins, varar við því að evrusvæðið geti liðast í sundur með afleiðingum sem best sé lýs sem "katastroffu". Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Berlusconi sagði af sér

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér embætti nú í kvöld. Hann hafði verið forsætisráðherra í 17 ár. Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu, veitti honum lausn úr embætti en líklegt þykir að Napolitano muni skipa Mario Monti sem arftaka hans, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC.

Viðskipti erlent

Warren Buffett ríkasti eldri borgari í heimi

Fjárfestirinn Warren Buffett er ríkasti eldri borgari í heimi. Hans helsta eign er hlutur í fjárfestingarfélaginu Bershire Hathaway en heildareignir eru metnar á 39 milljarða dollara, eða sem nemur um tæplega 4.500 milljörðum króna. Það jafngildir þremur íslenskum landsframleiðslum.

Viðskipti erlent

Ítalir undir miklum þrýstingi frá ESB

Búist er við því að neðri deild ítalska þingsins afgreiði í dag frumvarp ríkisstjórnarinnar um tæplega sextíu milljarða evra niðurskurð í opinberum útgjöldum, eða sem um níu þúsund og fimm hundruð milljörðum króna. Ítalir eru undir miklum þrýstingi frá Evrópusambandinu til að klára málið en efri deild þingsins samþykkti frumvarpið í gær.

Viðskipti erlent

Einn af hverjum fimm vill vinna meira

Einn af hverjum fimm hlutastarfsmönnum innan Evrópusvæðisins gat hugsað sér að taka að sér meiri vinnu en var að fá á síðasta ári, en flestir þeirra voru í Lettlandi, Grikklandi og á Spáni þar sem um eða yfir helmingur hlutastarfsmanna vildi vinna meira.

Viðskipti erlent

Atkvæðagreiðslan á Ítalíu færir fjárfestum von

Hlutabréfamarkaðir hækkuðu í dag eftir að ítalska þingið samþykkti aðgerðaráætlun i efnahagsmálum. Um leið og markaðir í Bandaríkjunum og í Evrópu hækkuðu, lækkaði skuldatryggingarálagið á Ítalíu. Það hafði náð methæðum í vikunni, eftir því sem fram kemur á BBC.

Viðskipti erlent

Facebook verður að fá leyfi notenda

Samskiptasíðan Facebook nálgast nú samkomulag við Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna. Nýja samkomulagið gerir ráð fyrir að Facebook verði að biðja um leyfi notenda sinna ef til breytinga kemur á friðhelgi þeirra.

Viðskipti erlent

Allt stopp á Spáni

Spænska hagkerfið er í mikilli lægð og mælist hagvöxtur tæplega í landinu, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Omnis opnar í Reykjavík

Í dag, hinn 11. nóvember 2011 opnar Omnis ehf. tölvuverslun og tölvuverkstæði í Ármúla 11. Omnis er á sínu 10. starfsári en fyrirtækið hefur undanfarin ár rekið verslanir á þremur stöðum á landsbyggðinni, í Borgarnesi, á Akranesi og í Keflavík.

Viðskipti erlent

Geithner hvetur til aðgerða

Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hvatti í gærkvöldi ráðamenn í Asíu og Evrópu til þess að bregðast við þeim slaka sem hagkerfi heimsins glíma nú við. Þetta kom fram á fundi Geithners með leiðtogum Asíuríkja, sem breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Viðskipti erlent