Viðskipti erlent

Meirihluti danskra forstjóra á móti evrunni í fyrsta sinn

Í fyrsta sinn í sögunni er meirihluti forstjóra fyrirtækja í Danmörku á móti því að taka upp evruna.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir viðskiptablaðið börsen og náði til 760 forstjóra danskra fyrirtækja. Könnunin sýnir að 55% forstjóranna vilja halda í dönsku krónuna en 45% vilja taka upp evruna.

Frá því að kannanir sem þessar hófust fyrir áratug síðan hefur meirihluti danskra forstjóra ætíð viljað taka upp evruna þar til nú.

Börsen segir að skuldakreppan sem ríkir á evrusvæðinu hafi greinilega áhrif á skoðanir forstjóranna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×