Viðskipti erlent

Aldrei hafa fleiri veðjað á að evran falli í verði

Aldrei í sögunni hafa fleiri fjárfestar veðjað á að evran falli í verði með því að skortselja hana.

Í umfjöllun Financial Times um málið segir að eftir áramótin hafi verið til staðar tæplega 128.000 afleiðusamningar á gjaldmiðlamarkaðinum þar sem fjárfestar veðja á að evran falli í verði gagnvart dollaranum.

Þessi fjöldi samninga var tæplega 114.000 í síðustu viku og búist er við að fjöldinn haldi áfram að aukast.

John Taylor forstjóri FX Concepts, stærsta gjaldmiðlasjóðs heimsins spáir því að gengi evrunnar verði á pari við dollarann eftir hálft annað ár en sem stendur er gengið 1,3 dollarar fyrir evruna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×