Viðskipti erlent

Mikil eftirspurn eftir dönskum ríkisskuldabréfum

Mikil eftirspurn er meðal alþjóðlegra fjárfesta eftir dönskum ríkisskuldabréfum. Virðast fjárfestarnir telja að Danmörk sé ein af fáum öruggum höfnum sem eftir eru í Evrópu til að fjárfesta í.

Fjallað er um málið á vefsíðu börsen en þar segir að á síðasta ári hafi erlendir fjárfestar keypt dönsk ríkisskuldabréf fyrir 86 milljarða danskra króna eða um rúmlega 1.800 milljarða króna. Þar af hafi bréf fyrir um 50 milljarða danskra króna selst á síðustu fjórum mánuðum nýliðins árs.

Kaupin í fyrra gera það að verkum að eignarhald erlendra fjárfesta í þessum bréfum fór úr 27% og í 35% af heildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×