Viðskipti erlent

Blankfein fékk tæplega þriggja milljarða bónus

Llyod Blankfein, stjórnarformaður og forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs, fékk á föstudaginn bónusgreiðslu upp á 13,3 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur 1,7 milljarði króna, vegna ársins 2012. Greiðslan var í formi hlutfjár í bankanum

Viðskipti erlent

Forstjóri Google: "Vörur Facebook eru lélegar“

Larry Page, forstjóri og annar stofnenda tæknirisans Google, segir að stjórnendur samskiptasíðunnar Facebook hafi staðið sig afar illa við þróun vefsíðunnar síðustu misseri. Page lét ummælin falla í viðtali við bandarísku tæknifréttasíðuna Wired, stuttu áður en Facebook opinberaði endurbætta leitarþjónustu sína. Með breytingunum sækir Facebook nú á markað Google.

Viðskipti erlent

„Orkuþjóðin“ ætlar að stórauka raforkusölu til Evrópu

Norðmenn telja að sala á raforku um sæstrengi til Evrópu geti orðið afar ábatasamur atvinnuvegur fyrir Noreg á næstu árum, og ætla sér að stórauka raforkuvinnslu og sölu. Jens Stoltenberg tilkynnti um þetta í ávarpi á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í Noregi, NHO, þar sem hann flutti erindi auk olíumálaráðherrans, Ole Borten Moe.

Viðskipti erlent

Forstjóri Rio Tinto hættir

Forstjóri Rio Tinto, Tom Albanese, hefur sagt upp störfum, en ástæðan er sögð vera gríðarlega mikið tap á fjárfestingum Rio Tinto í kola- og áliðnaði í Mósambik, ásamt tapi af yfirtöku á Alcan. Rio Tinto rekur m.a. álverið í Straumsvík undir merkjum Rio Tinto Alcan.

Viðskipti erlent

Ævintýralegur vöxtur snjallasímamarkaðar

Sala á snjallsímum hefur verið ævintýralega mikil á undanförnum árum, en sérfræðingar gera ráð fyrir að ekki muni draga úr hraða sölunnar fyrr en á næsta ári. Ástæðan fyrir að hægja mun á sölunni á endanum, er einfaldlega sú að vöxturinn hefur verið svo hraður, að ómögulegt er talið að viðhalda honum, þar sem mörg hundruð milljónir manna eru nú komnar með snjallsíma í hendurnar, munu ekki allir endurnýja þá hratt.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð í morgun. Tunnan af Brentolíunni er komin niður í 110,5 dollara og hefur lækkað um 1,3% frá því í gærdag. Bandaríska léttolían hefur lækkað nokkuð minna eða um 0,3% og stendur í tæpum 94 dollurum.

Viðskipti erlent