Sala á svokölluðum Launer veskjum hefur aukist um helming á örfáum dögum. Þessi veski voru þekktust fyrir það að vera í miklu uppáhaldi hjá Margréti Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Thatcher lést, sem kunnugt er, fyrr í mánuðinum og það var þá sem áhuginn á veskjunum fór að aukast að nýju.
Á vefnum e24 má lesa meira um Thatcher og veski.
Andlát Thatcher eykur sölu á veskjum
