Viðskipti erlent

Fjall af Cheddar osti notað sem veð fyrir lífeyrissjóð

Risvaxið fjall af þroskuðum Cheddar osti verður notað sem veð fyrir lífeyrissjóð í Bretlandi.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að um sé að ræða 20 milljónir kílóa af Cathedral City Cheddar osti sem verður notað sem veð fyrir lífeyrissjóð starfsmanna ostagerðarinnar Dairy Crest sem er sú stærsta sinnar tegundar í Bretlandi.

Um helmingur af öllum birgðum Dairy Crest af þessum osti, eða 20 þúsund vörubretti eru nú veðsettar lífeyrissjóðnum. Sem stendur eru þetta ostafjall staðsett í vörugeymslu í Warwickshire og verður þar næstu 12 mánuðina meðan osturinn er að ná þeim þroska sem þarf til að setja hann á markað.

Fari svo að lífeyrissjóðurinn lendi í fjárhagsvandræðum mun stjórn hans geta selt af þessu ostafjalli til þess að bæta stöðuna.

Ástæðan fyrir þessu er að Dairy Crest skuldar lífeyrissjóðnum töluverðar fjárhæðir og á ostafjallið að tryggja að sú skuld verði greidd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×