Veður

Suð­vestan­átt og kólnandi veður

Spáð er vestan eða suðvestan átt í dag, víða átta til fímmtán metrum á sekúndu, en þó hvassari á stöku stað, einkum á Norðurlandi og með suðausturströndinni.

Veður

Slydda og él næstu daga

Það verður ansi um­hleypinga­samt veður næstu daga ef marka má spár veður­fræðinga Veður­stofunnar. Hiti verður oftar en ekki undir frost­marki og er búist við norð­lægum áttum með úr­komu oftast nær í formi snjó­komu eða slyddu, stundum í élja­formi.

Veður

Gengur í suð­austan­storm með tals­verðri rigningu

Lægðardrag gengur norðaustur yfir landið með morgninum og ber þar með sér hvassa suðaustanátt, slyddu eða rigningu sunnan og vestan til, en snjókomu inn til landsins. Í kvöld gengur svo í suðaustanstorm með talsverðri rigningu sunnantil. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út víða um land.

Veður

Mun betra ferðaveður í dag en í gær

Dregið hefur verulega úr vindi á landinu í nótt. Víða er nú norðaustan- eða norðanátt og um 10-18 m/s en þó má búast við hvössum vindstrengjum sunnan Vatnajökuls. 

Veður

All­hvöss norðan­átt og snjó­koma eða él víða á landinu

Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag og að strekkingur eða allhvass verði algengur vindstyrkur. Jafnvel megi reikna með að það verði hvassara á stöku stað í vindstrengjum sunnan- og vestanlands. Nú í morgunsárið sé snjókoma eða él nokkuð víða á landinu.

Veður

Bjart og þurrt veður á vestan­verðu landinu

Veðurstofan spáir austlægri eða breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag, en austan strekkingur við suðurströndina. Skýjað og dálítil él austantil, en bjart og þurrt á vestanverðu landinu.

Veður

Yfir­gnæfandi líkur á rauðum jólum suð­vestan­til

Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu, og dálitlum éljum við norður- og austurströndina í dag. Annars staðar verður víða léttskýjað og frost núll til tíu stig þar sem kaldast verður í innsveitum á Norðausturlandi, en frostlaust syðst.

Veður

Rauð jól í kortunum

Enn er útlit fyrir að jólin verði rauð þetta árið. Búast má við mildu veðri næstu daga en þó mun kólna í veðri þegar líður á vikuna. 

Veður

Milt veður um land allt

Mild suðlæg átt er á landinu í dga, skýjað og smá væta með köflum en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi upp úr hádegi. Hiti verður á bilinu núll til átta stig en mildast sunnan- og vestanlands. 

Veður