„Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir“ Eiður Þór Árnason skrifar 25. júní 2023 23:51 Rigning í Skerjafirði. Vísir/vilhelm Útlit er fyrir áframhaldandi blautt veður næstu daga og líkur á því að fersk lægð verði komin yfir landið næstu helgi. „Það er lægð sem kom upp að landinu sunnanverðu landinu í dag og miðjan er beint yfir okkur núna. Hún fer svo aðeins vestur af í landinu í nótt og ætlar svo að hringsóla svolítið í kringum okkur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Úrkomuminna verði á morgun en svo komi aftur úrkomusvæði á þriðjudaginn með nokkuð hvössum vindi líkt og gular viðvaranir Suðurlandi og Suðausturlandi eru til vitnis um. Það úrkomusvæði verði áfram viðloðandi á miðvikudaginn og mögulegt að það róist seint undir næstu helgi á sunnanverðu landinu. Áfram verði þó úrkoma viðloðandi norðantil. „Þannig að það er svolítið blaut vika fram undan á öllu landinu eins og það lítur út núna og það verður enginn landshluti sem sleppur endilega mikið meira en aðrir.“ Ekki mikið að fá fyrir sólþyrstan landann Eiríkur Örn segist gera sér grein fyrir því að þessar fregnir fari ekki endilega vel í sólþyrsta landsmenn nú undir lok júnímánaðar. „Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir en það er víst ekki þannig hjá mér núna.“ Hann bætir við að líkur séu á því að næsta lægð komi svo að landinu undir næstu helgi sem gæti því einnig verið nokkuð grá. „Seinni hluti fimmtudags og svo föstudagurinn gæti verið kannski ekki mjög sólríkur en að mestu leyti þurr eins og það lítur út núna. Svo er næsta lægð á laugardaginn.“ Hitastig verði svipað næstu daga og hefur verið þessa helgi, það er um 8 til 13 gráður á höfuðborgarsvæðinu en um 15 til 18 hér og þar á landinu eftir því hvernig vindurinn blæs. „Það verða enginn sérstök hlýindi nema hér og þar í smá tíma.“ Veður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Sjá meira
„Það er lægð sem kom upp að landinu sunnanverðu landinu í dag og miðjan er beint yfir okkur núna. Hún fer svo aðeins vestur af í landinu í nótt og ætlar svo að hringsóla svolítið í kringum okkur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Úrkomuminna verði á morgun en svo komi aftur úrkomusvæði á þriðjudaginn með nokkuð hvössum vindi líkt og gular viðvaranir Suðurlandi og Suðausturlandi eru til vitnis um. Það úrkomusvæði verði áfram viðloðandi á miðvikudaginn og mögulegt að það róist seint undir næstu helgi á sunnanverðu landinu. Áfram verði þó úrkoma viðloðandi norðantil. „Þannig að það er svolítið blaut vika fram undan á öllu landinu eins og það lítur út núna og það verður enginn landshluti sem sleppur endilega mikið meira en aðrir.“ Ekki mikið að fá fyrir sólþyrstan landann Eiríkur Örn segist gera sér grein fyrir því að þessar fregnir fari ekki endilega vel í sólþyrsta landsmenn nú undir lok júnímánaðar. „Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir en það er víst ekki þannig hjá mér núna.“ Hann bætir við að líkur séu á því að næsta lægð komi svo að landinu undir næstu helgi sem gæti því einnig verið nokkuð grá. „Seinni hluti fimmtudags og svo föstudagurinn gæti verið kannski ekki mjög sólríkur en að mestu leyti þurr eins og það lítur út núna. Svo er næsta lægð á laugardaginn.“ Hitastig verði svipað næstu daga og hefur verið þessa helgi, það er um 8 til 13 gráður á höfuðborgarsvæðinu en um 15 til 18 hér og þar á landinu eftir því hvernig vindurinn blæs. „Það verða enginn sérstök hlýindi nema hér og þar í smá tíma.“
Veður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Sjá meira