„Hitinn að fara yfir tuttugu stig og jafnvel rúmlega það“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2023 11:53 Það verður sumar og sól um helgina. Vísir/Vilhelm Það verður hægur vindur, sólríkt og hlýtt á landinu um helgina að sögn veðurfræðings. Best verður veðrið á Suður- og Vesturlandi þar sem hitinn gæti farið upp í og yfir tuttugu stig. „Á sumrin skiptir öllu máli að hafa hægan vind og það er nú að sjá í spánum núna að vindur verði hægur,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í viðtali við fréttastofu. „Þar til viðbótar þá verður að öllum líkindum bæði talsvert sólríkt og hlýtt á landinu um helgina og í raun og veru bara fyrirtaks sumarveður annars staðar en í kvöld og nótt á Suðausturlandi þar sem rignir dálítið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson í viðtali við fréttastofu. Hitinn geti farið upp í tuttugu stig Veðrið hefur að sögn Einars snúist við á landinu, sólin skíni á Suður- og Vesturland af því vindurinn er norðaustanstæður. Þar sem best lætur fari hitinn upp í og yfir tuttugu stig. „Nú hefur þetta snúist dálítið við, nú er það Suður og Vesturland sem er ofan á þar sem sólin ríkir af því hann er aðeins norðaustanstæður. Það þýðir það að við ströndina fyrir norðan og austan er stutt í þokuna en hlýtt inn til landsins og spáð ágætis veðri til dæmis á Akureyri og inn til landsins á Norðurlandi á morgun,“ sagði Einar. „Þar sem best lætur verður hitinn að fara yfir tuttugu stig og jafnvel rúmlega það, sérstaklega á Suðurlandi á morgun og Vesturlandi á sunnudag.“´ Áfram gott veður um helgina Góða veðrið sem hefur einkennt vikuna frá því á sunnudag heldur því áfram um helgina að sögn Einars. Í næstu viku verði það köflótt vegna kalds lofts en síðan hlýni aftur. „Það er búið að vera sólríkt og þurrt,“ segir hann og bætir við „það eru litlar líkur á rigningu annars staðar en á Suðausturlandi frá Vík og austur á sunnanverða Austfirði frá því í kvöld og til fyrramálsins. Síðan styttir þar upp.“ Hvað megum við gera ráð fyrir því að sumarveðrið endist lengi? „Það er dálítið köflótt veðrið næstu vikuna. Það er reyndar gert ráð fyrir því að hann verði norðan og norðaustanstæður vindurinn áfram. En í stað þessara miklu eða ákveðnu hlýinda sem verða um helgina þá kemur aðeins kaldara loft í næstu viku en síðan hlýnar aftur.“ Einar segir að Íslendingar geti því rifið út grillin á næstu dögum í sumarveðrinu og sömuleiðis ferðast hvert á land sem er og notið sumarblíðunnar. „Höfum það í huga að sumarið á Íslandi er stutt en það getur líka verið vænt þegar liggur vel á. Veður Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Sjá meira
„Á sumrin skiptir öllu máli að hafa hægan vind og það er nú að sjá í spánum núna að vindur verði hægur,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í viðtali við fréttastofu. „Þar til viðbótar þá verður að öllum líkindum bæði talsvert sólríkt og hlýtt á landinu um helgina og í raun og veru bara fyrirtaks sumarveður annars staðar en í kvöld og nótt á Suðausturlandi þar sem rignir dálítið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson í viðtali við fréttastofu. Hitinn geti farið upp í tuttugu stig Veðrið hefur að sögn Einars snúist við á landinu, sólin skíni á Suður- og Vesturland af því vindurinn er norðaustanstæður. Þar sem best lætur fari hitinn upp í og yfir tuttugu stig. „Nú hefur þetta snúist dálítið við, nú er það Suður og Vesturland sem er ofan á þar sem sólin ríkir af því hann er aðeins norðaustanstæður. Það þýðir það að við ströndina fyrir norðan og austan er stutt í þokuna en hlýtt inn til landsins og spáð ágætis veðri til dæmis á Akureyri og inn til landsins á Norðurlandi á morgun,“ sagði Einar. „Þar sem best lætur verður hitinn að fara yfir tuttugu stig og jafnvel rúmlega það, sérstaklega á Suðurlandi á morgun og Vesturlandi á sunnudag.“´ Áfram gott veður um helgina Góða veðrið sem hefur einkennt vikuna frá því á sunnudag heldur því áfram um helgina að sögn Einars. Í næstu viku verði það köflótt vegna kalds lofts en síðan hlýni aftur. „Það er búið að vera sólríkt og þurrt,“ segir hann og bætir við „það eru litlar líkur á rigningu annars staðar en á Suðausturlandi frá Vík og austur á sunnanverða Austfirði frá því í kvöld og til fyrramálsins. Síðan styttir þar upp.“ Hvað megum við gera ráð fyrir því að sumarveðrið endist lengi? „Það er dálítið köflótt veðrið næstu vikuna. Það er reyndar gert ráð fyrir því að hann verði norðan og norðaustanstæður vindurinn áfram. En í stað þessara miklu eða ákveðnu hlýinda sem verða um helgina þá kemur aðeins kaldara loft í næstu viku en síðan hlýnar aftur.“ Einar segir að Íslendingar geti því rifið út grillin á næstu dögum í sumarveðrinu og sömuleiðis ferðast hvert á land sem er og notið sumarblíðunnar. „Höfum það í huga að sumarið á Íslandi er stutt en það getur líka verið vænt þegar liggur vel á.
Veður Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Sjá meira