Veður

Á von á mörgum sólardögum í sumar

Hitatölur fóru víða á landinu undir frostmark í nótt og sumarið ætlar að láta bíða eftir sér. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur samt sem áður litlar áhyggjur af sumrinu og býst við lítilli úrkomu og mörgum sólardögum.

Veður

Víða rigning en hiti að fimm­tán stigum

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri, suðlægri átt og að víða verði súld eða rigning í dag. Líkur eru á skúrum sunnantil seinnipartinn, en norðaustanlands rofar sums staðar til og sést þá til sólar. Áfram verður þó þokuloft úti við sjávarsíðuna.

Veður

Víða rigning og hiti að fjór­tán stigum

Nú er víðáttumikil lægð djúpt suðvestur af landinu og líkt og undanfarna daga þá beinir hún til okkar mildu og röku lofti. Reikna má með austan- og suðaustanátt í dag, golu, kalda eða stinningskalda og súld eða rigningu með köflum.

Veður

Allt að fjórtán stiga hiti

Í dag er spáð austlægri átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. Súld og rigning með köflum en yfirleitt þurrt norðaustanlands. Hiti verður víða á bilinu sjö til fjórtán stig. 

Veður

Allt að fimm­tán stiga hiti í dag

Í dag verður austlæg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. Úrkomulítið verður í dag en dálítil væta verður á sunnanverðu landinu síðdegis. Hiti verður á bilinu sex til fimmtán stig. Svalast verður í þokulofti við ströndina.

Veður

Mildar aust­lægar áttir leika um landið næstu daga

Mildar austlægar áttir leika um landið á næstunni og má reikna með að hitatölur geti náð fimmtán stigum þar sem best lætur yfir hádagi. Það má reikna með að það verði fremur þungbúið, en yfirleitt bjartara norðanlands.

Veður

Bjart og níu stiga hiti í dag

Bjartviðri verður á sunnanverðu landinu fram undir kvöld í dag og hiti á bilinu núll til níu stig. Norðlæg eða breytileg átt þrír til átta metrar á sekúndu. Norðvestantil verða átta til þrettán metrar á sekúndu. Í kvöld má búast við stöku skúrum og éljum. 

Veður

Á­fram­haldandi nætur­frost

Búist er við áframhaldandi norðlægri átt í dag, átta til þrettán metrum á sekúndu en fimm til tíu metrum á sekúndu sunnanlands. Léttskýjað verður í dag en þykknar upp norðantil seinni partinn með stöku éli.

Veður

Bjart­viðri og nætur­frost

Búist er við norðlægri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Bjart verður víða um land en þykknar upp sunnanlands seinni partinn með stöku skúrum eða éli suðaustanlands. 

Veður

Norð­læg átt í dag og hvessir í nótt

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag þar sem víða verða þrír til tíu metrar á sekúndu. Það verður skýjað og dálítil snjókoma suðvestanlands en léttir til eftir hádegi. Stöku él norðaustantil en annars bjart að mestu.

Veður

Allt að þrettán stiga hiti

Hiti gæti náð allt að þrettán stigum í dag. Það er annað uppi á teningnum hjá íbúum á Norðurlandi en þar verður hiti í kringum frostmark í dag. Vindur verður norðan- og norðaustanátt fimm til þrettán metrar á sekúndu. 

Veður

Sumarið heilsar með suð­lægri átt

Í dag, sumardaginn fyrsta, verður sunnanátt, átta til fimmtán metrar á sekúndu norðvestantil. Skýjað með köflum og rigning af og til. Búast má við hitastigi frá sjö til fimmtán stigum í dag. 

Veður

Allt að fimmtán gráðu hiti fyrir norðaustan

Í dag verður bjart að mestu um landið norðaustanvert. Á landinu öllu verður sunnan- og suðaustanátt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. Hiti verður sjö til fimmtán stig, hlýjast norðaustanlands.

Veður

Skýjað og ein­hver rigning sunnan og vestan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðaustanátt í dag þar sem víða verður fimm til þrettán metrar á sekúndu. Skýjað og rigning eða súld með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu og einnig líkur á þokusúld við ströndina.

Veður

Hiti að tíu stigum en víða nætur­frost

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víða á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu, en átta til fimmtán metrar á sekúndu með suðausturströndinni og í kringum Öræfajökul.

Veður