Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Lovísa Arnardóttir skrifar 27. nóvember 2024 08:34 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að á Fjarðarheiði gæti fallið 40 millimetrar af snjó á laugardag. Bylgjan Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir yfirgnæfandi líkur á óveðri á Austurlandi og hríðarveðri á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum á kjördag. Hann segir líklegt að einhverjir vegir teppist á kjördag. Landskjörstjórn hefur fundað reglulega með Veðurstofunni í vikunni vegna veðursins en verði óveður hafa þau heimild til að fresta kosningu á ákveðnum stöðum í allt að viku. Einar fór yfir veðrið á kjördag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einar byrjaði á því að vara við flughálku í morgun á Suðurlandi og víða annars staðar. Það eigi að hlýna í dag svo það ætti að lagast en svo í kjölfarið eigi að frysta aftur. Það komi í nótt kalt loft frá Grænlandi og í fyrramálið verði því kalt og fram á föstudag. „En menn eru eðlilega að horfa á veðurspána fyrir kjördag og hún hefur verið pínulítið óljós fram undir þetta en er að skýrast,“ segir Einar. Tveir massar sem takast á um yfirrráð Hann segir að landið verði á milli tveggja loftmassa sem takist á um yfirráð. Það líti því út fyrir að stærstur hluti landsins verði í kalda loftinu í norðaustanátt og ekkert að veðrinu um suðvestan- og vestanvert landið. Þar verði norðaustanátt og úrkomulaust. „En það er verið að spá skörpum skilum á milli Íslands og Færeyja og þau munu samkvæmt spánum liggja utan í Austurlandi,“ segir Einar og það verði líklega talsvert mikil úrkoma þar og að hún falli öll sem snjór. „Það er verið að spá talsvert mikilli hríð á Austurlandi,“ segir hann og að það verði hríð á Norðurlandi og mögulega á norðanverðum Vestfjörðum. En ekki úrkoma eins og á Austurlandi. Einar segir að í gær hafi hann verið með 60 prósent líkur á að þessi spá muni standast, hann hafi ekki náð að reikna það í morgun en geri ráð fyrir að líkurnar séu meiri í dag á því að þessi spá rætist. Einar segir að sem dæmi sé gert ráð fyrir því að Fjarðarheiði falli 40 millimetrar af snjó á laugardag. Einar segir að það muni byrja að snjóa um nóttina og haldi áfram allan daginn. Það skáni undir blálokin en það sé mjög líklegt að einhverjir vegir teppist, eins og Fjarðarheiði og Möðrudalsöræfi og mögulega Fagridalur. Gæti náð að Hornafirði Hann segir það ekki alveg liggja fyrir hversu langt þetta veður teygir sig en það gæti náð allt að Hornafirði. Hann segir augljóst að þessu muni fylgja einhver vandræði við kosningu og það sé kjörstjórnar að taka á því. Vegagerðin verði væntanlega með meiri þjónustu en þegar það er orðið blindbylur þá sé erfitt að ryðja. Samgöngur gætu orðið erfiðar á fjallvegum en líka í byggð. Einar segir veðrið ganga niður aðfaranótt sunnudags og því, ef verður þörf á, væri hægt að bjóða upp á kosningu á sunnudag á þessum stöðum þar sem veðrið verður slæmt. Einar segir að þegar var kosið síðast til Alþingis á þessum tíma 1979 hafi strax verið ákveðið að hafa tvo kjördaga. Árið 2010 var kosið til stjórnlagaþings þann 27. nóvember en þá var kosning einn dag. Viðtalið við Einar er hægt að hlusta á hér að ofan. Veður Færð á vegum Alþingiskosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar segir mikilvægt að fólk vandi sig í kjörklefanum. Það eigi bara að setja X við sitt framboð og vilji það breyta eða strika út megi aðeins gera það við það framboð sem þau kjósa. Kristín segir landskjörstjórn í góðu sambandi við Veðurstofuna og ef veður verði svo slæmt á laugardag að ekki verði hægt að kjósa alls staðar sé heimild til að fresta kosningum í allt að viku. 26. nóvember 2024 08:56 Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Landskjörstjórn fundar nú síðdegis vegna slæmrar veðurspár á kjördag á Austurlandi og Norðvesturlandi. 26. nóvember 2024 14:14 Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar. 25. nóvember 2024 11:52 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Sjá meira
Landskjörstjórn hefur fundað reglulega með Veðurstofunni í vikunni vegna veðursins en verði óveður hafa þau heimild til að fresta kosningu á ákveðnum stöðum í allt að viku. Einar fór yfir veðrið á kjördag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einar byrjaði á því að vara við flughálku í morgun á Suðurlandi og víða annars staðar. Það eigi að hlýna í dag svo það ætti að lagast en svo í kjölfarið eigi að frysta aftur. Það komi í nótt kalt loft frá Grænlandi og í fyrramálið verði því kalt og fram á föstudag. „En menn eru eðlilega að horfa á veðurspána fyrir kjördag og hún hefur verið pínulítið óljós fram undir þetta en er að skýrast,“ segir Einar. Tveir massar sem takast á um yfirrráð Hann segir að landið verði á milli tveggja loftmassa sem takist á um yfirráð. Það líti því út fyrir að stærstur hluti landsins verði í kalda loftinu í norðaustanátt og ekkert að veðrinu um suðvestan- og vestanvert landið. Þar verði norðaustanátt og úrkomulaust. „En það er verið að spá skörpum skilum á milli Íslands og Færeyja og þau munu samkvæmt spánum liggja utan í Austurlandi,“ segir Einar og það verði líklega talsvert mikil úrkoma þar og að hún falli öll sem snjór. „Það er verið að spá talsvert mikilli hríð á Austurlandi,“ segir hann og að það verði hríð á Norðurlandi og mögulega á norðanverðum Vestfjörðum. En ekki úrkoma eins og á Austurlandi. Einar segir að í gær hafi hann verið með 60 prósent líkur á að þessi spá muni standast, hann hafi ekki náð að reikna það í morgun en geri ráð fyrir að líkurnar séu meiri í dag á því að þessi spá rætist. Einar segir að sem dæmi sé gert ráð fyrir því að Fjarðarheiði falli 40 millimetrar af snjó á laugardag. Einar segir að það muni byrja að snjóa um nóttina og haldi áfram allan daginn. Það skáni undir blálokin en það sé mjög líklegt að einhverjir vegir teppist, eins og Fjarðarheiði og Möðrudalsöræfi og mögulega Fagridalur. Gæti náð að Hornafirði Hann segir það ekki alveg liggja fyrir hversu langt þetta veður teygir sig en það gæti náð allt að Hornafirði. Hann segir augljóst að þessu muni fylgja einhver vandræði við kosningu og það sé kjörstjórnar að taka á því. Vegagerðin verði væntanlega með meiri þjónustu en þegar það er orðið blindbylur þá sé erfitt að ryðja. Samgöngur gætu orðið erfiðar á fjallvegum en líka í byggð. Einar segir veðrið ganga niður aðfaranótt sunnudags og því, ef verður þörf á, væri hægt að bjóða upp á kosningu á sunnudag á þessum stöðum þar sem veðrið verður slæmt. Einar segir að þegar var kosið síðast til Alþingis á þessum tíma 1979 hafi strax verið ákveðið að hafa tvo kjördaga. Árið 2010 var kosið til stjórnlagaþings þann 27. nóvember en þá var kosning einn dag. Viðtalið við Einar er hægt að hlusta á hér að ofan.
Veður Færð á vegum Alþingiskosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar segir mikilvægt að fólk vandi sig í kjörklefanum. Það eigi bara að setja X við sitt framboð og vilji það breyta eða strika út megi aðeins gera það við það framboð sem þau kjósa. Kristín segir landskjörstjórn í góðu sambandi við Veðurstofuna og ef veður verði svo slæmt á laugardag að ekki verði hægt að kjósa alls staðar sé heimild til að fresta kosningum í allt að viku. 26. nóvember 2024 08:56 Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Landskjörstjórn fundar nú síðdegis vegna slæmrar veðurspár á kjördag á Austurlandi og Norðvesturlandi. 26. nóvember 2024 14:14 Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar. 25. nóvember 2024 11:52 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Sjá meira
Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar segir mikilvægt að fólk vandi sig í kjörklefanum. Það eigi bara að setja X við sitt framboð og vilji það breyta eða strika út megi aðeins gera það við það framboð sem þau kjósa. Kristín segir landskjörstjórn í góðu sambandi við Veðurstofuna og ef veður verði svo slæmt á laugardag að ekki verði hægt að kjósa alls staðar sé heimild til að fresta kosningum í allt að viku. 26. nóvember 2024 08:56
Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Landskjörstjórn fundar nú síðdegis vegna slæmrar veðurspár á kjördag á Austurlandi og Norðvesturlandi. 26. nóvember 2024 14:14
Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar. 25. nóvember 2024 11:52