Veður

Fréttamynd

Vind­strengir ná mögu­lega storm­styrk í kvöld

Í dag gengur í norðan 8 til 15 metra á sekúndu og búast má við hvassari vindi í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum undir kvöld. Ná strengirnir jafnvel stormstyrk á þessum slóðum þegar líða fer á kvöldið.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Spáir stillu og miklu svifryki um ára­mótin

Sigurður Þ. Ragnarsson sem betur er þekktur sem Siggi stormur segir veðrið um jólin að mestu hafa gengið eftir. „Þetta var bara skítaveður,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir spár benda til þess að veðrið verði fínt um áramót. Það verði stilla á nær öllu landinu en að henni muni fylgja slæm loftgæði þegar fólk byrjar að sprengja flugelda.

Veður
Fréttamynd

Stíf suð­vestan­átt á­fram ríkjandi

Milli Íslands og Grænlands er nú dálítil lægð sem nálgast smám saman landið. Stíf suðvestanátt verður því áfram ríkjandi um sinn og gengur á með skúrum eða slydduéljum framan af morgni, en síðar snjóéljum og kólnar í veðri. Hiti verður í hringum frostmark.

Veður
Fréttamynd

Dregur úr vindi en á­fram vetrar­veður

Draga á úr vindi og élum í nótt víða á landinu, með slyddu og rigningu í fyrramálið. Enn verður hvasst við suðurströndina. Á næstu dögum er búist við því að kólni töluvert.

Veður
Fréttamynd

Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissu­stigi

Gul viðvörun er í gildi á stórum hluta landsins og víða hvasst og hált.  Þrengsli eru lokuð og Krýsuvíkurvegur. Allt norðanvert Snæfellsnes er ófært og fjöldi vega á Vesturlandi á óvissustigi og verða það þar til klukkan 21 í kvöld.

Veður
Fréttamynd

Víða kaldi og él

Grunn og hægfara lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag. Áttin verður suðvestlæg eða breytileg, víða gola eða kaldi og él, en yfirleitt þurrt norðaustan- og austanlands.

Veður
Fréttamynd

Lægð beinir vestlægri átt til landsins

Lægð fyrir norðan land beinir til Íslands vestlægri átt. Því verða víða 8 til 15 metrar á sekúndu og él. Það verður þurrt að mestu austan til á landinu. Eftir hádegi fjarlægist lægðin og það dregur úr vindi. Frost yfirleitt 0 til 5 stig, en hiti í kringum frostmark við suður- og suðvesturströndina. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag.

Veður
Fréttamynd

Hlýnar með skúrum og slydduéljum

Í dag snýst í suðvestlæga átt og 10 til 18 metra á sekúndu. Það hlýnar með skúrum og slydduéljum en verður úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig eftir hádegi. 

Veður
Fréttamynd

Stormur á Aust­fjörðum

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan hvassviðri á austanverðu landinu og stormi á Austfjörðum þar sem gul viðvörun tekur gildi fyrir hádegi.

Veður
Fréttamynd

Köld norðan­átt og víða él

Lægðin sem olli leiðindaveðrinu austast á landinu í gær þokast nú til norðurs og grynnist smám saman. Hún beinir til okkar fremur kaldri norðan- og norðvestanátt, fimm til fimmtán metrum á sekúndu í dag og víða él, en yfirleitt þurrt sunnan heiða.

Veður