Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Óvissustig verður á veginum milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns frá klukkan 15:00 í dag og fram eftir morgundeginum 12. janúar. Búast má við að vegurinn geti lokað með skömmum fyrirvara samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Veður 11.1.2026 12:05
Gular veðurviðvaranir framundan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á suð- og austurhluta landsins. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld. Veður 11.1.2026 09:30
Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Nú í morgunsárið er vaxandi lægð á milli Íslands og Skotlands samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Þessi lægð beinir til okkar norðaustlægri átt og verður þannig víða fimm til þrettán metrar á sekúndu en sums staðar allhvasst við suðausturströndina. Él norðan- og austanlands, en léttskýjað um landið suðvestanvert. Frost verður líklega á bilinu nú ill til 10 stig. Veður 11.1.2026 07:43
Óvenjulega hlýr desember Desembermánuður í fyrra var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi á landinu öllu. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desember frá upphafi mælinga, en hlýrra var árið 1933 og 2002. Veður 6.1.2026 17:19
Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hæðarhryggur, sem hefur legið yfir landinu undanfarið, heldur enn velli þó lægðir sæki að. Gera má ráð fyrir fremur hægri norðan- og norðaustanátt og dálitlum éljum fram eftir morgni, en léttskýjuðu á Suður- og Vesturlandi. Veður 6.1.2026 07:16
Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Víðáttumikið hæðakerfi suður í hafi veldur hæðahrygg sem teygir sig yfir landið og verða almennt vindar hægir í dag en þó einhver strekkingur norðvestantil. Búast má við snjókomu eða éljum um landið norðan- og austanvert. Veður 5.1.2026 07:18
Þykknar upp og snjóar Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, en 8-13 við norðvesturströndina. Þykknar víða upp og dálítil él á víð og dreif seinni partinn, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Veður 4.1.2026 08:27
Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Búist er við tveggja til tólf stiga frosttölum í helstu byggðakjörnum landsins í dag en það gæti hlýnað með ströndinni norðan- og vestanlands í kvöld og á morgun. Við Kárahnjúka á Austurlandi er aftur á móti spáð hátt í tuttugu stiga frosti. Veður 3.1.2026 07:18
Rólegt veður en kalt næstu daga Veðrið verður frekar rólegt, en kalt næstu daga. Gera má ráð fyrir að það verði norðlæg átt, fimm til tíu metrar á sekúndu, og léttskýjað, en tíu til fimmtán metrar á sekúndu með dálitlum éljum á austanverðu landinu. Veður 2.1.2026 07:09
Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Norðlægar áttir verða ríkjandi næstu daga og verða þær af og til allhvassar á austanverðu landinu með dálitlum éljum. Það verður þó yfirleitt mun hægari og bjart í öðrum landshlutum. Veður 1.1.2026 07:59
Gular viðvaranir taka gildi Nú með morgninum léttir til um landið vestanvert og þar á eftir sunnantil, en fyrir norðan og austan með kvöldinu. Gular viðvaranir vegna vinds eru í gildi á Suðausturlandi, austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum þar til síðdegis. Veður 31.12.2025 07:35
Hvessir þegar líður á daginn Hæðarsvæði liggur skammt suður af landinu í dag. Það má búast við vestlægum vindi og að það hvessi um landið norðanvert þegar líður á daginn. Súld eða dálítil rigning af og til á vestanverðu landinu, en bjartviðri eystra. Vindstyrkur gæti náð að 20 metrum á sekúndu í kvöld, en mun hægari vindur verður um landið sunnanvert. Hiti verður yfirleitt á bilinu núll til sex stig. Veður 30.12.2025 07:14
Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Einn hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga er nú brátt að baki en búist er við frosti á nýju ári. Veðurfræðingur ræddi veðurspá gamlárskvölds í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Veður 29.12.2025 21:06
Frystir norðaustantil í kvöld Í dag verður vestlæg átt 3-10 m/s en heldur hvassara norðaustan- og austanlands í fyrstu. Skýjað og sums staðar dálítil rigning, en þurrt á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig. Frystir allvíða norðaustantil í kvöld. Veður 28.12.2025 07:59
Væta vestantil eftir hádegi Í dag verður lítilsháttar rigning með köflum vestantil eftir hádegi og hiti tvö til sjö stig. Létttskýjað verður um landið austanvert og víða vægt frost, en þar hlýnar mám saman síðdegis og í kvöld. Gengur í suðvestan 8-15 m/s í dag, en hægari vindur sunnan- og austanlands. Veður 27.12.2025 07:36
Kuldaskil á leið yfir landið Kuldaskil eru nú á leið austur yfir landið með rigningu eða slyddu, og snjókomu til fjalla. Veður 26.12.2025 07:50
Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veðurlíkönin benda til þess að kólnað gæti í veðri eftir því sem líður á gamlársdag. Útlit er fyrir sæmilega milt veður fram að því en takmarkað er það enn sem hægt er að slá föstu. Veður 25.12.2025 21:27
Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet „Einn öfgafyllsti atburður sem hefur sést í loftslagssögu heimsins,“ stendur í færslu notanda á X sem fylgist með óvenjulegu hitastigi um allan heim en hitamet var slegið í gær. Íslenskur veðurfræðingur gefur lítið fyrir staðhæfinguna. Veður 25.12.2025 14:04
Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Það blés hraustlega á landinu í gær og í nótt, sérstaklega um landið norðvestanvert. Sunnanáttinni fylgdu mikil hlýindi og í gærkvöldi var desemberhitametið slegið í hnjúkaþey á Seyðisfirði en þar komst hitinn í 19,8 stig. Veður 25.12.2025 08:21
Jólin verða rauð eftir allt saman Sunnan hvassviðri eða stormur er í fullum gangi á landinu í dag. Hvassast er á norðanverðu landinu. Auk þess er spáð talsverðri eða mikilli rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Veður 24.12.2025 07:33
Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Nú í morgunsárið er tiltölulega rólegur vindur á landinu og lítil úrkoma heilt yfir. Það á síðan að breytast, því síðdegis á að ganga í mikið og langvinnt sunnan hvassviðri, sem á að standa áfram á aðfangadag og enn nokkuð hvasst á jóladag. Veður 23.12.2025 07:09
Hiti geti mest náð átján stigum Veðurviðvaranir munu einkenna jólahátíðina í flestum landshlutum og munu þær fyrstu taka gildi eftir hádegi á morgun á Breiðafirði og Vestfjörðum. Í kjölfarið dreifast þær yfir landið og ná hámæli á aðfangadag. Hiti getur hæst náð átján stigum, að sögn Veðurstofunnar. Veður 22.12.2025 22:13
Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Auknar líkur eru á skriðuföllum næstu daga og er sér í lagi varað við hættu á grjóthruni þar sem vegir liggja undir bröttum hlíðum. Spáð er mikilli rigningu og hlýindum á Vestfjörðum og Vesturlandi. Veður 22.12.2025 18:15
Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur líklegt að hitamet verði slegið á aðfangadag og jóladag. Það sé klárt að það verði rauð jól. Í stað þess að ökumenn þurfi að hafa varann á vegna snjókomu og hálku þurfa þeir frekar að huga að vindhviðum og rigningu. Veður 22.12.2025 18:10