Veður

Fréttamynd

Tjón víða í Norð­firði eftir öfluga vind­hviðu

Skemmdir urðu á nokkrum stöðum á Norðfirði þegar hviða fór yfir bæinn sem mældist 54 metrar á sekúndu klukkan 9:14. Rúða brotnaði í dráttarvél á Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit, sex metra grenitré brotnaði við Mýrargötu auk þess sem gróðurhús fauk á hliðina í nálægð við leikskólann Eyrarvelli. Fyrst var fjallað um málið á vef Austurfrétta.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Appel­sínu­gular viðvaranir: Gæti minnt á ó­veðrið 2015

Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið á morgun og fimmtudaginn. Veðurfræðingur segir að einhverjar þeirra gætu jafnvel verið hækkaðar í rautt með stuttum fyrirvara. Veðurfræðingur segir veðrið minna á veður sem gekk yfir í mars 2015. Þá fór allt á flot í Mosfellsbæ og víðar eins og sjá má í myndböndum að neðan.

Veður
Fréttamynd

Víða all­hvasst og élja­gangur

Lægðin sem olli vestanstormi í gærkvöldi á norðanverðu landinu fjarlægist nú landið, en lægð í myndun á Grænlandssundi stýrir veðrinu í dag. Áttin verður suðvestlæg, víða strekkingur eða allhvass vindur og éljagangur, en yfirleitt úrkomulítið norðaustantil.

Veður
Fréttamynd

„Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“

Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir landið allt á morgun. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að mikil úrkoma og hláka geti valdið vatnavöxtum, krapaflóðum og skriðuhættu, sérstaklega á Suður – og Suðausturlandi og Austfjörðum.

Veður
Fréttamynd

Snjó­mokstur hófst um klukkan fjögur í nótt

Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu Reykjavíkur segir snjómokstur hafa gengið vel í nótt og í morgun. Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt og hefur verið kallaður út aukamannskapur til að ryðja snjónum burt.

Veður
Fréttamynd

Út­lit fyrir ró­legt helgarveður

Um helgina er útlit fyrir fremur rólegt veður, samkvæmt Veðurstofunni. Í dag verður norðvestlæg átt, víða gola en strekkingur syðst. Þá verður snjókoma norðantil á landinu, en það mun smám saman draga úr ofankomu sunnanlands. Þá er víða vægt frost.

Veður
Fréttamynd

Hvessir sunnan- og austan­til í kvöld

Lægðin sem olli snjókomunni á Norður- og Austurlandi í nótt fjarlægist nú landið og má reikna með fremur hægum vindi á landinu í dag. Víða eru líkur á stöku éljum og má reikna með frosti á bilinu núll til átta stig. Það hvessir hins vegar í kvöld og hafa verið gefnar út gular viðvaranir sunnan- og austantil vegna hvassviðris.

Veður
Fréttamynd

Kólnar í veðri

Dálítil lægð er nú á leið norður yfir landið og fylgir henni stíf sunnanátt og rigning nú í morgunsárið. Þó má reikna með hægari vindi og slyddu eða snjókomu norðvestan- og vestantil.

Veður
Fréttamynd

Vindur nær storm­styrk á norðvestan­verðu landinu

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt í dag þar sem víða má reikna með tíu til átján metrum á sekúndu en heldur hvassari í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu. Gular viðvaranir taka þar gildi eftir hádegi.

Veður