Tónlist

Á vit nýrra ævintýra

Robbie Williams hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður Breta undanfarin ár og ef mið er tekið af plötusölu síðustu ára sennilega vinsælasti erlendi popparinn á Íslandi í dag. Hans sjöunda hljóðversplata, Rudebox, kemur út á mánudaginn. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn. Það verður seint sagt um Robbie Williams að hann sitji auðum höndum.

Tónlist

Borðaði indverskan mat og drakk viskí á Dillon

Hollywood-stjarnan Harrison Ford er mætt til landsins og gerði leikarinn allt brjálað á Nasa á fyrsta kvöldi Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kvisaðist fljótlega út meðal gesta á staðnum að Ford væri á staðnum og voru kvenkynsaðdáendur leikarans ekki lengi að þefa hann uppi þar sem stórstjarnan stóð í mestu makindum.

Tónlist

Melódískt orgelpopp

Mates of State er ein af þeim sveitum sem koma fram á Airwaves-hátíðinni í ár. Bring it Back er fjórða platan hennar, en sveitin var stofnuð af þeim Kori Gardner, söngkonu og hljómborðsleikara, og Jason Hammel, söngvara og trommuleikara, í Kansas árið 1997. Þau giftu sig árið 2001.

Tónlist

Spilar með sex hljómsveitum á Airwaves

Hljómborðsleikarinn Þorbjörn Sigurðsson hefur í nógu að snúast á yfirstandandi Airwaves-hátíð. Hann kemur alls fram með sex hljómsveitum sem telja má líklegt að sé met á hátíðinni.

Tónlist

Fimmtudagsforleikur

Hitt húsið tekur virkan þátt í tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og rokkar stíft með Fimmtudagsforleik í dag. Ung og upprennandi bönd eiga athvarf sitt í Pósthús­strætinu og þar ríða á vaðið sveitirnar Furstaskyttan, The Ministry of Foreign Affairs og Sudden Weather Change. Tónleikarnir hefjast kl. 20, það er algjörlega ókeypis inn en 16 ára aldurstakmark. Aðrir tónleikar verða haldnir á laugardagskvöldið en þá mæta Jamie"s Star, Nögl, ÚT*Exit og sveitin Sudden Weather Change á sviðið. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.hitthusid.is.

Tónlist

Lay Low lætur að sér kveða

Fyrsta plata söngkonunnar Lay Low, Please Don"t Hate Me, kemur út í dag. Lay Low, sem heitir réttu nafni Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, spilar jafnframt á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld.

Tónlist

MTV og Airwaves-hljómsveit í draugagöngu

Tökulið frá MTV og meðlimir rokksveitarinnar We are Scientists reimuðu á sig gönguskóna í gærdag og héldu í tveggja tíma draugagöngu um Reykjavík með Jónasi Freydal, sem staðið hefur fyrir slíkum göngum í sumar.

Tónlist

Berst fyrir hatti sínum

Bono stendur þessa dagana í stappi við fyrrverandi stílista U2, sem vill ekki afhenda meðlimum U2 klæðnað sem þeir segja hann hafa hnuplað þegar hann vann fyrir þá.

Tónlist

Stelpan úr GusGus orðin fullorðin

Það eru komin 12 ár síðan Hafdís Huld Þrastardóttir byrjaði að hoppa um á sviði í magabol með hljómsveitinni GusGus. Ýmislegt hefur breyst en stærstu tíðindin eru að fyrsta sólóplata Hafdísar er komin út. Platan er persónuleg og Hafdís segist heyra sig fullorðnast í gegnum plötuna.

Tónlist

Versló-waves vinsæl

Tónlistarvikunni Verslówaves lýkur í Verslunarskólanum í dag með tónleikum Kalla sem áður var í Tenderfoot og Mugison. Alla vikuna hafa listamenn sem koma fram á Airwaves-hátíðinni spilað í Verslunarskólanum í frímínútum við góðar undirtektir. Þegar hafa Æla, Original Melody, Forgotten Lores og Pétur Ben komið fram.

Tónlist

Versti dúett allra tíma

„Fjórar mínútur og fimmtán sekúndur í helvíti.“ Svona lýsir vefútgáfa Ekstrabladets dúett Peter Andre og unnustu hans, Jordan, en útgáfa þeirra af Disney-smellinum A Whole New World hefur farið eins og eldur í sinu um netið eftir að ástralska blaðið The Daily Telegraph leyfði lesendum sínum að hlusta á „herlegheitin“. Greinarhöfundur fer engum silkihönskum um flutninginn og segir varla hægt að lýsa frammistöðu hjónakornanna með öðru en að vísa til misþyrmingar dýra eða annars þaðan af verra.

Tónlist

Vill verða rokkstjarna

Hin eitursvala Amanda Blank spilar á laugardagskvöld á Airwaves. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Amöndu af því tilefni en hún þykir með mest spennandi kvenkyns röppurum í Bandaríkjunum nú um stundir. Það lá ekki beint við hjá Amöndu að fara út í hiphop en það var Naeem Juwan, aðalmaðurinn á bakvið hiphop-sveitina Spank Rock, sem sá að Amanda var miklum hæfileikum gædd. „Hann bað mig um að gera lag með sér og ég sagði einfaldlega ókei.“

Tónlist

Hlýlegur haustfagnaður

Félagar í Óperukór Hafnarfjarðar kunna ráð við íslenskum kuldaköstum og hyggjast í kvöld flytja söngdagskrá í Hafnarborg sem bæði yljar og gleður. Um er að ræða stutta tónleikaröð sem hefur yfirskriftina „Haustfagnaður“ enda er það fagnaðarefni fyrir kórinn að koma saman á ný eftir sumarfrí.

Tónlist

Ferskir frá Köben

Hiphop-sveitin Forgotten Lores spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni á Nasa í kvöld. Tveir meðlimir sveitarinnar, Class B og Dj Intro, hafa verið búsettir í Kaupmannahöfn að undanförnu og því er ekki á hverjum degi sem hún spilar hér á landi.

Tónlist

Ómþýðir tónar í útgáfuteiti

Tónlistarmaðurinn Toggi hélt útgáfuteiti á Hverfisbarnum um síðustu helgi í tilefni af útkomu sinnar fyrstu plötu, Puppy. Platan hefur fengið góða dóma gagnrýnenda og hafa lögin Heart in Line og Turn Your Head Around hlotið mikla spilun í útvarpi. Lag Togga, Sexy Beast, hefur jafnframt verið notað í auglýsingu Coca Cola Light að undanförnu sem margir hafa veitt athygli. Toggi tók að sjálfsögðu lagið í útgáfuteitinu og kunnu gestirnir vel að meta frammistöðu kappans.

Tónlist

Lay Low sendir frá sér sína fyrstu plötu

Fyrsta plata tónlistarkonunnar Lay Low er komin til landsins og er að detta í verzlanir þessa dagana, en formlegur útgáfudagur er 19. október eða sama dag og Lay Low spilar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.

Tónlist

Rokkklúbbnum CBGB lokað

Rokkklúbburinn frægi í New York, CBGB, lokaði á sunnudagskvöldið eftir þrjátíu ára aðsetur í Bowery. Patti Smith kvaddi með stuttu setti og smellti mynd af lúnum innréttingum klúbbsins áður en hún taldi í.

Tónlist

Hátíðin byrjar í kvöld

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves byrjar með pompi og prakt í kvöld. Á Nasa er Kronik kvöld og meðal þeirra sem koma fram þar eru Bent, Fræ og Forgotten Lores.

Tónlist

Scarlett syngur lög Tom Waits

Scarlett Johansson hefur skrifað undir plötusamning við Atco, sem er á vegum Rhino Records. Hún dvelst þessa dagana í stúdíói þar sem hún syngur lög Tom Waits, en platan, sem ætti að líta dagsins ljós með vorinu, heitir einmitt Scarlett Sings Tom Waits. Scarlett er eins og allir vita ekki fyrsta Hollywood-daman sem daðrar við frama í söngheiminum.

Tónlist

Eldheitir aðdáendur Take That á Íslandi

Eins og kunnugt er var breska strákabandið Take That statt hér á landi í byrjun mánaðarins við upptökur á nýju myndbandi. Take That-menn eru nýkomnir í gang eftir langt hlé og hafa meðlimir hennar nú lýst reynslu sinni af Íslandi við breska dagblaðið Daily Star.

Tónlist

Munu umbylta bresku rokki

Aðalnúmerið á sérstöku Moshi Moshi kvöldi á Airwaves í ár er hljómsveitin Klaxons. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Jamie Reynolds, bassaleikar og söngvara sveitarinnar, um komu Klaxons hingað og rísandi veldi sveitarinnar.

Tónlist

Tíminn og vatnið

Kammerkór Langholtskirkju flytur tónsmíð Jóns Ásgeirssonar við ljóð Steins Steinarrs, Tíminn og vatnið á Hádegistónleikum Háskóla Íslands í Norræna húsinu í dag.

Tónlist

Daníel Ágúst með Hairdoctor

Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að spila með einum af besta söngvara Íslands, segir Jón Atli Helgason, annar af meðlimum hljómsveitarinnr Hairdoctor en söngvarinn Daníel Ágúst mun koma fram með hljómsveitinni á komandi Airwaves hátíð.

Tónlist

Lengsti plötusamningur Íslandssögunnar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur undirritað tímamótasamning við Senu um útgáfu að minnsta kosti tíu nýrra platna á næstu tíu til fimmtán árum. Um er að ræða lengsta plötusamning Íslandssögunnar. Plöturnar koma út undir merkjum nýs útgáfufyrirtækis, Blindsker, sem stofnað var í tengslum við útgáfuna.

Tónlist

Tíminn og vatnið

Háskólatónleikar vikunnar verða í Norræna húsinu á mörgun og hefjast kl. 12.30. Þar flytur Kammerkór Langholtskirkju Tímann og vatnið eftir Stein Steinarr við tóna Jóns Ásgeirssonar. Jón samdi lagaflokk við hluta þessa óræða kvæðis 1968 sem hann endurskoðaði 1772.

Tónlist

Sprengjuhöllin spilar á Iceland Airwaves

Hljómsveitin Sprengjuhöllin heldur áfram sigurgöngu sinni inn á hið íslenska tónlistarsvið á miðvikudagskvöldið kl. 21:45, en þá mun hljómsveitin koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni. Tónleikarnir fara fram á Grand Rokk við Smiðjustíg.

Tónlist

Gefa út hjá Morr

Hljómsveitirnar Seabear og Benni Hemm Hemm hafa gert samninga við þýska plötufyrirtækið Morr, sem er í Berlín. Morr hefur meðal annars gefið út plötur múm en nú bætist við nýjasta plata Benna Hemm Hemm sem hefur hlotið mjög góða dóma gagnrýnenda og ný EP-plata frá Seaber.

Tónlist

Landsmenn hvattir til að styðja "strákinn okkar"

Sannkölluð rokkstemmning virðist vera að myndast í landinu í kringum "strákinn okkar", Magna Ásgeirsson söngvara, sem hefur slegið í gegn í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova. Gengur nú tölvupóstur manna á milli þar sem fólk er hvatt til að styðja kappann svo hann falli ekki úr leik. Foreldrar hans vilja hins vegar fara að fá hann heim.

Tónlist

Bætist við dagskrá Iceland Airwaves

Dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem fram fer í miðborg Reykjavíkur daganna 18-22 október, er óðum að taka á sig mynd. Þegar er búið að tilkynna um 70 listamenn og hljómsveitir sem koma munu fram á hátíðinni og nú eru kynntir til leiks tæplega 30 flytjendur til viðbótar.

Tónlist