Næstkomandi laugardagskvöld verður spariútgáfa af Diskó-kvöldi Klúbbsins við Gullinbrú. Dúettinn DJ Boy and The George mun hrista eðal diskó fram úr skálmum sínum. Sérstakir gestir eru Love Guru Allstars, Daníel Óliver, Skjöldur Eyfjörð, Capone (uppistand) og fleiri.
Love Guru Allstars koma t.a.m. fram í Reykjavík fyrsta sinn í rúm 2 ár og frumflutt verður nýtt Allstars-lag og má segja að þar kveði við nýjan tón.