Tónlist Þórunn Antonía óvart vinsæl á Spáni "Lagið mitt Too Late er í fyrsta sæti á spænskri tónlistarsíðu,“ segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir steinhissa yfir því að lagið hafi ratað í efsta sæti á lagalista spænsku vefsíðunnar AstreduPOP, sem virðist leita uppi lítt þekkta en efnilega tónlistarmenn. Tónlist 10.7.2012 09:00 Tólf tíma tónleikamaraþon á KEX "Þetta er til stuðnings útvarpsstöðinni KEXP í Seattle,“ segir Baldvin Esra Einarsson, viðburðastjóri Kex Hostels, sem skipuleggur tólf tíma útitónleika á gistiheimilinu KEX laugardaginn 14. júlí fyrir fyrrnefnda útvarpsstöð en hún reiðir sig á framlög hlustenda í rekstri sínum. Tónlist 9.7.2012 17:00 Sumarsmellur frá Þorvaldi "Ég er svona skúffuskáld og lít fyrst og fremst á tónlistina sem skemmtilegt áhugamál,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem nýverið gaf út lagið Án minna vængja. Tónlist 9.7.2012 16:00 Gerði myndband við dónalag Bam Margera "Hann er mjög góður gæi en hefur allt önnur viðmið um hvað teljist eðlilegt,“ segir Óli Finnsson framleiðandi hjá Illusion og á nýjustu þáttaröð Steindans okkar en hann gerði tónlistarmyndband fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera á dögunum. Tónlist 9.7.2012 12:00 Fyllir í skarð Ingó Veðurguðs "Uppáhaldslagið er Bahama,“ segir Vestfirðingurinn Benedikt Sigurðsson en hann fékk Veðurguðina til að spila með sér á lokaballi Markaðsdaga í Bolungarvík, sem fer fram í kvöld. Hann mun því syngja prógramm sveitarinnar í stað Ingólfs Þórarinssonar, eða Ingó Veðurguðs. Tónlist 7.7.2012 09:00 Þungarokk í þorpum "Við spilum á stöðum sem þungarokkshljómsveitir halda aldrei tónleika á,“ segir Hólmkell Leó Aðalsteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Endless Dark, sem heldur af stað á Íslandstúr á morgun. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum annað kvöld en að þeim loknum verður rokkað á Grundarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri og loks á Neskaupstað á rokkhátíðinni Eistnaflugi. Tónlist 6.7.2012 15:00 Lay Low í einkaflugvél milli landshluta "Eftir mikla leit á öllum vígstöðvum stökk Guðmundur Már Þorvarðarson, vinur Smára Tarfs, til og reddaði flugvél,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Rauðasandur Festival sem fer fram um helgina á Vestfjörðum. Tónlist 6.7.2012 12:00 Helgi með fimm plötur á topp 20 "Ertu ekki að grínast. Ég er bara í sjokki, hefur þetta nokkurn tíman gerst áður?“ spyr auðmjúkur Helgi Björnsson þegar blaðamaður náði af honum tali og tilkynnti honum um þann frábæra árangur hans að eiga fimm plötur á topp 20 lista Tónlistans yfir söluhæstu plötur landsins. Tónlist 6.7.2012 10:30 Tónleikaröð Kjuregej Listakonan Kjuregej Alexandra Argunova ætlar að halda þrenna tónleika í Norðausturkjördæmi á næstu dögum ásamt félögum sínum Charles Ross, Halldór Warén og Sunchana Slamning. Tónleikaröðin hefst í Sláturhúsinu Egilsstöðum í kvöld, fimmtudaginn 5. júlí, en Kjuregej er heiðursgestur Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði og mætir þar á laugardaginn klukkan 21. Á sunnudaginn mun Kjuregej-flokkurinn halda tónleika í kirkjunni í Möðrudal á Fjöllum. Það er við hæfi því landslagið á Fjöllum minnir á hásléttur Jakútíu sem Kjuregej er frá. Tónlist 5.7.2012 16:00 Sóldögg malar eins og köttur Hljómsveitin Sóldögg kemur saman eftir ellefu ára hlé á Bestu útihátíðinni um helgina. Bergsveinn Arilíusson söngvari segir mikla eftirvæntingu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima. Ástæðuna fyrir endurkomunni segir Bergsveinn vera tvíþætta. "Annars vegar fannst okkur við aldrei hafa kvatt aðdáendur okkar og hins vegar var stór hópur af krökkum sem keyptu plöturnar okkar of ungur til að mæta á tónleika með okkur og það skipti okkur máli. Það fékk okkur til að segja: "Let's do it! Komum saman eitt fallegt sumarkvöld á fallegum stað." Við hlökkum mjög mikið til að "feisa" fólkið og það er engin lygi," segir Bergsveinn. Tónlist 5.7.2012 14:00 Ligeglad íslensk Hróarskelduhátíð "Við viljum hafa þetta svolítið ligeglad, eins og maður segir. Mestu máli skiptir að skemmta okkur sjálfum og öðrum,“ segir Dagmar Erla, vaktstjóri á Dönsku kránni, um Hróarskelduhátíðina sem hefst þar í kvöld og stendur út sunnudaginn. Tónlist 5.7.2012 09:00 Rokk og ról í Hafnarfirði Botnleðja hélt opna æfingu í Lækjarskóla í Hafnarfirði í gær. Hljómsveitin vaknaði nýlega til lífsins á ný og kemur meðal annars fram á Bestu útihátíðinni, Eistnaflugi og Þjóðhátíð í sumar. Ljósmyndari Fréttablaðsins leit við á æfingunni. Tónlist 3.7.2012 20:00 Tilbury tjaldar öllu til á útgáfutónleikum í Iðnó Hljómsveitin Tilbury ætlar að fagna útgáfu fyrstu plötu sinnar með veglegum tónleikum í Iðnó á fimmtudagskvöld. Þar verður öllu til tjaldað; öll platan verður leikin í fyrsta sinn, valinkunnir tónlistarmenn munu aðstoða við tónlistarflutninginn, nýstirnin í Kiriyama Family munu sjá um upphitun og svo verður frumsýnt splúnkunýtt myndband við næstu smáskífu Tilbury, "Drama", sem unnið var af Helga Jóhannssyni og Atla Viðari Þorsteinssyni. Tónlist 3.7.2012 16:30 Daníel Óliver með þriggja ára umboðssamning í Svíþjóð "Ég hitti Victoriu fyrst í desember og við vorum að ganga frá samningnum núna, svo þetta er búið að vera langt ferli,“ segir söngvarinn Daníel Óliver sem skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við eina virtustu umboðsskrifstofu Svíþjóðar, Victoria Ekeberg Management. Tónlist 3.7.2012 15:00 Stækka hlustendahópinn í gegnum sjónvarpsþætti Lag með hljómsveitinni Steed Lord hljómaði undir dansatriði í sjónvarpsþættinum So Yo Think You Can Dance sem sýndur var á Fox-sjónvarpsstöðinni á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Þetta er í annað sinn sem lag með sveitinni er notað í þættinum. Tónlist 3.7.2012 14:00 Fjórða myndband Sigur Rósar kom í dag Fjórða myndbandið í tilraun Sigur Rósar, The Valtari mystery film experiment, kom út í dag. Myndbandið gera leikstjórarnir Arni & Kinski sem eru kunnir af fyrra samstarfi sínu við Sigur Rós, en þeir leikstýrðu m.a. myndböndum við lögin Glósóli og Viðrar vel til loftárása. Tónlist 2.7.2012 16:39 Gítar Skálmaldar boðinn upp "Við þungarokkararnir getum líka látið gott af okkur leiða,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson úr rokksveitinni Skálmöld. Tónlist 29.6.2012 15:00 Skytturnar með nýtt rapp Hipphopp verður í hávegum haft á Þýska barnum um helgina á hátíðinni Yolo. Skytturnar eru meðal rapphljómsveita en tónleikar þeirra eru hluti af endurkomu sveitarinnar. Tónlist 29.6.2012 08:00 Retro Stefson endurgerir slagara Ný danskar "Ég hef aldrei verið neinn aðdáandi Ný danskar en hef hlustað svo mikið á lög sveitarinnar síðasta hálfa árið að ég er eldheitur aðdáandi núna,“ segir Unnsteinn Manúel Stefánsson, meðlimur Retro Stefson sem endurgerði slagara Ný danskrar, Fram á nótt. Tónlist 28.6.2012 13:00 Rokkveisla í Kaplakrika Stórtónleikarnir Rokkjötnar 2012 verða haldnir í Kaplakrika í september. Bibbi í Skálmöld segir fólk eiga von á fólki á öllum aldri og engu veseni. Tónlist 28.6.2012 12:00 Öll flóra raftónlistar undir jökli „Hinn breski Mixmaster Morris spilar en hann er stórt nafn í þessum geira,“ segir Pan Thorarensen, einn skipuleggjenda raftónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival – Undir Jökli, sem hefst á morgun og stendur fram á sunnudag á Hellissandi við Snæfellsjökul. Hátíðin er haldin í þriðja sinn í ár í félagsheimilinu Röst og utandyra með lifandi flutningi og plötusnúðum. „Við héldum fyrstu hátíðina árið 2010 en fengum hugmyndina árið 2008 þegar við feðgarnir í hljómsveitinni Stereo Hypnosis vorum við upptökur á plötunni Hypnogogia hér á Hellissandi,“ segir Pan sem spilar bæði með hljómsveit sinni og sem Beatmakin Troopa um helgina. Tónlist 28.6.2012 08:00 Klaufalegir hestatextar Íslenski hesturinn er aðalviðfangsefni textanna á þriðju plötu kántrísveitarinnar Klaufar, Óbyggðir, sem er nýkomin út. Einnig er skírskotað til mannlegs eðlis, ástarinnar og íslenskrar náttúru, hvort sem hún er líffræðilegs eða sjónræns eðlis. Tónlist 23.6.2012 11:00 Ólýsanleg stemning á Hellfest "Stemningin var alveg ólýsanleg. Við vart trúðum okkar augum né eyrum, þetta gekk svo vel,“ segir Jón Björn Ríkharðsson, eða Jónbi, trommari í Brain Police. Tónlist 23.6.2012 09:00 Safnaði fyrir sólóplötu í Noregi "Þetta er búið að liggja í loftinu lengi,“ segir Ingo Hansen sem hefur gefið út sína fyrstu plötu. Walking Up the Wall. Tónlist 23.6.2012 08:00 Gojira syngur um frelsið Franska þungarokkssveitin Gojira gefur út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. "Þroskaðri en fyrri verk,“ segir forsprakkinn Joe Duplantier. Tónlist 21.6.2012 22:00 Partíþokan færist nær Tónlist 21.6.2012 11:16 Lesendur Vísis velja lögin á safnplötu Botnleðju Í tilefni af endurkomu Botnleðju standa X-ið 977 og Vísir fyrir kosningu um bestu lög Botnleðju. Lesendur eru hvattir til að fara á slóðina visir.is/botnledja og velja þar þau lög sem þeim finnst standa upp úr. Þau lög sem fá flest atkvæði munu síðan prýða safnplötu Botnleðju sem kemur út í haust. Þegar rennt er yfir listann sést hversu glæsilegt lagasafn Botnleðju er og ætti enginn að lenda í vandræðum með að finna sér lög til að kjósa. Tónlist 20.6.2012 16:30 Leikur ný lög á Flóru „Ég spila á flest hljóðfæri á nýju plötunni,“ segir Ólöf Arnalds sem leikur lög af væntanlegri breiðskífu sinni, Sudden Elavation, í bland við tónsmíðar af fyrri plötum og eftir aðra tónlistarmenn á tvennum tónleikum á Café Flóru í Grasagarðinum á morgun og hinn. Tónlist 20.6.2012 11:00 Söngvari Bombay Bicycle Club á Hressó "Við ætlum að fá innblástur frá náttúrunni,“ segir Jack Steadman, söngvari þekktu indírokk-hljómsveitarinnar Bombay Bicycle Club sem heldur tónleika í Hressingarskálanum ásamt tónlistarkonunni Þorbjörgu Ósk Eggertsdóttur annað kvöld. Tónleikarnir verða órafmagnaðir og munu þau flétta tónsmíðar sínar saman. "Svo verður eitthvað óvænt sem kemur út úr æfingaferð til Vestmannaeyja.“ Tónlist 19.6.2012 12:00 Harma sviðsslys í Toronto Einn maður lést þegar svið sem hljómsveitin Radiohead átti að leika á í Toronto hrundi til grunna og þrír aðrir slösuðust. Enn er ekki ljóst hvað olli slysinu. Scott Johnson, hljóðmaður í föruneyti Radiohead, lést er sviðið hrundi og var úrskurðaður látinn á staðnum. Meðlimir sveitarinnar sendu frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast miður sín vegna slyssins. „Scott var ljúfur maður, ávallt jákvæður og skemmtilegur. Hann var einstaklega hæfileikaríkur og vel liðinn og við munum sakna hans mjög mikið. Hugur okkar er hjá fjölskyldu Scotts,“ stóð í tilkynningunni. Tónlist 19.6.2012 12:00 « ‹ 159 160 161 162 163 164 165 166 167 … 226 ›
Þórunn Antonía óvart vinsæl á Spáni "Lagið mitt Too Late er í fyrsta sæti á spænskri tónlistarsíðu,“ segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir steinhissa yfir því að lagið hafi ratað í efsta sæti á lagalista spænsku vefsíðunnar AstreduPOP, sem virðist leita uppi lítt þekkta en efnilega tónlistarmenn. Tónlist 10.7.2012 09:00
Tólf tíma tónleikamaraþon á KEX "Þetta er til stuðnings útvarpsstöðinni KEXP í Seattle,“ segir Baldvin Esra Einarsson, viðburðastjóri Kex Hostels, sem skipuleggur tólf tíma útitónleika á gistiheimilinu KEX laugardaginn 14. júlí fyrir fyrrnefnda útvarpsstöð en hún reiðir sig á framlög hlustenda í rekstri sínum. Tónlist 9.7.2012 17:00
Sumarsmellur frá Þorvaldi "Ég er svona skúffuskáld og lít fyrst og fremst á tónlistina sem skemmtilegt áhugamál,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem nýverið gaf út lagið Án minna vængja. Tónlist 9.7.2012 16:00
Gerði myndband við dónalag Bam Margera "Hann er mjög góður gæi en hefur allt önnur viðmið um hvað teljist eðlilegt,“ segir Óli Finnsson framleiðandi hjá Illusion og á nýjustu þáttaröð Steindans okkar en hann gerði tónlistarmyndband fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera á dögunum. Tónlist 9.7.2012 12:00
Fyllir í skarð Ingó Veðurguðs "Uppáhaldslagið er Bahama,“ segir Vestfirðingurinn Benedikt Sigurðsson en hann fékk Veðurguðina til að spila með sér á lokaballi Markaðsdaga í Bolungarvík, sem fer fram í kvöld. Hann mun því syngja prógramm sveitarinnar í stað Ingólfs Þórarinssonar, eða Ingó Veðurguðs. Tónlist 7.7.2012 09:00
Þungarokk í þorpum "Við spilum á stöðum sem þungarokkshljómsveitir halda aldrei tónleika á,“ segir Hólmkell Leó Aðalsteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Endless Dark, sem heldur af stað á Íslandstúr á morgun. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum annað kvöld en að þeim loknum verður rokkað á Grundarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri og loks á Neskaupstað á rokkhátíðinni Eistnaflugi. Tónlist 6.7.2012 15:00
Lay Low í einkaflugvél milli landshluta "Eftir mikla leit á öllum vígstöðvum stökk Guðmundur Már Þorvarðarson, vinur Smára Tarfs, til og reddaði flugvél,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Rauðasandur Festival sem fer fram um helgina á Vestfjörðum. Tónlist 6.7.2012 12:00
Helgi með fimm plötur á topp 20 "Ertu ekki að grínast. Ég er bara í sjokki, hefur þetta nokkurn tíman gerst áður?“ spyr auðmjúkur Helgi Björnsson þegar blaðamaður náði af honum tali og tilkynnti honum um þann frábæra árangur hans að eiga fimm plötur á topp 20 lista Tónlistans yfir söluhæstu plötur landsins. Tónlist 6.7.2012 10:30
Tónleikaröð Kjuregej Listakonan Kjuregej Alexandra Argunova ætlar að halda þrenna tónleika í Norðausturkjördæmi á næstu dögum ásamt félögum sínum Charles Ross, Halldór Warén og Sunchana Slamning. Tónleikaröðin hefst í Sláturhúsinu Egilsstöðum í kvöld, fimmtudaginn 5. júlí, en Kjuregej er heiðursgestur Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði og mætir þar á laugardaginn klukkan 21. Á sunnudaginn mun Kjuregej-flokkurinn halda tónleika í kirkjunni í Möðrudal á Fjöllum. Það er við hæfi því landslagið á Fjöllum minnir á hásléttur Jakútíu sem Kjuregej er frá. Tónlist 5.7.2012 16:00
Sóldögg malar eins og köttur Hljómsveitin Sóldögg kemur saman eftir ellefu ára hlé á Bestu útihátíðinni um helgina. Bergsveinn Arilíusson söngvari segir mikla eftirvæntingu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima. Ástæðuna fyrir endurkomunni segir Bergsveinn vera tvíþætta. "Annars vegar fannst okkur við aldrei hafa kvatt aðdáendur okkar og hins vegar var stór hópur af krökkum sem keyptu plöturnar okkar of ungur til að mæta á tónleika með okkur og það skipti okkur máli. Það fékk okkur til að segja: "Let's do it! Komum saman eitt fallegt sumarkvöld á fallegum stað." Við hlökkum mjög mikið til að "feisa" fólkið og það er engin lygi," segir Bergsveinn. Tónlist 5.7.2012 14:00
Ligeglad íslensk Hróarskelduhátíð "Við viljum hafa þetta svolítið ligeglad, eins og maður segir. Mestu máli skiptir að skemmta okkur sjálfum og öðrum,“ segir Dagmar Erla, vaktstjóri á Dönsku kránni, um Hróarskelduhátíðina sem hefst þar í kvöld og stendur út sunnudaginn. Tónlist 5.7.2012 09:00
Rokk og ról í Hafnarfirði Botnleðja hélt opna æfingu í Lækjarskóla í Hafnarfirði í gær. Hljómsveitin vaknaði nýlega til lífsins á ný og kemur meðal annars fram á Bestu útihátíðinni, Eistnaflugi og Þjóðhátíð í sumar. Ljósmyndari Fréttablaðsins leit við á æfingunni. Tónlist 3.7.2012 20:00
Tilbury tjaldar öllu til á útgáfutónleikum í Iðnó Hljómsveitin Tilbury ætlar að fagna útgáfu fyrstu plötu sinnar með veglegum tónleikum í Iðnó á fimmtudagskvöld. Þar verður öllu til tjaldað; öll platan verður leikin í fyrsta sinn, valinkunnir tónlistarmenn munu aðstoða við tónlistarflutninginn, nýstirnin í Kiriyama Family munu sjá um upphitun og svo verður frumsýnt splúnkunýtt myndband við næstu smáskífu Tilbury, "Drama", sem unnið var af Helga Jóhannssyni og Atla Viðari Þorsteinssyni. Tónlist 3.7.2012 16:30
Daníel Óliver með þriggja ára umboðssamning í Svíþjóð "Ég hitti Victoriu fyrst í desember og við vorum að ganga frá samningnum núna, svo þetta er búið að vera langt ferli,“ segir söngvarinn Daníel Óliver sem skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við eina virtustu umboðsskrifstofu Svíþjóðar, Victoria Ekeberg Management. Tónlist 3.7.2012 15:00
Stækka hlustendahópinn í gegnum sjónvarpsþætti Lag með hljómsveitinni Steed Lord hljómaði undir dansatriði í sjónvarpsþættinum So Yo Think You Can Dance sem sýndur var á Fox-sjónvarpsstöðinni á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Þetta er í annað sinn sem lag með sveitinni er notað í þættinum. Tónlist 3.7.2012 14:00
Fjórða myndband Sigur Rósar kom í dag Fjórða myndbandið í tilraun Sigur Rósar, The Valtari mystery film experiment, kom út í dag. Myndbandið gera leikstjórarnir Arni & Kinski sem eru kunnir af fyrra samstarfi sínu við Sigur Rós, en þeir leikstýrðu m.a. myndböndum við lögin Glósóli og Viðrar vel til loftárása. Tónlist 2.7.2012 16:39
Gítar Skálmaldar boðinn upp "Við þungarokkararnir getum líka látið gott af okkur leiða,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson úr rokksveitinni Skálmöld. Tónlist 29.6.2012 15:00
Skytturnar með nýtt rapp Hipphopp verður í hávegum haft á Þýska barnum um helgina á hátíðinni Yolo. Skytturnar eru meðal rapphljómsveita en tónleikar þeirra eru hluti af endurkomu sveitarinnar. Tónlist 29.6.2012 08:00
Retro Stefson endurgerir slagara Ný danskar "Ég hef aldrei verið neinn aðdáandi Ný danskar en hef hlustað svo mikið á lög sveitarinnar síðasta hálfa árið að ég er eldheitur aðdáandi núna,“ segir Unnsteinn Manúel Stefánsson, meðlimur Retro Stefson sem endurgerði slagara Ný danskrar, Fram á nótt. Tónlist 28.6.2012 13:00
Rokkveisla í Kaplakrika Stórtónleikarnir Rokkjötnar 2012 verða haldnir í Kaplakrika í september. Bibbi í Skálmöld segir fólk eiga von á fólki á öllum aldri og engu veseni. Tónlist 28.6.2012 12:00
Öll flóra raftónlistar undir jökli „Hinn breski Mixmaster Morris spilar en hann er stórt nafn í þessum geira,“ segir Pan Thorarensen, einn skipuleggjenda raftónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival – Undir Jökli, sem hefst á morgun og stendur fram á sunnudag á Hellissandi við Snæfellsjökul. Hátíðin er haldin í þriðja sinn í ár í félagsheimilinu Röst og utandyra með lifandi flutningi og plötusnúðum. „Við héldum fyrstu hátíðina árið 2010 en fengum hugmyndina árið 2008 þegar við feðgarnir í hljómsveitinni Stereo Hypnosis vorum við upptökur á plötunni Hypnogogia hér á Hellissandi,“ segir Pan sem spilar bæði með hljómsveit sinni og sem Beatmakin Troopa um helgina. Tónlist 28.6.2012 08:00
Klaufalegir hestatextar Íslenski hesturinn er aðalviðfangsefni textanna á þriðju plötu kántrísveitarinnar Klaufar, Óbyggðir, sem er nýkomin út. Einnig er skírskotað til mannlegs eðlis, ástarinnar og íslenskrar náttúru, hvort sem hún er líffræðilegs eða sjónræns eðlis. Tónlist 23.6.2012 11:00
Ólýsanleg stemning á Hellfest "Stemningin var alveg ólýsanleg. Við vart trúðum okkar augum né eyrum, þetta gekk svo vel,“ segir Jón Björn Ríkharðsson, eða Jónbi, trommari í Brain Police. Tónlist 23.6.2012 09:00
Safnaði fyrir sólóplötu í Noregi "Þetta er búið að liggja í loftinu lengi,“ segir Ingo Hansen sem hefur gefið út sína fyrstu plötu. Walking Up the Wall. Tónlist 23.6.2012 08:00
Gojira syngur um frelsið Franska þungarokkssveitin Gojira gefur út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. "Þroskaðri en fyrri verk,“ segir forsprakkinn Joe Duplantier. Tónlist 21.6.2012 22:00
Lesendur Vísis velja lögin á safnplötu Botnleðju Í tilefni af endurkomu Botnleðju standa X-ið 977 og Vísir fyrir kosningu um bestu lög Botnleðju. Lesendur eru hvattir til að fara á slóðina visir.is/botnledja og velja þar þau lög sem þeim finnst standa upp úr. Þau lög sem fá flest atkvæði munu síðan prýða safnplötu Botnleðju sem kemur út í haust. Þegar rennt er yfir listann sést hversu glæsilegt lagasafn Botnleðju er og ætti enginn að lenda í vandræðum með að finna sér lög til að kjósa. Tónlist 20.6.2012 16:30
Leikur ný lög á Flóru „Ég spila á flest hljóðfæri á nýju plötunni,“ segir Ólöf Arnalds sem leikur lög af væntanlegri breiðskífu sinni, Sudden Elavation, í bland við tónsmíðar af fyrri plötum og eftir aðra tónlistarmenn á tvennum tónleikum á Café Flóru í Grasagarðinum á morgun og hinn. Tónlist 20.6.2012 11:00
Söngvari Bombay Bicycle Club á Hressó "Við ætlum að fá innblástur frá náttúrunni,“ segir Jack Steadman, söngvari þekktu indírokk-hljómsveitarinnar Bombay Bicycle Club sem heldur tónleika í Hressingarskálanum ásamt tónlistarkonunni Þorbjörgu Ósk Eggertsdóttur annað kvöld. Tónleikarnir verða órafmagnaðir og munu þau flétta tónsmíðar sínar saman. "Svo verður eitthvað óvænt sem kemur út úr æfingaferð til Vestmannaeyja.“ Tónlist 19.6.2012 12:00
Harma sviðsslys í Toronto Einn maður lést þegar svið sem hljómsveitin Radiohead átti að leika á í Toronto hrundi til grunna og þrír aðrir slösuðust. Enn er ekki ljóst hvað olli slysinu. Scott Johnson, hljóðmaður í föruneyti Radiohead, lést er sviðið hrundi og var úrskurðaður látinn á staðnum. Meðlimir sveitarinnar sendu frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast miður sín vegna slyssins. „Scott var ljúfur maður, ávallt jákvæður og skemmtilegur. Hann var einstaklega hæfileikaríkur og vel liðinn og við munum sakna hans mjög mikið. Hugur okkar er hjá fjölskyldu Scotts,“ stóð í tilkynningunni. Tónlist 19.6.2012 12:00