Íslendingar feimnir við kántríið 4. október 2012 05:00 Sigurgeir Sigmundsson spilar á hverju ári með norsku kántríhljómsveitinni Big River Band. fréttablaðið/gva "Hún er skemmtileg kántríhefðin hjá Norðmönnum, þeir eru svo mikið kántrí," segir gítarleikarinn Sigurgeir Sigmundsson. Hann spilar með norsku kántrísveitinni Big River Band einu sinni á ári á hátíðinni Lofoten Country Music Festival. Sveitin hefur gefið út eina plötu og þrisvar komist á norska kántrívinsældarlistann. "Íslendingar eru líka kántrísinnaðir en þeir eru feimnari við að sýna það. Þeir eru feimnari við að setja upp hattinn og fara í skóna og köflóttu skyrtuna." Sigurgeir hefur í 35 ár spilað rokk með sveitum á borð við Start, Gildruna og Drýsil en undanfarin ár hefur hann fikrað sig út í kántríið með Klaufum og Björgvini Halldórssyni. Þar spilar hann á fetilgítara og kjöltustálgítara og er einmitt stofnandi Rokk- og stálgítarskólans. Aðspurður segir Sigurgeir sérstakt að spila á fetilgítarinn. "Þetta er eiginlega eins og að spila á gítarorgel," útskýrir hann. Á gítarnum eru tveir tíu strengja hálsar, átta fótpedalar og sex járn til að stýra tónunum. Sigurgeir snertir aldrei strengina með puttunum heldur notar járn til að spila. Hann leikur með Gildrunni á Eskifirði á laugardaginn. Sama dag geta tónlistarunnendur fylgst með kynningu á hljóðfærum hans, þar á meðal kjöltustálgítarnum sem hann grípur í með Gildrunni. - fb Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
"Hún er skemmtileg kántríhefðin hjá Norðmönnum, þeir eru svo mikið kántrí," segir gítarleikarinn Sigurgeir Sigmundsson. Hann spilar með norsku kántrísveitinni Big River Band einu sinni á ári á hátíðinni Lofoten Country Music Festival. Sveitin hefur gefið út eina plötu og þrisvar komist á norska kántrívinsældarlistann. "Íslendingar eru líka kántrísinnaðir en þeir eru feimnari við að sýna það. Þeir eru feimnari við að setja upp hattinn og fara í skóna og köflóttu skyrtuna." Sigurgeir hefur í 35 ár spilað rokk með sveitum á borð við Start, Gildruna og Drýsil en undanfarin ár hefur hann fikrað sig út í kántríið með Klaufum og Björgvini Halldórssyni. Þar spilar hann á fetilgítara og kjöltustálgítara og er einmitt stofnandi Rokk- og stálgítarskólans. Aðspurður segir Sigurgeir sérstakt að spila á fetilgítarinn. "Þetta er eiginlega eins og að spila á gítarorgel," útskýrir hann. Á gítarnum eru tveir tíu strengja hálsar, átta fótpedalar og sex járn til að stýra tónunum. Sigurgeir snertir aldrei strengina með puttunum heldur notar járn til að spila. Hann leikur með Gildrunni á Eskifirði á laugardaginn. Sama dag geta tónlistarunnendur fylgst með kynningu á hljóðfærum hans, þar á meðal kjöltustálgítarnum sem hann grípur í með Gildrunni. - fb
Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira