Íslendingar feimnir við kántríið 4. október 2012 05:00 Sigurgeir Sigmundsson spilar á hverju ári með norsku kántríhljómsveitinni Big River Band. fréttablaðið/gva "Hún er skemmtileg kántríhefðin hjá Norðmönnum, þeir eru svo mikið kántrí," segir gítarleikarinn Sigurgeir Sigmundsson. Hann spilar með norsku kántrísveitinni Big River Band einu sinni á ári á hátíðinni Lofoten Country Music Festival. Sveitin hefur gefið út eina plötu og þrisvar komist á norska kántrívinsældarlistann. "Íslendingar eru líka kántrísinnaðir en þeir eru feimnari við að sýna það. Þeir eru feimnari við að setja upp hattinn og fara í skóna og köflóttu skyrtuna." Sigurgeir hefur í 35 ár spilað rokk með sveitum á borð við Start, Gildruna og Drýsil en undanfarin ár hefur hann fikrað sig út í kántríið með Klaufum og Björgvini Halldórssyni. Þar spilar hann á fetilgítara og kjöltustálgítara og er einmitt stofnandi Rokk- og stálgítarskólans. Aðspurður segir Sigurgeir sérstakt að spila á fetilgítarinn. "Þetta er eiginlega eins og að spila á gítarorgel," útskýrir hann. Á gítarnum eru tveir tíu strengja hálsar, átta fótpedalar og sex járn til að stýra tónunum. Sigurgeir snertir aldrei strengina með puttunum heldur notar járn til að spila. Hann leikur með Gildrunni á Eskifirði á laugardaginn. Sama dag geta tónlistarunnendur fylgst með kynningu á hljóðfærum hans, þar á meðal kjöltustálgítarnum sem hann grípur í með Gildrunni. - fb Tónlist Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
"Hún er skemmtileg kántríhefðin hjá Norðmönnum, þeir eru svo mikið kántrí," segir gítarleikarinn Sigurgeir Sigmundsson. Hann spilar með norsku kántrísveitinni Big River Band einu sinni á ári á hátíðinni Lofoten Country Music Festival. Sveitin hefur gefið út eina plötu og þrisvar komist á norska kántrívinsældarlistann. "Íslendingar eru líka kántrísinnaðir en þeir eru feimnari við að sýna það. Þeir eru feimnari við að setja upp hattinn og fara í skóna og köflóttu skyrtuna." Sigurgeir hefur í 35 ár spilað rokk með sveitum á borð við Start, Gildruna og Drýsil en undanfarin ár hefur hann fikrað sig út í kántríið með Klaufum og Björgvini Halldórssyni. Þar spilar hann á fetilgítara og kjöltustálgítara og er einmitt stofnandi Rokk- og stálgítarskólans. Aðspurður segir Sigurgeir sérstakt að spila á fetilgítarinn. "Þetta er eiginlega eins og að spila á gítarorgel," útskýrir hann. Á gítarnum eru tveir tíu strengja hálsar, átta fótpedalar og sex járn til að stýra tónunum. Sigurgeir snertir aldrei strengina með puttunum heldur notar járn til að spila. Hann leikur með Gildrunni á Eskifirði á laugardaginn. Sama dag geta tónlistarunnendur fylgst með kynningu á hljóðfærum hans, þar á meðal kjöltustálgítarnum sem hann grípur í með Gildrunni. - fb
Tónlist Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira