Íslendingar feimnir við kántríið 4. október 2012 05:00 Sigurgeir Sigmundsson spilar á hverju ári með norsku kántríhljómsveitinni Big River Band. fréttablaðið/gva "Hún er skemmtileg kántríhefðin hjá Norðmönnum, þeir eru svo mikið kántrí," segir gítarleikarinn Sigurgeir Sigmundsson. Hann spilar með norsku kántrísveitinni Big River Band einu sinni á ári á hátíðinni Lofoten Country Music Festival. Sveitin hefur gefið út eina plötu og þrisvar komist á norska kántrívinsældarlistann. "Íslendingar eru líka kántrísinnaðir en þeir eru feimnari við að sýna það. Þeir eru feimnari við að setja upp hattinn og fara í skóna og köflóttu skyrtuna." Sigurgeir hefur í 35 ár spilað rokk með sveitum á borð við Start, Gildruna og Drýsil en undanfarin ár hefur hann fikrað sig út í kántríið með Klaufum og Björgvini Halldórssyni. Þar spilar hann á fetilgítara og kjöltustálgítara og er einmitt stofnandi Rokk- og stálgítarskólans. Aðspurður segir Sigurgeir sérstakt að spila á fetilgítarinn. "Þetta er eiginlega eins og að spila á gítarorgel," útskýrir hann. Á gítarnum eru tveir tíu strengja hálsar, átta fótpedalar og sex járn til að stýra tónunum. Sigurgeir snertir aldrei strengina með puttunum heldur notar járn til að spila. Hann leikur með Gildrunni á Eskifirði á laugardaginn. Sama dag geta tónlistarunnendur fylgst með kynningu á hljóðfærum hans, þar á meðal kjöltustálgítarnum sem hann grípur í með Gildrunni. - fb Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
"Hún er skemmtileg kántríhefðin hjá Norðmönnum, þeir eru svo mikið kántrí," segir gítarleikarinn Sigurgeir Sigmundsson. Hann spilar með norsku kántrísveitinni Big River Band einu sinni á ári á hátíðinni Lofoten Country Music Festival. Sveitin hefur gefið út eina plötu og þrisvar komist á norska kántrívinsældarlistann. "Íslendingar eru líka kántrísinnaðir en þeir eru feimnari við að sýna það. Þeir eru feimnari við að setja upp hattinn og fara í skóna og köflóttu skyrtuna." Sigurgeir hefur í 35 ár spilað rokk með sveitum á borð við Start, Gildruna og Drýsil en undanfarin ár hefur hann fikrað sig út í kántríið með Klaufum og Björgvini Halldórssyni. Þar spilar hann á fetilgítara og kjöltustálgítara og er einmitt stofnandi Rokk- og stálgítarskólans. Aðspurður segir Sigurgeir sérstakt að spila á fetilgítarinn. "Þetta er eiginlega eins og að spila á gítarorgel," útskýrir hann. Á gítarnum eru tveir tíu strengja hálsar, átta fótpedalar og sex járn til að stýra tónunum. Sigurgeir snertir aldrei strengina með puttunum heldur notar járn til að spila. Hann leikur með Gildrunni á Eskifirði á laugardaginn. Sama dag geta tónlistarunnendur fylgst með kynningu á hljóðfærum hans, þar á meðal kjöltustálgítarnum sem hann grípur í með Gildrunni. - fb
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira