Sölvi og Tiny frumsýna fyrsta myndband Halleluwah 2. október 2012 14:01 Tvíeykið Halleluwah, þeir Sölvi Blöndal og Tiny, frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið K2R. Sölvi og Tiny, sem heitir réttu nafni Egill Ólafur Thorarensen, eru því komnir á fullt undir merkjum Halleluwah en nú eru einmitt um níu ár síðan þeir hófu fyrst samstarf undir merkjum Quarashi. Myndbandið er virkilega vel heppnað og smellpassar við hið grípandi K2R. Því er enda leikstýrt af þaulvönum tónlistarmyndbandaleikstjóra, hinum sænska Måns Nyman, sem hefur gert myndbönd fyrir nokkra af þekktari listamönnum Svía. Hægt er að skoða Vimeo-síðu hans hér. „Myndbandið var að öllu leyti tekið í Stokkhólmi, þar sem borgarmyndin spilar stórt hlutverk. Báðir meðlimir Halleluwah hafa um langt skeið verið búsettir í Svíþjóð. Svo langt gekk þetta að annar meðlima Halleluwah fékk viðurnefnið "Íslandshesturinn". Hann hefur gengið undir því nafni síðan. Leikstjóranum kynntust strákarnir við tökur á myndinni "Pyramiden" um lögreglumanninn knáa Wallander, þar sem annar af tvíeykinu hafði fengið aukahlutverk sem lík," segir í tilkynningu frá sveitinni. Það rímar ágætlega við nýja myndbandið eins og þeir sem horfa komast að undir lokin. Lagið K2R var gefið út í netútgáfu fyrir örfáum vikum. Um miðjan október er síðan fyrirhuguð útgáfa á tíu tommu (einnig með áföstum cd) sem mun innihalda lögin "K2R" á A-hlið, og "Whiplashes" á B-hlið.Hér er hægt að sjá myndbandið á YouTube. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tvíeykið Halleluwah, þeir Sölvi Blöndal og Tiny, frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið K2R. Sölvi og Tiny, sem heitir réttu nafni Egill Ólafur Thorarensen, eru því komnir á fullt undir merkjum Halleluwah en nú eru einmitt um níu ár síðan þeir hófu fyrst samstarf undir merkjum Quarashi. Myndbandið er virkilega vel heppnað og smellpassar við hið grípandi K2R. Því er enda leikstýrt af þaulvönum tónlistarmyndbandaleikstjóra, hinum sænska Måns Nyman, sem hefur gert myndbönd fyrir nokkra af þekktari listamönnum Svía. Hægt er að skoða Vimeo-síðu hans hér. „Myndbandið var að öllu leyti tekið í Stokkhólmi, þar sem borgarmyndin spilar stórt hlutverk. Báðir meðlimir Halleluwah hafa um langt skeið verið búsettir í Svíþjóð. Svo langt gekk þetta að annar meðlima Halleluwah fékk viðurnefnið "Íslandshesturinn". Hann hefur gengið undir því nafni síðan. Leikstjóranum kynntust strákarnir við tökur á myndinni "Pyramiden" um lögreglumanninn knáa Wallander, þar sem annar af tvíeykinu hafði fengið aukahlutverk sem lík," segir í tilkynningu frá sveitinni. Það rímar ágætlega við nýja myndbandið eins og þeir sem horfa komast að undir lokin. Lagið K2R var gefið út í netútgáfu fyrir örfáum vikum. Um miðjan október er síðan fyrirhuguð útgáfa á tíu tommu (einnig með áföstum cd) sem mun innihalda lögin "K2R" á A-hlið, og "Whiplashes" á B-hlið.Hér er hægt að sjá myndbandið á YouTube.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira