Persónulegt uppgjör hjá Bigga 1. október 2012 00:01 Biggi Hilmars Tónlistarmaðurinn hefur sent frá sér sólóplötuna All We Can Be. mynd/maría kjartans Biggi Hilmars sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu, All We Can Be, í dag. Þar blandar hann saman sígildri tónlist, poppi og kvikmyndalegri tónlist. Á henni eru ellefu lög eftir Bigga ásamt útgáfu hans á Famous Blue Raincoat eftir Leonard Cohen. "Ég hlustaði sérstaklega mikið á hann þegar ég var í menntaskóla," segir Biggi um Cohen. "Ég og félagar mínir í Blindfold gerðum þetta saman. Þetta átti að vera aukalag á Faking Dreams, plötu Blindfold sem kom bara út í Japan og á netinu en ég ákvað að gefa því nýtt líf á All We Can Be. Það passaði algjörlega inn í sándið." Biggi hefur undanfarin ár starfað í London, Reykjavík, Los Angeles og New York. Hann hefur verið tónskáld hjá Universal Music í London og Pusher Music í Los Angeles við hin ýmsu kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingaverkefni, auk þess að vinna við nýju plötuna í þrjú ár. Þar áður spilaði hann með Ampop sem vann Íslensku tónlistarverðlaunin 2006 fyrir lagið My Delusions. "Ég er búinn að vinna rosalega mikið við kvikmyndatónlist seinustu árin og það hefur veitt mér innblástur. Ég hef lært mikið af góðu fólki úti," segir Biggi og bætir við að textarnir á plötunni séu mjög persónulegir. "Þetta er persónulegt uppgjör. Textarnir fjalla um lífið og tilveruna seinustu árin í útlöndum. Tvö lög voru samin til einstaklinga sem eru mér mjög kærir og nánir." Útgáfutónleikar verða í Fríkirkjunni 4. október kl. 20. Forsalan er hafin á Midi.is. Biggi spilar einnig þrívegis á Airwaves-hátíðinni 1. og 2. nóvember.- fb Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Biggi Hilmars sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu, All We Can Be, í dag. Þar blandar hann saman sígildri tónlist, poppi og kvikmyndalegri tónlist. Á henni eru ellefu lög eftir Bigga ásamt útgáfu hans á Famous Blue Raincoat eftir Leonard Cohen. "Ég hlustaði sérstaklega mikið á hann þegar ég var í menntaskóla," segir Biggi um Cohen. "Ég og félagar mínir í Blindfold gerðum þetta saman. Þetta átti að vera aukalag á Faking Dreams, plötu Blindfold sem kom bara út í Japan og á netinu en ég ákvað að gefa því nýtt líf á All We Can Be. Það passaði algjörlega inn í sándið." Biggi hefur undanfarin ár starfað í London, Reykjavík, Los Angeles og New York. Hann hefur verið tónskáld hjá Universal Music í London og Pusher Music í Los Angeles við hin ýmsu kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingaverkefni, auk þess að vinna við nýju plötuna í þrjú ár. Þar áður spilaði hann með Ampop sem vann Íslensku tónlistarverðlaunin 2006 fyrir lagið My Delusions. "Ég er búinn að vinna rosalega mikið við kvikmyndatónlist seinustu árin og það hefur veitt mér innblástur. Ég hef lært mikið af góðu fólki úti," segir Biggi og bætir við að textarnir á plötunni séu mjög persónulegir. "Þetta er persónulegt uppgjör. Textarnir fjalla um lífið og tilveruna seinustu árin í útlöndum. Tvö lög voru samin til einstaklinga sem eru mér mjög kærir og nánir." Útgáfutónleikar verða í Fríkirkjunni 4. október kl. 20. Forsalan er hafin á Midi.is. Biggi spilar einnig þrívegis á Airwaves-hátíðinni 1. og 2. nóvember.- fb
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira