Persónulegt uppgjör hjá Bigga 1. október 2012 00:01 Biggi Hilmars Tónlistarmaðurinn hefur sent frá sér sólóplötuna All We Can Be. mynd/maría kjartans Biggi Hilmars sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu, All We Can Be, í dag. Þar blandar hann saman sígildri tónlist, poppi og kvikmyndalegri tónlist. Á henni eru ellefu lög eftir Bigga ásamt útgáfu hans á Famous Blue Raincoat eftir Leonard Cohen. "Ég hlustaði sérstaklega mikið á hann þegar ég var í menntaskóla," segir Biggi um Cohen. "Ég og félagar mínir í Blindfold gerðum þetta saman. Þetta átti að vera aukalag á Faking Dreams, plötu Blindfold sem kom bara út í Japan og á netinu en ég ákvað að gefa því nýtt líf á All We Can Be. Það passaði algjörlega inn í sándið." Biggi hefur undanfarin ár starfað í London, Reykjavík, Los Angeles og New York. Hann hefur verið tónskáld hjá Universal Music í London og Pusher Music í Los Angeles við hin ýmsu kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingaverkefni, auk þess að vinna við nýju plötuna í þrjú ár. Þar áður spilaði hann með Ampop sem vann Íslensku tónlistarverðlaunin 2006 fyrir lagið My Delusions. "Ég er búinn að vinna rosalega mikið við kvikmyndatónlist seinustu árin og það hefur veitt mér innblástur. Ég hef lært mikið af góðu fólki úti," segir Biggi og bætir við að textarnir á plötunni séu mjög persónulegir. "Þetta er persónulegt uppgjör. Textarnir fjalla um lífið og tilveruna seinustu árin í útlöndum. Tvö lög voru samin til einstaklinga sem eru mér mjög kærir og nánir." Útgáfutónleikar verða í Fríkirkjunni 4. október kl. 20. Forsalan er hafin á Midi.is. Biggi spilar einnig þrívegis á Airwaves-hátíðinni 1. og 2. nóvember.- fb Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Biggi Hilmars sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu, All We Can Be, í dag. Þar blandar hann saman sígildri tónlist, poppi og kvikmyndalegri tónlist. Á henni eru ellefu lög eftir Bigga ásamt útgáfu hans á Famous Blue Raincoat eftir Leonard Cohen. "Ég hlustaði sérstaklega mikið á hann þegar ég var í menntaskóla," segir Biggi um Cohen. "Ég og félagar mínir í Blindfold gerðum þetta saman. Þetta átti að vera aukalag á Faking Dreams, plötu Blindfold sem kom bara út í Japan og á netinu en ég ákvað að gefa því nýtt líf á All We Can Be. Það passaði algjörlega inn í sándið." Biggi hefur undanfarin ár starfað í London, Reykjavík, Los Angeles og New York. Hann hefur verið tónskáld hjá Universal Music í London og Pusher Music í Los Angeles við hin ýmsu kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingaverkefni, auk þess að vinna við nýju plötuna í þrjú ár. Þar áður spilaði hann með Ampop sem vann Íslensku tónlistarverðlaunin 2006 fyrir lagið My Delusions. "Ég er búinn að vinna rosalega mikið við kvikmyndatónlist seinustu árin og það hefur veitt mér innblástur. Ég hef lært mikið af góðu fólki úti," segir Biggi og bætir við að textarnir á plötunni séu mjög persónulegir. "Þetta er persónulegt uppgjör. Textarnir fjalla um lífið og tilveruna seinustu árin í útlöndum. Tvö lög voru samin til einstaklinga sem eru mér mjög kærir og nánir." Útgáfutónleikar verða í Fríkirkjunni 4. október kl. 20. Forsalan er hafin á Midi.is. Biggi spilar einnig þrívegis á Airwaves-hátíðinni 1. og 2. nóvember.- fb
Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira