Syngur um Eydísi á eitíslegri plötu 22. september 2012 17:00 Felix Bergsson stefnir á útgáfu nýrrar plötu um mitt næsta ár. Lagið Eydís er þegar farið að hljóma í útvarpi. fréttablaðið/stefán „Er ég að syngja til konu sem heitir Eydís eða er söngvarinn bara svona linmæltur og saknar níunda áratugarins? Það er spurningin sem hlustendur verða að velta fyrir sér,“ segir Felix Bergsson um nýtt lag sitt, Eydís, sem hljómað hefur ótt og títt á öldum ljósvakans síðustu daga. Lagið, sem Felix segir að verði meðal annars fáanlegt á Tónlist.is á næstu dögum, er það fyrsta af væntanlegri plötu sem söngvarinn vinnur nú að ásamt Jóni Ólafssyni. Felix segist strax hafa hafist handa við gerð nýrrar plötu eftir að vinnu við síðustu breiðskífu, Þögul nóttin, þar sem Felix söng ný lög við ljóð Páls Ólafssonar, var lokið. „Við erum að vinna með eitís-sánd en reynum auðvitað að gera góða og nútímalega popptónlist,“ útskýrir Felix, sem sjálfur kom fram á sjónarsviðið um miðjan níunda áratuginn sem söngvari Greifanna. Hann semur alla texta á nýju plötunni með hjálp Braga Valdimars Baggalúts, en áætlað er að platan komi út um mitt næsta ár. Lagahöfundar eru téður Jón Ólafsson, Eberg, Davíð Berndsen, Dr. Gunni og Karl Olgeirsson. Sá síðastnefndi er einmitt höfundur lagsins Eydís. „Þetta er helvíti fínn smellur frá Kalla Olgeirs,“ segir Felix. „Sérstaklega finnst mér húmorinn í lagasmíðinni skemmtilegur. Ef fólk þekkir hljómsveitir á borð við Johnny Hates Jazz og fleiri eitís-slagarabönd þá fer ekki milli mála að hljómagangurinn og andi lagsins er algjörlega í þá áttina. - kg Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Er ég að syngja til konu sem heitir Eydís eða er söngvarinn bara svona linmæltur og saknar níunda áratugarins? Það er spurningin sem hlustendur verða að velta fyrir sér,“ segir Felix Bergsson um nýtt lag sitt, Eydís, sem hljómað hefur ótt og títt á öldum ljósvakans síðustu daga. Lagið, sem Felix segir að verði meðal annars fáanlegt á Tónlist.is á næstu dögum, er það fyrsta af væntanlegri plötu sem söngvarinn vinnur nú að ásamt Jóni Ólafssyni. Felix segist strax hafa hafist handa við gerð nýrrar plötu eftir að vinnu við síðustu breiðskífu, Þögul nóttin, þar sem Felix söng ný lög við ljóð Páls Ólafssonar, var lokið. „Við erum að vinna með eitís-sánd en reynum auðvitað að gera góða og nútímalega popptónlist,“ útskýrir Felix, sem sjálfur kom fram á sjónarsviðið um miðjan níunda áratuginn sem söngvari Greifanna. Hann semur alla texta á nýju plötunni með hjálp Braga Valdimars Baggalúts, en áætlað er að platan komi út um mitt næsta ár. Lagahöfundar eru téður Jón Ólafsson, Eberg, Davíð Berndsen, Dr. Gunni og Karl Olgeirsson. Sá síðastnefndi er einmitt höfundur lagsins Eydís. „Þetta er helvíti fínn smellur frá Kalla Olgeirs,“ segir Felix. „Sérstaklega finnst mér húmorinn í lagasmíðinni skemmtilegur. Ef fólk þekkir hljómsveitir á borð við Johnny Hates Jazz og fleiri eitís-slagarabönd þá fer ekki milli mála að hljómagangurinn og andi lagsins er algjörlega í þá áttina. - kg
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira