Sport

Tvö­földuðu launin á fjórum árum

Það er líklega engin tilviljun að norska handknattleiksfélagið Vipers frá Kristiansand hafi rambað á barmi gjaldþrots. Þetta stórveldi í handbolta kvenna hefur á síðustu fjórum árum tvöfaldað launakostnað vegna leikmanna.

Handbolti

Dæmdir fyrir að trufla Vasa­gönguna

Tveir umhverfisaðgerðasinnar hafa verið dæmdir í Svíþjóð fyrir að nýta sér Vasgönguna, hina vinsælu skíðagöngukeppni, til að vekja athygli á hlýnun jarðar.

Sport

Juventus lenti í hökkurum

Juventus segir að einn af aðgöngum félagsins á X hafi verið hakkaður þegar tilkynnt var um félagaskipti tyrkneska leikmannsins Arda Güler.

Fótbolti

Stubbur hrundi vegna á­lags

Knattspyrnudeild Víkings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna villu sem kom upp við sölu miða á leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Kerfi miðasölufyrirtækisins Stubbs hrundi í hádeginu vegna álags við sölu miða á leikinn.

Íslenski boltinn

Þakk­látir fyrir en sjá á eftir Aroni: „Út­­skýrði vel fyrir liðinu hvað væri í gangi“

Karla­lið FH í hand­bolta tekur á móti sænsku meisturunum í Sa­vehof í 3.um­ferð Evrópu­deildarinnar í Kapla­krika í kvöld. Um er að ræða fyrsta leik FH liðsins eftir brott­hvarf stór­stjörnunnar Arons Pálmars­sonar. Sigur­steinn Arn­dal, þjálfari FH, segir alla í FH liðinu sýna Aroni skilning með á­kvörðun hans og sam­gleðjast honum. Fram undan sé hins vegar mikil vinna sem felst í því að reyna fylla í hans skarð.

Handbolti

Orri Sigurður kallar leik­mann Fram ræfil

Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar.

Íslenski boltinn

Fá annað tæki­færi: Lengd fram­lengingar kærð

Á miðvikudag mætast KA og Stjarnan að nýju á Akureyri í leik um Íslandsmeistaratitilinn í C-liða keppni 4. flokks drengja en þar spila drengir fæddir 2010 og 2011. Ekki verður allur leikurinn leikinn upp á nýtt heldur aðeins framlenging leiksins. Þá þarf KA að greiða ferðakostnað Stjörnunnar.

Íslenski boltinn

Arnór Ingvi skoraði eitt og annað dæmt af

Arnór Ingvi Traustason átti virkilega góðan leik þegar Norrköping gerði 1-1 jafntefli við Brommapojkarna í efstu deild sænsku knattspyrnunnar í kvöld. Arnór Ingvi skoraði mark sinna manna og bætti öðru við sem var því miður dæmt af vegna rangstöðu.

Fótbolti