Skoðun

Rússíbaninn á húsnæðismarkaði

Ólafur Margeirsson skrifar

Í mars síðastliðnum varaði ég við samdrætti í íbúðabyggingu, sjá m.a. hér. Nú eru fleiri að benda á sama vandamál bæði á Íslandi sem og annars staðar í Evrópu. Sjá t.d. hér, hér og hér. Víða er vandamálið að ekki má byggja vegna reglna um nýtingu lands ("zoning laws") sem hindra að t.d. illa nýttum skrifstofubyggingum eða bílastæðum sé breytt í íbúðarhúsnæði að hluta eða heild.

Skoðun

Við undir­búum starfs­lokin allt of seint

Björn Berg Gunnarsson skrifar

Það er voða mikið látið með frasann „þetta reddast“. Hann er vissulega efni í létt samtöl við erlenda gesti og viðhorfið sem hann endurspeglar hefur átt þátt í að byggja upp það skemmtilega samfélag sem við búum í.

Skoðun

Náttúra, söfn og sjálf­bærni

Helga Aradóttir skrifar

Í dag, 18. maí er Alþjóðlegur dagur safna. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og leitast er við að tengja starf safna við valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hverju sinni. Þema dagsins þetta árið er „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“ og tengt er við eftirfarandi heimsmarkmið: Heilsu og vellíðan, Aðgerðir í loftslagsmálum og Líf á landi.

Skoðun

Friðlýsa ætti Kvennaskólann í Reykjavík

Ingibjörg S. Guðmundsdóttir skrifar

Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann.

Skoðun

Íbúasamráð um breytt deiliskipulag!

Bragi Bjarnason skrifar

Hver dagur gefur ný tækifæri og alltaf erum við að læra. Oft stjórnast þetta af viðhorfi, ”er glasið hálf tómt eða hálf fullt?" Í mínum huga eflist maður við áskoranir og alltaf opnast einhverjir nýir möguleikar ef við horfum jákvæðum augum á verkefnin. Hjá Sveitarfélaginu Árborg eru alltaf einhver verkefni í gangi og fer ég yfir nokkur þeirra hér að neðan.

Skoðun

Innlegg í sameiningarumræðu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund

Oliver Einar Nordquist og Embla María Möller Atladóttir skrifa

Tillaga mennta- og barnamálaráðuneytis um sameiningu margra mennta- og framhaldsskóla kom flestum, ef ekki öllum, eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þessar fregnir hafa ollið mikilli óreiðu og óvissu innan skólasamfélagsins. Við í nemendafélaginu Keðjunni og Skólafélagi Menntaskólans í Sund fengum að vita af þessu á sama hátt og allir aðrir, í gegnum forsíðufréttir helstu fréttamiðla landsins. Engin umræða tekin fyrirfram við nemendur. Þau vinnubrögð finnst okkur vera vafasöm en það er eins og það er.

Skoðun

Mjólk hækkar minnst í verði á Íslandi

Erna Bjarnadóttir skrifar

Í síðustu tveimur tölublöðum Viðskiptablaðsins hefur litlu verið til sparað í gagnrýni á starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar og fyrirtæki bænda þar sem réttu máli er hallað. Lítum aðeins á fáein atriði:

Skoðun

Öruggasti pylsu­vagn í heimi

Sigurjón Þórðarson skrifar

Upplifunin af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í vikunni olli við fyrstu sýn nokkrum vonbrigðum, nema þá kannski einna helst áhugafólki um sviðslistir.

Skoðun

Dans fram­tíðar og hefða

Sr. Dagur Fannar Magnússon skrifar

„Rödd unga fólksins verður að heyrast á öllum tímum. Við getum ekki verið hlédrægir þátttakendur í samtalinu um framtíð okkar. Við verðum að taka þátt og skapa framtíðina eins og við viljum sjá hana verða að veruleika.“

Skoðun

Rýnt í leigu­verð

Andrés Magnússon skrifar

Umræða um leiguverð á íbúðarmarkaði hefur verið nokkuð hávær að undanförnu. Í þeirri umræðu hefur verið fullyrt að verðhækkanir á þessum markaði hafi verið úr öllu hófi og ekki í samræmi við almenna verðlagsþróun í landinu.

Skoðun

Klukk þú ert‘ann

Erna Magnúsdóttir skrifar

Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi. Nú hefur Ljósið starfað í tæp 18 ár, en þar er boðið upp á þverfaglega heildræna þjónustu til að endurhæfa og styðja við þá sem greinast með krabbamein.

Skoðun

Um ó­lög­mæti verð­tryggðra lánasamninga

Örn Karlsson skrifar

Verðtryggingu er ætlað að leiðrétta skuld fyrir rýrnun myntarinnar sem notuð er sem greiðslumiðill. Þannig á verðtryggingin að tryggja að verðmætin sem lánuð voru skili sér til baka.

Skoðun

Vopn­væðum öryggi?

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Á undanförnum 4 árum hefur lögreglan keypt varnarbúnað fyrir 230 milljónir króna samkvæmt opnirreikningar.is. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur 112 milljónum verið varið í varnarbúnað.

Skoðun

Alnæmi og guðfræðiváin

Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi.

Skoðun

Til hamingju Ís­land, með safna­fólkið

Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar

Við erum ótrúlega heppin á Íslandi að hér sé jafn fjölbreytt, öflugt og áhugavert safnastarf og raun ber vitni. Á Íslandi má finna fjölda safna, t.d. náttúruminja-, lista-, og minjasöfn, auk hinna ýmsu sérsafna. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Það er reyndar kannski ekki rétt að segja að við séum heppin, því þetta öfluga safnastarf sprettur ekki úr engu.

Skoðun

Langþráðri niðurstöðu náð

Stefán Vagn Stefánsson skrifar

Þau ánægjulegu tíðindi bárust seinni partinn í gær að sættir hafi náðst vegna fyrirhugaðrar löggjafar ESB um losunarheimildir á flugferðir.

Skoðun

Leiðtogafundur Evrópuráðsins

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í dag. Það hefur ekki farið fram hjá neinum enda um sögulegan viðburð að ræða.

Skoðun

Sögulegir tímar í dag

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Helstu þjóðarleiðtogar Evrópu eru nú saman komnir í Hörpu til viðræðna og það má með sanni segja að sagan sé að skrifa sig hér á Íslandi, enda ekki oft sem fundir af þessari stærðargráðu eru haldnir hérlendis.

Skoðun

Minnast ekki á lokamarkmiðið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Með svonefndri Schuman-yfirlýsingu fyrir 73 árum var grunnurinn lagður að því sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið.

Skoðun

Stoltur gest­gjafi

Helga Vala Helgadóttir skrifar

Í dag er stór dagur í sögu Íslands en einnig stór dagur í sögu Evrópuráðsins þegar leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins funda hér á landi, en aðeins þrisvar sinnum áður hafa leiðtogarnir komið saman til fundar frá stofnun ráðsins.

Skoðun

Að skjóta sig í stóru tána

Sigursteinn Másson skrifar

Daginn eftir að forsprakki Sea Shepherd samtakanna hafði ásamt félaga sínum sökkt tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn í nóvember 1986 spurði blaðamaður DV hann hvaða rétt hann hefði til að sökkva skipum þjóða sem hann teldi vera að brjóta lög.

Skoðun

Leiðtogafundur - Jafnrétti er forsenda friðar og lýðræðis

Stella Samúelsdóttir skrifar

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík í dag. UN Women á Íslandi fagna því að íslensk stjórnvöld leiði þennan mikilvæga fund og árétta mikilvægi þess að jafnrétti sé leiðarstefið á fundum sem þessum.

Skoðun

Láttu þér líða vel - á safni

Inga Þórunn Waage skrifar

Yfirskrift alþjóðlega safnadagsins er söfn, sjálfbærni og vellíðan. Hugtakið sjálfbærni skýtur iðulega upp kollinum á helstu miðlum landsins og er vissulega gildishlaðið hugtak. Sjálfbærni er hugtak með skírskotun í afleiðingar gjörða okkar sem erum á jarðarkringlunni og hvernig við viljum vera í jafnvægi við náttúru, samfélög og menningu.

Skoðun

Skrunað undir stýri

Stefán Halldórsson skrifar

Á sólríkum sunnudegi ákváðum við hjónin að henda nokkrum pylsum á grillið í síðbúinn hádegismat. Þegar lagerstaðan var tekin í eldhússkápum kom hinsvegar í ljós að steikta laukinn vantaði og því stökk ég upp í fjölskyldubílinn og brenndi (á löglegum hraða vitaskuld) í Krambúðina á Eggertsgötu.

Skoðun

Rökin með hval­veiðum

Valgerður Árnadóttir skrifar

Þegar umræða um hvalveiðar ber á góma þá eru rökin með því að halda skuli áfram veiðum helst þessi: Þetta er menningararfur Íslendinga, það er efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland, hvalir borða fiskinn okkar, hvalir þjást, en það gera líka önnur dýr sem við drepum.

Skoðun

Látið Kvenna­skólann í friði

Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar

Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi.

Skoðun

Hugsanavillan við hvalveiðar

Sigmar Guðmundsson skrifar

Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar.

Skoðun